Kominn tími til að ræða skyldubólusetningar af alvöru Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2021 22:20 Dr. Kluge er áhyggjufullur yfir stöðu faraldursins í Evrópu. getty/Christian Charisius Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gríðarlegar áhyggjur af mikilli uppsveiflu faraldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðisstjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta ársfjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi. „Covid-19 er enn og aftur orðin helsta dánarorsökin í álfunni okkar,“ segir Dr. Kluge, svæðisstjóri yfir Evrópu hjá WHO, í samtali við Breska ríkisútvarpið. Að hans sögn myndi víðtækari grímunotkun strax hjálpa mikið til. Skyldubólusetningar verði lokaúrræði Síðustu daga og vikur hafa tölur yfir nýsmitaða náð hámarki í fjölda landa, til dæmis á Íslandi. Línuritið sýnir uppgang faraldursins í nokkrum Evrópuríkjum miðað við hverja milljón íbúa. Bylgjan er langstærst í Austurríki, svo Hollandi, Danmörku, á Bretlandi, í Þýskalandi, Póllandi, á Íslandi, þá Frakklandi og loks á Spáni.Our World in Numbers Kluge nefndi þrjá þætti sem skýra þessa miklu útbreiðslu faraldursins síðustu vikur; vetrartímann, hátt hlutfall óbólusettra í ýmsum löndum og þá staðreynd að hér væri delta-afbrigði veirunnar ríkjandi. Hann hvetur til þess að Evrópuríkin setji meira púður í bólusetningar þó hann vilji að bólusetningarskylda verði síðasta úrræði sem ríkin grípi til. Það væri þó kominn tími til að ræða þann möguleika af alvöru. Austurríkismenn fóru þá leið að gera bólusetningu fyrir Covid-19 að lagalegri skyldu en sú ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð margra og orðið kveikja fjölmennra mótmæla víða um landið. Stærstu mótmælin voru í höfuðborginni Vín í dag en þau sóttu tugir þúsunda. Austurríki Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. 19. nóvember 2021 12:12 Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. 20. nóvember 2021 08:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Covid-19 er enn og aftur orðin helsta dánarorsökin í álfunni okkar,“ segir Dr. Kluge, svæðisstjóri yfir Evrópu hjá WHO, í samtali við Breska ríkisútvarpið. Að hans sögn myndi víðtækari grímunotkun strax hjálpa mikið til. Skyldubólusetningar verði lokaúrræði Síðustu daga og vikur hafa tölur yfir nýsmitaða náð hámarki í fjölda landa, til dæmis á Íslandi. Línuritið sýnir uppgang faraldursins í nokkrum Evrópuríkjum miðað við hverja milljón íbúa. Bylgjan er langstærst í Austurríki, svo Hollandi, Danmörku, á Bretlandi, í Þýskalandi, Póllandi, á Íslandi, þá Frakklandi og loks á Spáni.Our World in Numbers Kluge nefndi þrjá þætti sem skýra þessa miklu útbreiðslu faraldursins síðustu vikur; vetrartímann, hátt hlutfall óbólusettra í ýmsum löndum og þá staðreynd að hér væri delta-afbrigði veirunnar ríkjandi. Hann hvetur til þess að Evrópuríkin setji meira púður í bólusetningar þó hann vilji að bólusetningarskylda verði síðasta úrræði sem ríkin grípi til. Það væri þó kominn tími til að ræða þann möguleika af alvöru. Austurríkismenn fóru þá leið að gera bólusetningu fyrir Covid-19 að lagalegri skyldu en sú ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð margra og orðið kveikja fjölmennra mótmæla víða um landið. Stærstu mótmælin voru í höfuðborginni Vín í dag en þau sóttu tugir þúsunda.
Austurríki Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. 19. nóvember 2021 12:12 Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. 20. nóvember 2021 08:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. 19. nóvember 2021 12:12
Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. 20. nóvember 2021 08:42