Kársnesskóla lokað til að hemja hraða útbreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Smitaðir í Kársnesskóla eru langflestir á yngsta skólastigi. Vísir/vilhelm Kársnesskóla í Kópavogi var lokað í dag vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar meðal nemenda og starfsfólks. Staðan er slæm, að sögn skólastjóra. Þá hefur stofnunum og fyrirtækjum á Dalvík verið skellt í lás í dag vegna hópsýkingar sem þar geisar. 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 99 utan sóttkvíar. 25 liggja inni á sjúkrahúsum með Covid-19 og fjölgar um fimm frá í gær. Fimm eru á gjörgæslu en voru fjórir í gær. „Þetta er bara skítt“ Flestir sem eru í einangrun á landinu eru í aldurshópnum 6 til 12 ára. Í Kársnesskóla til að mynda grasserar veiran nú meðal nemenda á þessum aldri, sem eru óbólusettir. Ákveðið var seint í gærkvöldi að fella niður allt skólahald í dag vegna ástandsins. Björg Baldursdóttir er skólastjóri Kársnesskóla. „Staðan er bara ekkert sérstök. Þetta er bara skítt. Við sjáum þetta breiðast mjög hratt út þannig að þessi ákvörðun var tekin að loka núna og gefa okkur smá andrými til að fylgja eftir og klára. Öll smitrakning er búin en við viljum kortleggja þetta og reyna að stöðva þessa útbreiðslu,“ segir Björg. Björg segir það ráðast um helgina hvort skólinn verði opnaður aftur á mánudag. Mælst sé til þess að foreldrar fari með börn sín í PCR-próf áður en mætt er aftur í skólann. Smitaðir í skólanum séu orðnir um fimmtíu, langflestir nemendur. „Þessi smit eru einkennalaus mörg hver. Og börnin sem eru smituð eru ekki mikið veik flest. En fullorðnir geta orðið bara mjög mikið veikir og starfsmenn hjá okkur hafa verið mikið veikir,“ segir Björg. Frá Dalvík. Þar hefur veiran náð fótfestu í samfélaginu síðustu daga.Vísir/Egill Berjast við vágestinn á Dalvík Á Dalvík fóru á hartnær fjögur hundruð manns í PCR-próf í gær eftir að starfsmenn og nemandi í Dalvíkurskóla greindust jákvæðir í heimaprófi. 23 eru nú staðfestir smitaðir, fjórir fullorðnir og nítján börn. Dalvíkurskóla, tónlistarskólanum, íþróttamiðstöðinni, bókasafni og nokkrar verslanir eru á meðal þess sem hefur verið lokað, að sögn Írisar Hauksdóttur þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. „Það kæmi mér mjög á óvart ef að þetta verða lokatölur. Það er önnur PCR-sýnataka á mánudaginn. Við erum bara að einbeita okkur að því öll saman að ná sigri á vágestinum,“ segir Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52 Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 99 utan sóttkvíar. 25 liggja inni á sjúkrahúsum með Covid-19 og fjölgar um fimm frá í gær. Fimm eru á gjörgæslu en voru fjórir í gær. „Þetta er bara skítt“ Flestir sem eru í einangrun á landinu eru í aldurshópnum 6 til 12 ára. Í Kársnesskóla til að mynda grasserar veiran nú meðal nemenda á þessum aldri, sem eru óbólusettir. Ákveðið var seint í gærkvöldi að fella niður allt skólahald í dag vegna ástandsins. Björg Baldursdóttir er skólastjóri Kársnesskóla. „Staðan er bara ekkert sérstök. Þetta er bara skítt. Við sjáum þetta breiðast mjög hratt út þannig að þessi ákvörðun var tekin að loka núna og gefa okkur smá andrými til að fylgja eftir og klára. Öll smitrakning er búin en við viljum kortleggja þetta og reyna að stöðva þessa útbreiðslu,“ segir Björg. Björg segir það ráðast um helgina hvort skólinn verði opnaður aftur á mánudag. Mælst sé til þess að foreldrar fari með börn sín í PCR-próf áður en mætt er aftur í skólann. Smitaðir í skólanum séu orðnir um fimmtíu, langflestir nemendur. „Þessi smit eru einkennalaus mörg hver. Og börnin sem eru smituð eru ekki mikið veik flest. En fullorðnir geta orðið bara mjög mikið veikir og starfsmenn hjá okkur hafa verið mikið veikir,“ segir Björg. Frá Dalvík. Þar hefur veiran náð fótfestu í samfélaginu síðustu daga.Vísir/Egill Berjast við vágestinn á Dalvík Á Dalvík fóru á hartnær fjögur hundruð manns í PCR-próf í gær eftir að starfsmenn og nemandi í Dalvíkurskóla greindust jákvæðir í heimaprófi. 23 eru nú staðfestir smitaðir, fjórir fullorðnir og nítján börn. Dalvíkurskóla, tónlistarskólanum, íþróttamiðstöðinni, bókasafni og nokkrar verslanir eru á meðal þess sem hefur verið lokað, að sögn Írisar Hauksdóttur þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. „Það kæmi mér mjög á óvart ef að þetta verða lokatölur. Það er önnur PCR-sýnataka á mánudaginn. Við erum bara að einbeita okkur að því öll saman að ná sigri á vágestinum,“ segir Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52 Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17
179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52
Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20