Arnar Daði: Er ekki vanur að hrósa andstæðingnum Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2021 20:10 Tveir sigrar í röð hjá Gróttunni. Stöð 2/Skjáskot Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur með sitt lið er þeir sigruðu sinn annan leik í röð á tímabilinu gegn Víking á útivelli sem leikinn var fyrr í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik en í síðari hálfleik varð leikurinn kaflaskiptari sem endaði þó með fjögurra sigri marka sigri Seltirninga. Lokatölur í Víkinni, 26-22. „Þetta venst ágætlega. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Víkingarnir eiga hrós skilið fyrir sína spilamennsku. Ég er nú ekki vanur að hrósa andstæðingnum en við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu í dag.“ Sagði Arnar Daði strax að leik loknum. „Það er eiginlega ekki fyrr en um miðbik seinni hálfleiks sem þeir komast tveimur mörkum yfir að við förum að ná að snúa þessu aðeins okkur í vil. Við tökum þarna 5-1 vörn, við neyðumst eiginlega til þess að gera það. Stundum er bara allt í lagi að neyðast í eitthvað sem við erum ekki búnir að vera að æfa mikið. Lúðvík stóð sig vel fyrir framan og svo var Einar Baldvin frábær í markinu með nánast 50% markvörslu.“ „Þegar við erum komnir einhverjum fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik þá var eins og við værum komnir í einhvern þægindarramma, ég get ekki sagt að við höfum slakað á, en við tókum einhverjar óagaðar ákvarðanir sóknarlega og förum svolítið út úr okkar concepti. Hamza fer á eld þarna og skorar þrjú mörk á stuttum tíma, þá kólnum við aðeins niður.“ „Það var virkilegur karakter í strákunum. Við lendum tveimur mörkum undir í síðari hálfleik og snúum því við með 5-0 kafla. Það er þvílíkur karakter í þessu liði og það er eiginlega bara það sem ég tek út úr þessum leik. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var virkilega erfitt eins og ég sagði áðan. Miklu erfiðari leikur heldur en síðasti sigur á móti Stjörnunni. Þetta var erfiður leikur.“ „Lykillinn að sigrinum var að Einar Baldvin var frábær í markinu. Svo var það virkilega agaður sóknarleikur þegar við spiluðum góða sókn. Byrjuð fínt sóknarlega í fyrri hálfleik og síðasta korterið líka. Þá vorum við að spila eftir því sem beðið var um að gera, þá opnaðist þetta. Á sama kafla í fyrri hálfleik vorum við líka að gera það en vorum ekki að nýta opnunina. Þegar þetta fór að detta inn í lokin þá sá maður þetta geisla af strákunum.“ „Við erum að spila núna sjö leiki á 26 dögum. HSÍ vill að við förum að spila átta leiki á 26 dögum en ég ætla að vona að menn fari á engjaveginn að skoða aðeins um hag fyrir leikmönnum, þjálfara og félaganna. Þannig ég ætla að vona að þetta verði bara sjö leikir. Strax á fimmtudaginn spilum við frestaðan leik á móti Selfoss og svo eigum við ÍBV á sunnudaginn og ég er í raun ekki kominn lengra en það. En það er erfið vika framundan og það er gott að fara með sigur inn í hana.“ Olís-deild karla Grótta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Staðan var jöfn í hálfleik en í síðari hálfleik varð leikurinn kaflaskiptari sem endaði þó með fjögurra sigri marka sigri Seltirninga. Lokatölur í Víkinni, 26-22. „Þetta venst ágætlega. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Víkingarnir eiga hrós skilið fyrir sína spilamennsku. Ég er nú ekki vanur að hrósa andstæðingnum en við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu í dag.“ Sagði Arnar Daði strax að leik loknum. „Það er eiginlega ekki fyrr en um miðbik seinni hálfleiks sem þeir komast tveimur mörkum yfir að við förum að ná að snúa þessu aðeins okkur í vil. Við tökum þarna 5-1 vörn, við neyðumst eiginlega til þess að gera það. Stundum er bara allt í lagi að neyðast í eitthvað sem við erum ekki búnir að vera að æfa mikið. Lúðvík stóð sig vel fyrir framan og svo var Einar Baldvin frábær í markinu með nánast 50% markvörslu.“ „Þegar við erum komnir einhverjum fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik þá var eins og við værum komnir í einhvern þægindarramma, ég get ekki sagt að við höfum slakað á, en við tókum einhverjar óagaðar ákvarðanir sóknarlega og förum svolítið út úr okkar concepti. Hamza fer á eld þarna og skorar þrjú mörk á stuttum tíma, þá kólnum við aðeins niður.“ „Það var virkilegur karakter í strákunum. Við lendum tveimur mörkum undir í síðari hálfleik og snúum því við með 5-0 kafla. Það er þvílíkur karakter í þessu liði og það er eiginlega bara það sem ég tek út úr þessum leik. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var virkilega erfitt eins og ég sagði áðan. Miklu erfiðari leikur heldur en síðasti sigur á móti Stjörnunni. Þetta var erfiður leikur.“ „Lykillinn að sigrinum var að Einar Baldvin var frábær í markinu. Svo var það virkilega agaður sóknarleikur þegar við spiluðum góða sókn. Byrjuð fínt sóknarlega í fyrri hálfleik og síðasta korterið líka. Þá vorum við að spila eftir því sem beðið var um að gera, þá opnaðist þetta. Á sama kafla í fyrri hálfleik vorum við líka að gera það en vorum ekki að nýta opnunina. Þegar þetta fór að detta inn í lokin þá sá maður þetta geisla af strákunum.“ „Við erum að spila núna sjö leiki á 26 dögum. HSÍ vill að við förum að spila átta leiki á 26 dögum en ég ætla að vona að menn fari á engjaveginn að skoða aðeins um hag fyrir leikmönnum, þjálfara og félaganna. Þannig ég ætla að vona að þetta verði bara sjö leikir. Strax á fimmtudaginn spilum við frestaðan leik á móti Selfoss og svo eigum við ÍBV á sunnudaginn og ég er í raun ekki kominn lengra en það. En það er erfið vika framundan og það er gott að fara með sigur inn í hana.“
Olís-deild karla Grótta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36