Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2021 19:21 Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans leiðir okkur stolt um nýbyggingu bankans. Við byrjum í efri kjallara hússins þar sem meðal annars verða bílastæði sem tengjast allt frá bílakjallara Hörpu í gegnum bílakjallara undir Hafnartorgi allt að Ingólfstorgi. Lilja Björk Einarsdóttir segir bankann vera að minnka við sig úr um 20 þúsund fermetrum í tíu þúsund fermetra með flutningi í nýju bygginguna.Stöð 2/Einar Það sér loks fyrir endan á miklum byggingarframkvæmdum á Hörpu reitnum því nýi Landsbankinn er að verða tilbúinn. Það styttist í að það verði farið að klæða hann allan að utan með blágrýti eða stuðlabergi. Grjótið kemur frá námu í Hrunamannahreppi og töluvert magn þarf til að þekja alla bygginguna. „Þetta verður mjög fallegt. Tónar við Hörpu og mjög íslenskt og skemmtilegt að horfa á hér á þessum stað við Arnarhólinn,“ segir Lilja Björk þar sem hún sýnir okkur vegg sem búið er að klæða með grjótinu í bílakjallara. Nú fjórum árum eftir að byrjað var að undirbúa bygginguna vonar Lilja að hægt verði að flytja inn í húsið fyrir lok næsta árs. Bankinn verði með starfsemi í tveimur af fjórum hlutum hússins. Á þessari mynd sést hvernig nýja Landsbankahúsið skiptist í fjóra hluta og hvernig bankinn sér fyrir sér nýtingu á húsnæðinu. Bankinn ætlar sjálfur að nýta um 60 prósent af byggingunum.Landsbankinn „Við höfum haldið okkur alveg við upphaflegar forsendur varðandi nýtingu. Þannig að við erum að fara í um sextíu prósent af húsinu. Sem þýðir að við erum þá að fara úr um tuttugu þúsund fermetrum þegar við byrjuðum, erum aðeins búin að vera að minnka við okkur, niður í tíu þúsund fermetra. Húsið allt er sextán þúsund og fimm hundruð fermetrar þannig að hinir sex þúsund og fimm hundruð verða leigðir út eða seldir,“ segir Lilja Björk. Landsbankabyggingin mun setja sterkan svip á miðborgina. Þegar hún verður tilbúin líkur um 15 ára tímabili bygginga- og gatnagerðarframkvæmda á svæðinu sem staðið hafa frá því byrjað var að byggja Hörpu í byrjun árs 2007.Landsbankinn Byrjað verði að ræða við mögulega kaupendur eða leigutaka í byrjun næsta árs. Markmiðið sé að starfsemi í húsinu skapi líf á þessum mikilvæga stað í miðborginni. „Miðbærinn þarf að vera fullur af lífi. Við erum búin að vera að hugsa okkar hluta, skrifstofuhlutann. Þannig að á jarðhæðinni verður líf. Við drögum okkar starfsfólk niður í mötuneytið í hádeginu. Þar verður fundaraðstaða og aðgengi fyrir fólk að koma til að fá sinnt erindum hjá Landsbankanum. Aðgengi að sjálfsafgreiðslu og svo er auðvitað verslunarhúsnæði líka meðfram á fyrstu hæðinni,“ segir bankastjórinn. Gert er ráð fyrir greiðum aðgangi hjólandi og gangandi um þennan ramp inn í Landsbankabygginguna þar sem verður aðstaða til að geyma mikinn fjölda reiðhjóla.Stöð 2/Einar Við flutninginn spari Landsbankinn leigu á um ellefu stöðum í miðborginni og selji gömlu aðalbygginguna. Nýja byggingin verði umhverfisvæn varðandi orkunýtingu og fleira. „Við hvetjum til vistvænna samgangna og sjálfbærni. Þá erum við til dæmis með þennan hjólaramp hér við hliðina. Það er fyrir hjólandi og gangandi umferð inn í bygginguna og góð aðstaða verður fyrir reiðhjól í húsinu. Þetta tengist hjólreiðastígum Reykjavíkurborgar og verður frábært fyrir starfsfólkið okkar,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Reykjavík Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnast um 7,5 milljarða Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020. 28. október 2021 12:35 Svona munu höfuðstöðvar Landsbankans við hlið Hörpu líta út Landsbankinn hefur ákveðið að ganga til samninga við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. 23. febrúar 2018 11:25 Hönnunarkeppni um nýbyggingu Landsbanka frestað Sjónarmið sem komið hafa upp á síðustu vikum varðandi bygginguna eru ástæða þess að keppninni er frestað. 7. ágúst 2015 16:01 Landsbankinn kominn með tillögur að nýjum höfuðstöðvum í hendurnar Frestur sem sjö arkitektateymi fengu til að skila inn frumtillögum að hönnun nýbyggingar fyrir Landsbankann við Austurhöfn í Reykjavík rann út í gær. 20. janúar 2018 18:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans leiðir okkur stolt um nýbyggingu bankans. Við byrjum í efri kjallara hússins þar sem meðal annars verða bílastæði sem tengjast allt frá bílakjallara Hörpu í gegnum bílakjallara undir Hafnartorgi allt að Ingólfstorgi. Lilja Björk Einarsdóttir segir bankann vera að minnka við sig úr um 20 þúsund fermetrum í tíu þúsund fermetra með flutningi í nýju bygginguna.Stöð 2/Einar Það sér loks fyrir endan á miklum byggingarframkvæmdum á Hörpu reitnum því nýi Landsbankinn er að verða tilbúinn. Það styttist í að það verði farið að klæða hann allan að utan með blágrýti eða stuðlabergi. Grjótið kemur frá námu í Hrunamannahreppi og töluvert magn þarf til að þekja alla bygginguna. „Þetta verður mjög fallegt. Tónar við Hörpu og mjög íslenskt og skemmtilegt að horfa á hér á þessum stað við Arnarhólinn,“ segir Lilja Björk þar sem hún sýnir okkur vegg sem búið er að klæða með grjótinu í bílakjallara. Nú fjórum árum eftir að byrjað var að undirbúa bygginguna vonar Lilja að hægt verði að flytja inn í húsið fyrir lok næsta árs. Bankinn verði með starfsemi í tveimur af fjórum hlutum hússins. Á þessari mynd sést hvernig nýja Landsbankahúsið skiptist í fjóra hluta og hvernig bankinn sér fyrir sér nýtingu á húsnæðinu. Bankinn ætlar sjálfur að nýta um 60 prósent af byggingunum.Landsbankinn „Við höfum haldið okkur alveg við upphaflegar forsendur varðandi nýtingu. Þannig að við erum að fara í um sextíu prósent af húsinu. Sem þýðir að við erum þá að fara úr um tuttugu þúsund fermetrum þegar við byrjuðum, erum aðeins búin að vera að minnka við okkur, niður í tíu þúsund fermetra. Húsið allt er sextán þúsund og fimm hundruð fermetrar þannig að hinir sex þúsund og fimm hundruð verða leigðir út eða seldir,“ segir Lilja Björk. Landsbankabyggingin mun setja sterkan svip á miðborgina. Þegar hún verður tilbúin líkur um 15 ára tímabili bygginga- og gatnagerðarframkvæmda á svæðinu sem staðið hafa frá því byrjað var að byggja Hörpu í byrjun árs 2007.Landsbankinn Byrjað verði að ræða við mögulega kaupendur eða leigutaka í byrjun næsta árs. Markmiðið sé að starfsemi í húsinu skapi líf á þessum mikilvæga stað í miðborginni. „Miðbærinn þarf að vera fullur af lífi. Við erum búin að vera að hugsa okkar hluta, skrifstofuhlutann. Þannig að á jarðhæðinni verður líf. Við drögum okkar starfsfólk niður í mötuneytið í hádeginu. Þar verður fundaraðstaða og aðgengi fyrir fólk að koma til að fá sinnt erindum hjá Landsbankanum. Aðgengi að sjálfsafgreiðslu og svo er auðvitað verslunarhúsnæði líka meðfram á fyrstu hæðinni,“ segir bankastjórinn. Gert er ráð fyrir greiðum aðgangi hjólandi og gangandi um þennan ramp inn í Landsbankabygginguna þar sem verður aðstaða til að geyma mikinn fjölda reiðhjóla.Stöð 2/Einar Við flutninginn spari Landsbankinn leigu á um ellefu stöðum í miðborginni og selji gömlu aðalbygginguna. Nýja byggingin verði umhverfisvæn varðandi orkunýtingu og fleira. „Við hvetjum til vistvænna samgangna og sjálfbærni. Þá erum við til dæmis með þennan hjólaramp hér við hliðina. Það er fyrir hjólandi og gangandi umferð inn í bygginguna og góð aðstaða verður fyrir reiðhjól í húsinu. Þetta tengist hjólreiðastígum Reykjavíkurborgar og verður frábært fyrir starfsfólkið okkar,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir.
Reykjavík Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnast um 7,5 milljarða Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020. 28. október 2021 12:35 Svona munu höfuðstöðvar Landsbankans við hlið Hörpu líta út Landsbankinn hefur ákveðið að ganga til samninga við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. 23. febrúar 2018 11:25 Hönnunarkeppni um nýbyggingu Landsbanka frestað Sjónarmið sem komið hafa upp á síðustu vikum varðandi bygginguna eru ástæða þess að keppninni er frestað. 7. ágúst 2015 16:01 Landsbankinn kominn með tillögur að nýjum höfuðstöðvum í hendurnar Frestur sem sjö arkitektateymi fengu til að skila inn frumtillögum að hönnun nýbyggingar fyrir Landsbankann við Austurhöfn í Reykjavík rann út í gær. 20. janúar 2018 18:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Landsbankinn hagnast um 7,5 milljarða Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020. 28. október 2021 12:35
Svona munu höfuðstöðvar Landsbankans við hlið Hörpu líta út Landsbankinn hefur ákveðið að ganga til samninga við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. 23. febrúar 2018 11:25
Hönnunarkeppni um nýbyggingu Landsbanka frestað Sjónarmið sem komið hafa upp á síðustu vikum varðandi bygginguna eru ástæða þess að keppninni er frestað. 7. ágúst 2015 16:01
Landsbankinn kominn með tillögur að nýjum höfuðstöðvum í hendurnar Frestur sem sjö arkitektateymi fengu til að skila inn frumtillögum að hönnun nýbyggingar fyrir Landsbankann við Austurhöfn í Reykjavík rann út í gær. 20. janúar 2018 18:00