Endurtekið efni um endursendingar á börnum til Grikklands Birna Þórarinsdóttir, Erna Reynisdóttir og Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifa 20. nóvember 2021 10:00 Í upphafi árs hófu íslensk stjórnvöld að synja barnafjölskyldum á flótta um efnislega meðferð umsókn sinna en ákvarða þess í stað að endursenda þær til Grikklands, þrátt fyrir að hafa metið aðstæður þar óviðunandi aðeins nokkrum mánuðum áður. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um endursendingar til Grikklands skapi börnum hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á. Rétt er að taka fram að enn sem komið er hafa engar fjölskyldur verið fluttar til Grikklands en nokkrar bíða þess að verða fluttar þangað. Óviðunandi aðstæður í Grikklandi Þær barnafjölskyldur sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi, leitað hingað til lands og óskað eftir alþjóðlegri vernd hafa undantekningarlaust búið við óviðunandi aðstæður í Grikklandi. Yfirgnæfandi hluti þeirra hefur búið í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem öryggi, hreinlæti og aðbúnaði er verulega ábótavant. Þegar fjölskyldurnar hafa fengið vernd neyðast þær til að yfirgefa búðirnar innan nokkurra mánaða auk þess sem þær missa þá lágu framfærslu sem þeim er tryggð á meðan þær bíða eftir svari við umsókn sinni um vernd. Í nær öllum tilvikum ná foreldrar barnanna ekki að framfleyta fjölskyldunni vegna kerfisbundinna hindrana og gríðarlega mikils atvinnuleysis meðal flóttafólks í landinu. Þá er aðgengi flóttafjölskyldna að húsnæði í Grikklandi alvarlegt vandamál en mörg þeirra hafast við í ólöglegu húsnæði eða á götunni. Áætlað er að einungis þriðjungur barna með alþjóðlega vernd í Grikklandi hafi verið formlega skráð til náms á árunum 2018-2019 auk þess sem Covid-19 faraldurinn hefur haft slæm áhrif á menntun flóttabarna af ýmsum ástæðum. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn eða óaðgengilegur. Aðgengi flóttafjölskyldna að grísku heilbrigðiskerfi er verulega skert, m.a. vegna tungumálaörðugleika. Því miður glímir stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi við heilsufarsvandamál. Mörg þeirra hafa ekki fengið grunnbólusetningar, dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti vegna einhæfrar fæðu. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Þá glíma mörg þeirra við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Rangt mat íslenskra stjórnvalda á hagsmunum barna Samkvæmt barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er íslenskum stjórnvöldum skylt að hafa ávallt það sem barni er fyrir bestu í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Það þýðir að líta verður heildstætt á líf barnsins og möguleika þess til þess að lifa og þroskast. Kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa undanfarið metið það svo að flutningur barnafjölskyldna til Grikklands samrýmist hagsmunum barna þegar litið er m.a. til öryggis þeirra, velferðar og félagslegs þroska. Í stað þess að líta heildstætt á líf barnsins hefur umfjöllun í ákvörðunum stjórnvalda um aðstæður flóttabarna í Grikklandi undanfarið nær eingöngu einskorðast við lagalegan rétt barna á flótta til skólagöngu og einingu fjölskyldunnar. Umfjöllun stjórnvalda staðfestir í raun bága stöðu flóttabarna í Grikklandi og takmarkað aðgengi þeirra að menntun. Áhersla nefndarinnar á einingu fjölskyldunnar er því miður beitt til að réttlæta synjun á umsóknum barnanna, þar sem það er jú andstætt hagsmunum barna að skilja þau frá foreldrum sínum sem synjað er í sama úrskurði. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja túlkun Útlendingastofnunar og kærunefndar á barnaverndarlögum, útlendingalögum og Barnasáttmálanum vera ranga. Hafa ber hagsmuni barnsins að leiðarljósi í ákvörðunum er varða börn. Mat á hagsmunum þeirra skal ekki unnið út frá forsendum í málum foreldra þeirra heldur skal fyrst og fremst leggja mat á hagsmuni barnanna út frá þeirra aðstæðum. Hver sá sem kynnt hefur sér aðstæður og réttindi barna á flótta í Grikklandi sér að sú niðurstaða, að það sé hagsmunum barna fyrir bestu að endursenda þau ásamt foreldrum sínum til Grikklands, er ekki fengin með heildstæðu mati sem metur alla mikilvæga þætti fyrir líf og þroska barns. Tilgangur mats á hagsmunum barns er meðal annars að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli uppruna barna eða lagalegrar stöðu. Ákvarðanataka stjórnvalda verður að endurspegla þá grundvallarreglu um jafnræði með raunverulegu, heildstæðu hagsmunamati fyrir börn á flótta. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Kristín S. Hjálmtýsdóttir Hælisleitendur Réttindi barna Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Í upphafi árs hófu íslensk stjórnvöld að synja barnafjölskyldum á flótta um efnislega meðferð umsókn sinna en ákvarða þess í stað að endursenda þær til Grikklands, þrátt fyrir að hafa metið aðstæður þar óviðunandi aðeins nokkrum mánuðum áður. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um endursendingar til Grikklands skapi börnum hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á. Rétt er að taka fram að enn sem komið er hafa engar fjölskyldur verið fluttar til Grikklands en nokkrar bíða þess að verða fluttar þangað. Óviðunandi aðstæður í Grikklandi Þær barnafjölskyldur sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi, leitað hingað til lands og óskað eftir alþjóðlegri vernd hafa undantekningarlaust búið við óviðunandi aðstæður í Grikklandi. Yfirgnæfandi hluti þeirra hefur búið í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem öryggi, hreinlæti og aðbúnaði er verulega ábótavant. Þegar fjölskyldurnar hafa fengið vernd neyðast þær til að yfirgefa búðirnar innan nokkurra mánaða auk þess sem þær missa þá lágu framfærslu sem þeim er tryggð á meðan þær bíða eftir svari við umsókn sinni um vernd. Í nær öllum tilvikum ná foreldrar barnanna ekki að framfleyta fjölskyldunni vegna kerfisbundinna hindrana og gríðarlega mikils atvinnuleysis meðal flóttafólks í landinu. Þá er aðgengi flóttafjölskyldna að húsnæði í Grikklandi alvarlegt vandamál en mörg þeirra hafast við í ólöglegu húsnæði eða á götunni. Áætlað er að einungis þriðjungur barna með alþjóðlega vernd í Grikklandi hafi verið formlega skráð til náms á árunum 2018-2019 auk þess sem Covid-19 faraldurinn hefur haft slæm áhrif á menntun flóttabarna af ýmsum ástæðum. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn eða óaðgengilegur. Aðgengi flóttafjölskyldna að grísku heilbrigðiskerfi er verulega skert, m.a. vegna tungumálaörðugleika. Því miður glímir stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi við heilsufarsvandamál. Mörg þeirra hafa ekki fengið grunnbólusetningar, dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti vegna einhæfrar fæðu. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Þá glíma mörg þeirra við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Rangt mat íslenskra stjórnvalda á hagsmunum barna Samkvæmt barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er íslenskum stjórnvöldum skylt að hafa ávallt það sem barni er fyrir bestu í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Það þýðir að líta verður heildstætt á líf barnsins og möguleika þess til þess að lifa og þroskast. Kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa undanfarið metið það svo að flutningur barnafjölskyldna til Grikklands samrýmist hagsmunum barna þegar litið er m.a. til öryggis þeirra, velferðar og félagslegs þroska. Í stað þess að líta heildstætt á líf barnsins hefur umfjöllun í ákvörðunum stjórnvalda um aðstæður flóttabarna í Grikklandi undanfarið nær eingöngu einskorðast við lagalegan rétt barna á flótta til skólagöngu og einingu fjölskyldunnar. Umfjöllun stjórnvalda staðfestir í raun bága stöðu flóttabarna í Grikklandi og takmarkað aðgengi þeirra að menntun. Áhersla nefndarinnar á einingu fjölskyldunnar er því miður beitt til að réttlæta synjun á umsóknum barnanna, þar sem það er jú andstætt hagsmunum barna að skilja þau frá foreldrum sínum sem synjað er í sama úrskurði. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja túlkun Útlendingastofnunar og kærunefndar á barnaverndarlögum, útlendingalögum og Barnasáttmálanum vera ranga. Hafa ber hagsmuni barnsins að leiðarljósi í ákvörðunum er varða börn. Mat á hagsmunum þeirra skal ekki unnið út frá forsendum í málum foreldra þeirra heldur skal fyrst og fremst leggja mat á hagsmuni barnanna út frá þeirra aðstæðum. Hver sá sem kynnt hefur sér aðstæður og réttindi barna á flótta í Grikklandi sér að sú niðurstaða, að það sé hagsmunum barna fyrir bestu að endursenda þau ásamt foreldrum sínum til Grikklands, er ekki fengin með heildstæðu mati sem metur alla mikilvæga þætti fyrir líf og þroska barns. Tilgangur mats á hagsmunum barns er meðal annars að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli uppruna barna eða lagalegrar stöðu. Ákvarðanataka stjórnvalda verður að endurspegla þá grundvallarreglu um jafnræði með raunverulegu, heildstæðu hagsmunamati fyrir börn á flótta. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun