Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 07:58 Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði vonast til að mál Kyle Rittenhouse færi á annan veg. Alex Wong/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. Í yfirlýsingu frá Biden, sem gefin var út í gær, segir forsetinn: „Þó að niðurstaðan í Kenosha veki upp reiði og áhyggjur Bandaríkjamanna, að mér meðtöldum, verðum við að samþykkja að kviðdómurinn hefur talað.“ Fyrr í gær hafði Biden svarað spurningum blaðamanna um málið, en var þá ekki jafn afdráttarlaus um skoðun sína á því: „Ég stend með niðurstöðu kviðdómsins. Réttarkerfið virkar og við þurfum að lúta því,“ sagði forsetinn þá. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en hann hafði gert sér ferð frá öðru ríki til borgarinnar Kenosha í Wisconsin, þar sem mótmæli vegna máls Jacobs Blake höfðu breyst í óeirðir í borginni. Mótmælin sneru að kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og hófust eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Rittenhouse kom til borgarinnar frá heimaríki sínu Illinois vopnaður riffli. Að eigin sögn fór hann til borgarinnar til að vernda fyrirtæki í óeirðunum og veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Rittenhouse féllst í faðma við verjanda sinn eftir að ljóst varð að hann yrði sýknaður af öllum ákæruliðum í málinu.Sean Krajacic/Getty Trump óskar Rittenhouse til hamingju Í kosningabaráttunni í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði betur gegn Donald Trump, sem þá var sitjandi forseti, tísti Biden myndbandi sem ætlað var að búa til tengingar milli Rittenhouse og hreyfingar hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, án þess að sannanir væru fyrir slíkum tengingum. Trump er á öndverðum meiði við arftaka sinn í starfi og hefur óskað Ritenhouse til hamingju með niðurstöðuna. „Hamingjuóskir til Kyle Rittenhouse fyrir að hafa verið talinn SAKLAUS af öllum ákæruliðum. Það kallast að vera SÝKNAÐUR – Og meðan ég man, ef þetta er ekki sjálfsvörn, þá er ekkert það!“ sagði forsetinn fyrrverandi í yfirlýsingu. Hann hefur verið iðinn við að birta stuttar yfirlýsingar á vefsíðu sinni og í fréttabréfi eftir að Twitter-aðgangi hans var lokað í janúar á þessu ári. Inbox: President Trump statement on Kyle Rittenhouse pic.twitter.com/ylAKYR0kDw— Kambree (@KamVTV) November 19, 2021 Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sannfæra kviðdóm um að hann hafi ekki skotið mennina þrjá í sjálfsvörn, og var Rittenhouse sýknaður á þeim grundvelli. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Biden, sem gefin var út í gær, segir forsetinn: „Þó að niðurstaðan í Kenosha veki upp reiði og áhyggjur Bandaríkjamanna, að mér meðtöldum, verðum við að samþykkja að kviðdómurinn hefur talað.“ Fyrr í gær hafði Biden svarað spurningum blaðamanna um málið, en var þá ekki jafn afdráttarlaus um skoðun sína á því: „Ég stend með niðurstöðu kviðdómsins. Réttarkerfið virkar og við þurfum að lúta því,“ sagði forsetinn þá. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en hann hafði gert sér ferð frá öðru ríki til borgarinnar Kenosha í Wisconsin, þar sem mótmæli vegna máls Jacobs Blake höfðu breyst í óeirðir í borginni. Mótmælin sneru að kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og hófust eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Rittenhouse kom til borgarinnar frá heimaríki sínu Illinois vopnaður riffli. Að eigin sögn fór hann til borgarinnar til að vernda fyrirtæki í óeirðunum og veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Rittenhouse féllst í faðma við verjanda sinn eftir að ljóst varð að hann yrði sýknaður af öllum ákæruliðum í málinu.Sean Krajacic/Getty Trump óskar Rittenhouse til hamingju Í kosningabaráttunni í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði betur gegn Donald Trump, sem þá var sitjandi forseti, tísti Biden myndbandi sem ætlað var að búa til tengingar milli Rittenhouse og hreyfingar hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, án þess að sannanir væru fyrir slíkum tengingum. Trump er á öndverðum meiði við arftaka sinn í starfi og hefur óskað Ritenhouse til hamingju með niðurstöðuna. „Hamingjuóskir til Kyle Rittenhouse fyrir að hafa verið talinn SAKLAUS af öllum ákæruliðum. Það kallast að vera SÝKNAÐUR – Og meðan ég man, ef þetta er ekki sjálfsvörn, þá er ekkert það!“ sagði forsetinn fyrrverandi í yfirlýsingu. Hann hefur verið iðinn við að birta stuttar yfirlýsingar á vefsíðu sinni og í fréttabréfi eftir að Twitter-aðgangi hans var lokað í janúar á þessu ári. Inbox: President Trump statement on Kyle Rittenhouse pic.twitter.com/ylAKYR0kDw— Kambree (@KamVTV) November 19, 2021 Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sannfæra kviðdóm um að hann hafi ekki skotið mennina þrjá í sjálfsvörn, og var Rittenhouse sýknaður á þeim grundvelli.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Sjá meira
Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18