Handbolti

KA/Þór tapaði fyrri leiknum á Spáni

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Úr leik KA/Þórs og Vals á dögunum
Úr leik KA/Þórs og Vals á dögunum Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistaralið KA/Þórs þurfti að þola fjögurra marka tap gegn Elche á Spáni í fyrri leik liðanna í 32gja liða úrslitum Evrópubikars kvenna í dag. Leiknum lauk með sigri Spánverjana 22-18. Síðari leikurinn er einnig spilaður ytra en hann fer fram á morgun.

KA/Þór á enn möguleika á að komast áfram með stærri sigri á morgun heldur en Elche Vann í dag en staðan í leiknum í hálfleik var 10-13 fyrir Spánverjana. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá leiddi Elche allan síðari hálfleikinn og náði mest fimm marka forystu. Vert er að minnast á að Elche er með sterk lið og er liðið ríkjandi bikarmeistari á Spáni.

Unnur Ómarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir KA/Þór sem og Rakel Sara Elvarsdóttir en Aldís Ásta Heimisdóttir og Martha Hermannsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor. Besti leikmaður KA/Þórs í þessum leik var markvörðurinn Matea Lonac en hún varði heil 17 skot og þar af 2 vítaköst.

Síðari leikur liðana fer fram á morgun og þá kemur í ljós hvort liðið fer áfram í 16 liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×