Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. nóvember 2021 15:23 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir bæinn taka frásagnir fólks, sem var vistað hjá hjónunum Einari og Beverly á Hjalteyri á áttunda áratuginum, mjög alvarlega. Starfsemi hjónanna í Garðabæ verði rannsökuð. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. Fjöldi foreldra barna, sem voru í dagvistun eða leikskóla hjónanna Einars Gíslasonar og Beverly Gíslason, hefur haft samband við bæjaryfirvöld í Garðabæ eftir að fólk sem sætti kynferðislegu, andlegu og líkamslegu ofbeldi af hálfu hjónanna sögðu frá reynslu sinni í fréttaauka Stöpvar 2 í gær. Hjónnin ráku barnaheimili á Hjalteyri frá 1972 til 1979 en talið er að í heild hafi áttatíu börn dvalið hjá þeim í lengri eða styttri tíma. Hjónin fóru svo að starfa sem dagforeldrar í Garðabæ árið 2003 en árið 2006 opnuðu þau Montessori-leikskóla fyrir börn á aldrinum tveggja til sex ára. Hjónin fengu hentugt húsnæði fyrir starfsemina hjá Garðabæ en hættu starfsemi árið 2008. Þau héldu þó áfram að gæta barna og voru dagforeldrar til ársins 2016 en Einar lést þó árið 2015. Beverly lést árið 2019. „Foreldrar hafa verið að hafa samband og eru auðvitað áhyggjufullir. Við munum bara fá leiðbeiningar um það með hvaða hætti er best að skoða þetta aftur í tímann. Það eru ýmsir möguleikar sem koma til greina, [eins og] að fá utanaðkomandi aðila til að skoða málið. Við munum skoða það,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í samtali við fréttastofu um málið. Gunnar segist muna eftir einni tilkynningu um starfsemi hjónanna á Hjalteyri, sem borist hafi bæjaryfirvöldum á sínum tíma. „Ég man eftir því, ætli það hafi ekki verið í kring um 2008, þá kom inn símhringing til starfsfólks okkar. Þá var bent á Hjalteyri. Ég man að ég lagði mikla áherslu á að það yrði skoðað sérstaklega og gott eftirlit yrði haft með þessu og þessari starfsemi en þetta var ekki nein ákæra eða neitt slíkt,“ segir Gunnar. „Eftirá að hyggja hefðum við kannski átt að gera eitthvað miklu, miklu meira á þeim tíma. En ég minnist þess ekki eftir að þau tóku til starfa í Garðabæ að það hafi komið nokkur ábending til okkar eða kvörtun,“ segir Gunnar. Nú séu starfsmenn bæjarins hins vegar að fara í gegn um gömul skjöl til að kanna hvort slík kvörtun hafi borist skriflega. Ekkert hafi enn fundist. „Við auðvitað tökum þetta alvarlega þó að við höfum ekki tekið þetta nægilega alvarlega á þeim tíma. Við munum láta rannsaka þetta af þartilbærum aðilum og fá alla þá aðstoð sem mögulegt er að fá. Við erum ekkert að setja þetta upp í hillu, þetta eru alvarlegar upplifanir sem hafa átt sér stað þarna á Hjalteyri.“ Félagsmál Garðabær Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Barnaheimilið á Hjalteyri Tengdar fréttir „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Fjöldi foreldra barna, sem voru í dagvistun eða leikskóla hjónanna Einars Gíslasonar og Beverly Gíslason, hefur haft samband við bæjaryfirvöld í Garðabæ eftir að fólk sem sætti kynferðislegu, andlegu og líkamslegu ofbeldi af hálfu hjónanna sögðu frá reynslu sinni í fréttaauka Stöpvar 2 í gær. Hjónnin ráku barnaheimili á Hjalteyri frá 1972 til 1979 en talið er að í heild hafi áttatíu börn dvalið hjá þeim í lengri eða styttri tíma. Hjónin fóru svo að starfa sem dagforeldrar í Garðabæ árið 2003 en árið 2006 opnuðu þau Montessori-leikskóla fyrir börn á aldrinum tveggja til sex ára. Hjónin fengu hentugt húsnæði fyrir starfsemina hjá Garðabæ en hættu starfsemi árið 2008. Þau héldu þó áfram að gæta barna og voru dagforeldrar til ársins 2016 en Einar lést þó árið 2015. Beverly lést árið 2019. „Foreldrar hafa verið að hafa samband og eru auðvitað áhyggjufullir. Við munum bara fá leiðbeiningar um það með hvaða hætti er best að skoða þetta aftur í tímann. Það eru ýmsir möguleikar sem koma til greina, [eins og] að fá utanaðkomandi aðila til að skoða málið. Við munum skoða það,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í samtali við fréttastofu um málið. Gunnar segist muna eftir einni tilkynningu um starfsemi hjónanna á Hjalteyri, sem borist hafi bæjaryfirvöldum á sínum tíma. „Ég man eftir því, ætli það hafi ekki verið í kring um 2008, þá kom inn símhringing til starfsfólks okkar. Þá var bent á Hjalteyri. Ég man að ég lagði mikla áherslu á að það yrði skoðað sérstaklega og gott eftirlit yrði haft með þessu og þessari starfsemi en þetta var ekki nein ákæra eða neitt slíkt,“ segir Gunnar. „Eftirá að hyggja hefðum við kannski átt að gera eitthvað miklu, miklu meira á þeim tíma. En ég minnist þess ekki eftir að þau tóku til starfa í Garðabæ að það hafi komið nokkur ábending til okkar eða kvörtun,“ segir Gunnar. Nú séu starfsmenn bæjarins hins vegar að fara í gegn um gömul skjöl til að kanna hvort slík kvörtun hafi borist skriflega. Ekkert hafi enn fundist. „Við auðvitað tökum þetta alvarlega þó að við höfum ekki tekið þetta nægilega alvarlega á þeim tíma. Við munum láta rannsaka þetta af þartilbærum aðilum og fá alla þá aðstoð sem mögulegt er að fá. Við erum ekkert að setja þetta upp í hillu, þetta eru alvarlegar upplifanir sem hafa átt sér stað þarna á Hjalteyri.“
Félagsmál Garðabær Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Barnaheimilið á Hjalteyri Tengdar fréttir „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
„Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56