Héraðsdómur skert frelsi samtaka til að berjast fyrir rétti neytenda Eiður Þór Árnason skrifar 19. nóvember 2021 14:33 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin hyggjast áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 á hendur samtökunum og formanninum Breka Karlssyni. Komst héraðsdómur í lok september að þeirri niðurstöðu að Breka hafi verið óheimilt að fullyrða að lán fyrirtækisins hafi verið úrskurðuð ólögleg. Málið snerist um orð sem hann lét falla í tölvupóstum til erlendra greiðslumiðlunarfyrirtækja og voru fjögur ummæli dæmd dauð og ómerk. Neytendasamtökin nú sótt um áfrýjunarleyfi til Landsréttar. Breki segir að niðurstaða héraðsdóms hafi komið sér á óvart og samtökin telji hana óréttmæta. Neytendasamtökin njóta stuðnings Alþýðusambands Íslands og VR í málinu sem taka þátt í málskostnaði. Breki segir einkum um að ræða tjáningarfrelsismál og að Neytendasamtökin telji sig hafa aukinn rétt til að tjá sig um málefni sem varði neytendur. „Úrskurðir Neytendastofu og niðurstöður þeirra sem hafa átt í viðskiptum við smálánafyrirtækin hafa verið á þann veg að þau eru allavega umdeild og því þurfa þau að þola gagnrýni.“ Segja samtökin hafa gerst sek um atvinnuróg Lögmaður eCommerce 2020 segir að dómur héraðsdóms staðfesti að gagnrýni á starfsemi fyrirtækja þurfi að eiga sér stoð í staðreyndum. „Atvinnurógur er alvarlegur og í þessu tilfelli voru tölvupóstar með ósannindi sendir í nafni Neytendasamtakanna með þeim eina tilgangi að skemma fyrir viðskiptasamböndum umbjóðanda míns,“ segir í yfirlýsingu frá Ingvari S. Birgissyni lögmanni sem rak málið fyrir hönd eCommerce 2020. Breki telur að héraðsdómur hafi ekki tekið nægt tillit til þeirra gagna sem samtökin hafi lagt fram máli sínu til stuðnings. „Við teljum okkur vera með dæmi þar sem er verið að innheimta lán sem voru veitt áður en fyrirtækin fóru að veita, að eigin sögn, lögleg lán og það var ekkert tekið fyrir í dómsúrskurðinum hvort lánin væru lögmæt heldur tók dómarinn orð stefnanda bara góð og gild um að það væri allt í lagi með þessi lán.“ Stjórnvöld ekki brugðist við málinu Dómur héraðsdóms snerist um tölvupósta sem Breki sendi fyrir hönd Neytendasamtakanna á dönsku greiðslumiðunarfyrirtækin Quickpay Aps og Clerhaus A/S í ágúst 2020. Að sögn samtakanna voru póstarnir sendir í viðleitni til að láta fyrirtækin vita að þau væru mikilvægur hlekkur í smálánakeðjunni á Íslandi og gert eCommerce 2020 mögulegt að taka úttektir af reikningum fólks. Fjölmargir hefðu sett sig í samband við samtökin og óskað eftir aðstoð við að stöðva það sem þau töldu ólöglegar úttektir eCommerce 2020. „Þarna var verið að taka út af reikningum fólks ótilteknar upphæðir á ótilteknum tíma. Reikningar fólks voru tæmdir, kannski sama dag og það fékk útborguð laun eða bætur eða eitthvað slíkt og fólk stóð uppi slippt og snautt,“ segir Breki. „Í þeim tilvikum sem fólk leitaði til okkar, og við gátum aðstoðað þau við að hafa samband við bankann, þá fékk fólk endurgreitt af því að það voru það miklir annmarkar á þessum millifærslum.“ Breki segir að í viðleitni til þess að verja aðra lántaka sem leituðu ekki til Neytendasamtakanna hafi þau tilkynnt málið til Neytendastofu og Fjármálaeftirlitsins. Þar hafi enn þann í dag ekki verið tekið á málinu. Greiðslur verið óvænt innheimtar jafnvel árum eftir gjalddaga Það er mat Neytendasamtakanna að þeir skilmálar sem þau hafi skoðað á þessum tíma hafi ekki verið í samræmi við lög. Til að mynda hafi verið allt of víðtækar heimildir fyrir úttektum af reikningum. „Þegar þú gerir samning við líkamsræktarstöð, tímarit, vegna þjónustu eða eitthvað slíkt þá er í þeim samningum tiltekið að það megi taka út tiltekna upphæð á tilteknum degi. En í tilvikum þessara samninga sem við sáum var hvorki tiltekin upphæð né dagsetning. Þannig að þegar skuldfærslan fór fram þá fór hún hvorki fram á gjalddaga eða eindaga eins og í öllum eðlilegum samningum heldur jafnvel mánuðum og jafnvel árum eftir að gjalddagi var liðinn,“ segir Breki. „Á þær upphæðir var búið að smyrja gífurlega háum innheimtukostnaði og alls kyns kostnaði. Þetta er sú aðferð sem við lýstum í þessum tölvupóstum þar sem þessi fjögur ummæli voru að finna sem voru dæmd ómerk í héraðsdómi.“ Héraðsdómur skert frelsi samtakanna til að berjast fyrir rétti neytenda „Neytendasamtökin og fleiri hafa talið þessi smálán vera ólögleg, eins og þau voru áður, alveg frá upphafi árið 2009 og miðað við dóminn sem féll þá hefðum við ekki mátt halda því fram vegna þess að dómurinn segir að það megi ekki halda einhverju fram nema að það hafi fallið dómur um það,“ segir Breki. „Neytendasamtökin eru að berjast fyrir því að fyrirtæki fari að lögum og þetta setur þannig skorður á okkar frelsi til að berjast fyrir betri rétti neytenda að við það er ekki unað. Og meðal annars þess vegna var tekin ákvörðun um að áfrýja.“ Neytendur Smálán Dómsmál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Komst héraðsdómur í lok september að þeirri niðurstöðu að Breka hafi verið óheimilt að fullyrða að lán fyrirtækisins hafi verið úrskurðuð ólögleg. Málið snerist um orð sem hann lét falla í tölvupóstum til erlendra greiðslumiðlunarfyrirtækja og voru fjögur ummæli dæmd dauð og ómerk. Neytendasamtökin nú sótt um áfrýjunarleyfi til Landsréttar. Breki segir að niðurstaða héraðsdóms hafi komið sér á óvart og samtökin telji hana óréttmæta. Neytendasamtökin njóta stuðnings Alþýðusambands Íslands og VR í málinu sem taka þátt í málskostnaði. Breki segir einkum um að ræða tjáningarfrelsismál og að Neytendasamtökin telji sig hafa aukinn rétt til að tjá sig um málefni sem varði neytendur. „Úrskurðir Neytendastofu og niðurstöður þeirra sem hafa átt í viðskiptum við smálánafyrirtækin hafa verið á þann veg að þau eru allavega umdeild og því þurfa þau að þola gagnrýni.“ Segja samtökin hafa gerst sek um atvinnuróg Lögmaður eCommerce 2020 segir að dómur héraðsdóms staðfesti að gagnrýni á starfsemi fyrirtækja þurfi að eiga sér stoð í staðreyndum. „Atvinnurógur er alvarlegur og í þessu tilfelli voru tölvupóstar með ósannindi sendir í nafni Neytendasamtakanna með þeim eina tilgangi að skemma fyrir viðskiptasamböndum umbjóðanda míns,“ segir í yfirlýsingu frá Ingvari S. Birgissyni lögmanni sem rak málið fyrir hönd eCommerce 2020. Breki telur að héraðsdómur hafi ekki tekið nægt tillit til þeirra gagna sem samtökin hafi lagt fram máli sínu til stuðnings. „Við teljum okkur vera með dæmi þar sem er verið að innheimta lán sem voru veitt áður en fyrirtækin fóru að veita, að eigin sögn, lögleg lán og það var ekkert tekið fyrir í dómsúrskurðinum hvort lánin væru lögmæt heldur tók dómarinn orð stefnanda bara góð og gild um að það væri allt í lagi með þessi lán.“ Stjórnvöld ekki brugðist við málinu Dómur héraðsdóms snerist um tölvupósta sem Breki sendi fyrir hönd Neytendasamtakanna á dönsku greiðslumiðunarfyrirtækin Quickpay Aps og Clerhaus A/S í ágúst 2020. Að sögn samtakanna voru póstarnir sendir í viðleitni til að láta fyrirtækin vita að þau væru mikilvægur hlekkur í smálánakeðjunni á Íslandi og gert eCommerce 2020 mögulegt að taka úttektir af reikningum fólks. Fjölmargir hefðu sett sig í samband við samtökin og óskað eftir aðstoð við að stöðva það sem þau töldu ólöglegar úttektir eCommerce 2020. „Þarna var verið að taka út af reikningum fólks ótilteknar upphæðir á ótilteknum tíma. Reikningar fólks voru tæmdir, kannski sama dag og það fékk útborguð laun eða bætur eða eitthvað slíkt og fólk stóð uppi slippt og snautt,“ segir Breki. „Í þeim tilvikum sem fólk leitaði til okkar, og við gátum aðstoðað þau við að hafa samband við bankann, þá fékk fólk endurgreitt af því að það voru það miklir annmarkar á þessum millifærslum.“ Breki segir að í viðleitni til þess að verja aðra lántaka sem leituðu ekki til Neytendasamtakanna hafi þau tilkynnt málið til Neytendastofu og Fjármálaeftirlitsins. Þar hafi enn þann í dag ekki verið tekið á málinu. Greiðslur verið óvænt innheimtar jafnvel árum eftir gjalddaga Það er mat Neytendasamtakanna að þeir skilmálar sem þau hafi skoðað á þessum tíma hafi ekki verið í samræmi við lög. Til að mynda hafi verið allt of víðtækar heimildir fyrir úttektum af reikningum. „Þegar þú gerir samning við líkamsræktarstöð, tímarit, vegna þjónustu eða eitthvað slíkt þá er í þeim samningum tiltekið að það megi taka út tiltekna upphæð á tilteknum degi. En í tilvikum þessara samninga sem við sáum var hvorki tiltekin upphæð né dagsetning. Þannig að þegar skuldfærslan fór fram þá fór hún hvorki fram á gjalddaga eða eindaga eins og í öllum eðlilegum samningum heldur jafnvel mánuðum og jafnvel árum eftir að gjalddagi var liðinn,“ segir Breki. „Á þær upphæðir var búið að smyrja gífurlega háum innheimtukostnaði og alls kyns kostnaði. Þetta er sú aðferð sem við lýstum í þessum tölvupóstum þar sem þessi fjögur ummæli voru að finna sem voru dæmd ómerk í héraðsdómi.“ Héraðsdómur skert frelsi samtakanna til að berjast fyrir rétti neytenda „Neytendasamtökin og fleiri hafa talið þessi smálán vera ólögleg, eins og þau voru áður, alveg frá upphafi árið 2009 og miðað við dóminn sem féll þá hefðum við ekki mátt halda því fram vegna þess að dómurinn segir að það megi ekki halda einhverju fram nema að það hafi fallið dómur um það,“ segir Breki. „Neytendasamtökin eru að berjast fyrir því að fyrirtæki fari að lögum og þetta setur þannig skorður á okkar frelsi til að berjast fyrir betri rétti neytenda að við það er ekki unað. Og meðal annars þess vegna var tekin ákvörðun um að áfrýja.“
Neytendur Smálán Dómsmál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira