Kársnesskóla lokað til að hemja hraða útbreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Smitaðir í Kársnesskóla eru langflestir á yngsta skólastigi. Vísir/vilhelm Kársnesskóla í Kópavogi var lokað í dag vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar meðal nemenda og starfsfólks. Staðan er slæm, að sögn skólastjóra. Þá hefur stofnunum og fyrirtækjum á Dalvík verið skellt í lás í dag vegna hópsýkingar sem þar geisar. 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 99 utan sóttkvíar. 25 liggja inni á sjúkrahúsum með Covid-19 og fjölgar um fimm frá í gær. Fimm eru á gjörgæslu en voru fjórir í gær. „Þetta er bara skítt“ Flestir sem eru í einangrun á landinu eru í aldurshópnum 6 til 12 ára. Í Kársnesskóla til að mynda grasserar veiran nú meðal nemenda á þessum aldri, sem eru óbólusettir. Ákveðið var seint í gærkvöldi að fella niður allt skólahald í dag vegna ástandsins. Björg Baldursdóttir er skólastjóri Kársnesskóla. „Staðan er bara ekkert sérstök. Þetta er bara skítt. Við sjáum þetta breiðast mjög hratt út þannig að þessi ákvörðun var tekin að loka núna og gefa okkur smá andrými til að fylgja eftir og klára. Öll smitrakning er búin en við viljum kortleggja þetta og reyna að stöðva þessa útbreiðslu,“ segir Björg. Björg segir það ráðast um helgina hvort skólinn verði opnaður aftur á mánudag. Mælst sé til þess að foreldrar fari með börn sín í PCR-próf áður en mætt er aftur í skólann. Smitaðir í skólanum séu orðnir um fimmtíu, langflestir nemendur. „Þessi smit eru einkennalaus mörg hver. Og börnin sem eru smituð eru ekki mikið veik flest. En fullorðnir geta orðið bara mjög mikið veikir og starfsmenn hjá okkur hafa verið mikið veikir,“ segir Björg. Frá Dalvík. Þar hefur veiran náð fótfestu í samfélaginu síðustu daga.Vísir/Egill Berjast við vágestinn á Dalvík Á Dalvík fóru á hartnær fjögur hundruð manns í PCR-próf í gær eftir að starfsmenn og nemandi í Dalvíkurskóla greindust jákvæðir í heimaprófi. 23 eru nú staðfestir smitaðir, fjórir fullorðnir og nítján börn. Dalvíkurskóla, tónlistarskólanum, íþróttamiðstöðinni, bókasafni og nokkrar verslanir eru á meðal þess sem hefur verið lokað, að sögn Írisar Hauksdóttur þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. „Það kæmi mér mjög á óvart ef að þetta verða lokatölur. Það er önnur PCR-sýnataka á mánudaginn. Við erum bara að einbeita okkur að því öll saman að ná sigri á vágestinum,“ segir Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52 Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 99 utan sóttkvíar. 25 liggja inni á sjúkrahúsum með Covid-19 og fjölgar um fimm frá í gær. Fimm eru á gjörgæslu en voru fjórir í gær. „Þetta er bara skítt“ Flestir sem eru í einangrun á landinu eru í aldurshópnum 6 til 12 ára. Í Kársnesskóla til að mynda grasserar veiran nú meðal nemenda á þessum aldri, sem eru óbólusettir. Ákveðið var seint í gærkvöldi að fella niður allt skólahald í dag vegna ástandsins. Björg Baldursdóttir er skólastjóri Kársnesskóla. „Staðan er bara ekkert sérstök. Þetta er bara skítt. Við sjáum þetta breiðast mjög hratt út þannig að þessi ákvörðun var tekin að loka núna og gefa okkur smá andrými til að fylgja eftir og klára. Öll smitrakning er búin en við viljum kortleggja þetta og reyna að stöðva þessa útbreiðslu,“ segir Björg. Björg segir það ráðast um helgina hvort skólinn verði opnaður aftur á mánudag. Mælst sé til þess að foreldrar fari með börn sín í PCR-próf áður en mætt er aftur í skólann. Smitaðir í skólanum séu orðnir um fimmtíu, langflestir nemendur. „Þessi smit eru einkennalaus mörg hver. Og börnin sem eru smituð eru ekki mikið veik flest. En fullorðnir geta orðið bara mjög mikið veikir og starfsmenn hjá okkur hafa verið mikið veikir,“ segir Björg. Frá Dalvík. Þar hefur veiran náð fótfestu í samfélaginu síðustu daga.Vísir/Egill Berjast við vágestinn á Dalvík Á Dalvík fóru á hartnær fjögur hundruð manns í PCR-próf í gær eftir að starfsmenn og nemandi í Dalvíkurskóla greindust jákvæðir í heimaprófi. 23 eru nú staðfestir smitaðir, fjórir fullorðnir og nítján börn. Dalvíkurskóla, tónlistarskólanum, íþróttamiðstöðinni, bókasafni og nokkrar verslanir eru á meðal þess sem hefur verið lokað, að sögn Írisar Hauksdóttur þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. „Það kæmi mér mjög á óvart ef að þetta verða lokatölur. Það er önnur PCR-sýnataka á mánudaginn. Við erum bara að einbeita okkur að því öll saman að ná sigri á vágestinum,“ segir Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52 Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17
179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52
Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent