Örugg í vinnunni – örugg heim Drífa Snædal skrifar 19. nóvember 2021 14:30 Í dag heldur Vinnueftirlitið upp á 40 ára afmæli sitt og óska ég starfsfólki stofnunarinnar og öllu vinnandi fólki til hamingju með daginn. Vinnueftirlitið var stofnað af mikilli framsýni og í kjölfar kjarasamninga sem lögðu áherslu á öryggi vinnunnar í bland við aukinn kaupmátt. Örfáum árum áður hafði verið sett reglugerð um húsnæði vinnustaða þar sem í fyrsta sinn var fjallað með skipulögðum hætti um hvernig vinnurýmum ætti að vera háttað, þar á meðal um kaffi- og matstofur. Það var nefnilega hvorki sjálfsagt að fólk gæti tekið hvíldarhlé í mannsæmandi umhverfi né að það nyti eðlilegs öryggis við vinnu sína. Á upphafsárum Vinnueftirlitsins voru mikil átök um starfssvið þess. Hvaða verkefni það ætti að fást við og hvenær það væri að seilast inn á verksvið annarra stofnana og félagasamtaka. Síðan hefur eftirlitið fest sig í sessi og fengið sífellt viðameiri hlutverk, eftir því sem þekking á vinnuaðstæðum eykst, vinnumarkaðurinn verður fjölbreyttari og auknar kröfur eru gerðar til öryggis og vellíðunar. Öryggi í dag felst ekki bara í fallvörnum og stálskóm, þótt slík öryggisatriði megi aldrei vanmeta heldur ekki síður í sálfélagslegu öryggi. Að þér líði vel í vinnunni og verðir ekki fyrir áreitni, einelti eða ofbeldi. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á þetta og auðvitað á hún að ganga undan með góðu fordæmi á sínum eigin vinnustöðum, innan stéttarfélaga og heildarsamtaka. Það er mitt mat að verkefni vinnueftirlitsins þurfa að njóta aukins stuðnings pólitískt og í gegnum fjárveitingar. Öryggi í heimi vinnunnar er stórpólitískt lýðheilsumál enda verjum við flest miklum hluta ævinnar við vinnu. Og það er kynjamál líka. Ekki bara af því að konur eru síður öruggar fyrir áreitni á vinnustöðum heldur er vinnumarkaðurinn afar kynjaður og örorkutölur sýna að stórar starfsstéttir kvenna eru þess eðlis að þær endast ekki heila starfsævi vegna álags. Umönnun og líkamleg og andleg þjónusta er þar helsti áhrifavaldurinn. Við höfum náð að saxa á áður hræðilegar tölur um slys og dauðsföll við vinnu, sem ekki síst voru á sjó og í byggingariðnaði. Á meðan við stöndum vörð um þann árangur og gerum enn betur, þá er löngu tímabært að takast líka á við sálfélagslegu þættina og andlega álagið. Góða helgi,Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnuslys Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag heldur Vinnueftirlitið upp á 40 ára afmæli sitt og óska ég starfsfólki stofnunarinnar og öllu vinnandi fólki til hamingju með daginn. Vinnueftirlitið var stofnað af mikilli framsýni og í kjölfar kjarasamninga sem lögðu áherslu á öryggi vinnunnar í bland við aukinn kaupmátt. Örfáum árum áður hafði verið sett reglugerð um húsnæði vinnustaða þar sem í fyrsta sinn var fjallað með skipulögðum hætti um hvernig vinnurýmum ætti að vera háttað, þar á meðal um kaffi- og matstofur. Það var nefnilega hvorki sjálfsagt að fólk gæti tekið hvíldarhlé í mannsæmandi umhverfi né að það nyti eðlilegs öryggis við vinnu sína. Á upphafsárum Vinnueftirlitsins voru mikil átök um starfssvið þess. Hvaða verkefni það ætti að fást við og hvenær það væri að seilast inn á verksvið annarra stofnana og félagasamtaka. Síðan hefur eftirlitið fest sig í sessi og fengið sífellt viðameiri hlutverk, eftir því sem þekking á vinnuaðstæðum eykst, vinnumarkaðurinn verður fjölbreyttari og auknar kröfur eru gerðar til öryggis og vellíðunar. Öryggi í dag felst ekki bara í fallvörnum og stálskóm, þótt slík öryggisatriði megi aldrei vanmeta heldur ekki síður í sálfélagslegu öryggi. Að þér líði vel í vinnunni og verðir ekki fyrir áreitni, einelti eða ofbeldi. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á þetta og auðvitað á hún að ganga undan með góðu fordæmi á sínum eigin vinnustöðum, innan stéttarfélaga og heildarsamtaka. Það er mitt mat að verkefni vinnueftirlitsins þurfa að njóta aukins stuðnings pólitískt og í gegnum fjárveitingar. Öryggi í heimi vinnunnar er stórpólitískt lýðheilsumál enda verjum við flest miklum hluta ævinnar við vinnu. Og það er kynjamál líka. Ekki bara af því að konur eru síður öruggar fyrir áreitni á vinnustöðum heldur er vinnumarkaðurinn afar kynjaður og örorkutölur sýna að stórar starfsstéttir kvenna eru þess eðlis að þær endast ekki heila starfsævi vegna álags. Umönnun og líkamleg og andleg þjónusta er þar helsti áhrifavaldurinn. Við höfum náð að saxa á áður hræðilegar tölur um slys og dauðsföll við vinnu, sem ekki síst voru á sjó og í byggingariðnaði. Á meðan við stöndum vörð um þann árangur og gerum enn betur, þá er löngu tímabært að takast líka á við sálfélagslegu þættina og andlega álagið. Góða helgi,Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun