Unnusta Khashoggi biður Bieber að hætta við tónleika í Sádi-Arabíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 10:28 „Það er ekki of seint að biðjast afsökunar. Ekki syngja fyrir einræðisherra Sádi-Arabíu,“ segir á einni auglýsingu sem er til sýnis í Los Angeles, borginni sem Justin Bieber býr í. Getty/ Jerod Harris Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi sem var myrtur hrottalega af útsendurum krónprins Sádi-Arabíu, hefur biðlað til tónlistarmannsins Justins Bieber að hann blási af tónleika sína í Sádi-Arabíu í næsta mánuði. Bieber er einn nokkurra vel þekktra tónistarmanna, sem mun skemmta gestum Formúlu eitt á fyrsta kappakstrinum, sem haldinn er í Jeddah. Cengiz hefur birt opið bréf, sem stílað er á Bieber, og beðið hann að senda valdamönnum konungsríkisins skilaboð og hætta við framkomuna. Hatice Cengiz hefur kallað eftir því að Justin Bieber hætti við framkomu á tónleikum í Sádi-Arabíu.Getty/Andreas Rentz Khashoggi, sem lengi var hávær gagnrýnandi konungsstjórnarinnar, var myrtur hrottalega í sádiarabíska sendiráðinu í Istanbúl í Tyrklandi í oktober 2018. Hann hafði farið í sendiráðið til þess að sækja nauðsynlega pappíra fyrir hjónavíxlu hans og Cengiz. Hann var myrtur og lík hans bútað niður inni í sendiráðinu á meðan Cengiz beið fyrir utan. „Ekki syngja fyrir morðingja míns heittelskaða Jamals,“ skrifaði Cengiz í bréfinu, sem birtist hjá Washington Post. Hún skrifar í bréfinu að Bieber sé í góðri stöðu til að sýna að hann styðji ekki við stjórnvöld sem komi gagnrýnendum sínum fyrir kattarnef. Kappaksturinn fer fram í borginni Jeddah þann 5. desember næstkomandi. Fjöldi þekktra tónlistarmanna mun þar stíga á stokk auk Biebers, eins og A$AP Rocky, David Guetta og Jason Derulo. Cengiz er ekki ein um ákallið. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa hvatt Bieber og hina listamennina um að hætta við framkomuna, sem þau segja tilraun sádiarabískra stjórnvalda til að beina athygli frá mannréttindabrotum þeirra. Nokkrir auglýsingabílar aka nú um götur Los Angeles með skilaboð til Justins Bieber. „Hvers vegna syngur Bieber fyrir sádískan einræðisherra sem tekur samkynhneigða menn af lífi?“ stendur á einni auglýsingunni.Getty/Jerod Harris Khashoggi, sem var 59 ára gamall þegar hann var myrtur, var eitt sinn einn helsti ráðgjafi sádiarabískra stjórnvalda og náinn konungsfjölskyldunni. Það breyttist hins vegar skyndilega og hann flúði til Bandararíkjanna árið 2017. Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á morðinu leiddi í ljós að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Hann hefur þó ítrekað neitað allri aðkomu að morðinu. Sádi-Arabía Tónlist Morðið á Khashoggi Hollywood Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30 Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 27. febrúar 2021 10:20 Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Bieber er einn nokkurra vel þekktra tónistarmanna, sem mun skemmta gestum Formúlu eitt á fyrsta kappakstrinum, sem haldinn er í Jeddah. Cengiz hefur birt opið bréf, sem stílað er á Bieber, og beðið hann að senda valdamönnum konungsríkisins skilaboð og hætta við framkomuna. Hatice Cengiz hefur kallað eftir því að Justin Bieber hætti við framkomu á tónleikum í Sádi-Arabíu.Getty/Andreas Rentz Khashoggi, sem lengi var hávær gagnrýnandi konungsstjórnarinnar, var myrtur hrottalega í sádiarabíska sendiráðinu í Istanbúl í Tyrklandi í oktober 2018. Hann hafði farið í sendiráðið til þess að sækja nauðsynlega pappíra fyrir hjónavíxlu hans og Cengiz. Hann var myrtur og lík hans bútað niður inni í sendiráðinu á meðan Cengiz beið fyrir utan. „Ekki syngja fyrir morðingja míns heittelskaða Jamals,“ skrifaði Cengiz í bréfinu, sem birtist hjá Washington Post. Hún skrifar í bréfinu að Bieber sé í góðri stöðu til að sýna að hann styðji ekki við stjórnvöld sem komi gagnrýnendum sínum fyrir kattarnef. Kappaksturinn fer fram í borginni Jeddah þann 5. desember næstkomandi. Fjöldi þekktra tónlistarmanna mun þar stíga á stokk auk Biebers, eins og A$AP Rocky, David Guetta og Jason Derulo. Cengiz er ekki ein um ákallið. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa hvatt Bieber og hina listamennina um að hætta við framkomuna, sem þau segja tilraun sádiarabískra stjórnvalda til að beina athygli frá mannréttindabrotum þeirra. Nokkrir auglýsingabílar aka nú um götur Los Angeles með skilaboð til Justins Bieber. „Hvers vegna syngur Bieber fyrir sádískan einræðisherra sem tekur samkynhneigða menn af lífi?“ stendur á einni auglýsingunni.Getty/Jerod Harris Khashoggi, sem var 59 ára gamall þegar hann var myrtur, var eitt sinn einn helsti ráðgjafi sádiarabískra stjórnvalda og náinn konungsfjölskyldunni. Það breyttist hins vegar skyndilega og hann flúði til Bandararíkjanna árið 2017. Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á morðinu leiddi í ljós að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Hann hefur þó ítrekað neitað allri aðkomu að morðinu.
Sádi-Arabía Tónlist Morðið á Khashoggi Hollywood Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30 Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 27. febrúar 2021 10:20 Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30
Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 27. febrúar 2021 10:20
Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33