Kársnesskóla lokað til að hemja hraða útbreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Smitaðir í Kársnesskóla eru langflestir á yngsta skólastigi. Vísir/vilhelm Kársnesskóla í Kópavogi var lokað í dag vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar meðal nemenda og starfsfólks. Staðan er slæm, að sögn skólastjóra. Þá hefur stofnunum og fyrirtækjum á Dalvík verið skellt í lás í dag vegna hópsýkingar sem þar geisar. 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 99 utan sóttkvíar. 25 liggja inni á sjúkrahúsum með Covid-19 og fjölgar um fimm frá í gær. Fimm eru á gjörgæslu en voru fjórir í gær. „Þetta er bara skítt“ Flestir sem eru í einangrun á landinu eru í aldurshópnum 6 til 12 ára. Í Kársnesskóla til að mynda grasserar veiran nú meðal nemenda á þessum aldri, sem eru óbólusettir. Ákveðið var seint í gærkvöldi að fella niður allt skólahald í dag vegna ástandsins. Björg Baldursdóttir er skólastjóri Kársnesskóla. „Staðan er bara ekkert sérstök. Þetta er bara skítt. Við sjáum þetta breiðast mjög hratt út þannig að þessi ákvörðun var tekin að loka núna og gefa okkur smá andrými til að fylgja eftir og klára. Öll smitrakning er búin en við viljum kortleggja þetta og reyna að stöðva þessa útbreiðslu,“ segir Björg. Björg segir það ráðast um helgina hvort skólinn verði opnaður aftur á mánudag. Mælst sé til þess að foreldrar fari með börn sín í PCR-próf áður en mætt er aftur í skólann. Smitaðir í skólanum séu orðnir um fimmtíu, langflestir nemendur. „Þessi smit eru einkennalaus mörg hver. Og börnin sem eru smituð eru ekki mikið veik flest. En fullorðnir geta orðið bara mjög mikið veikir og starfsmenn hjá okkur hafa verið mikið veikir,“ segir Björg. Frá Dalvík. Þar hefur veiran náð fótfestu í samfélaginu síðustu daga.Vísir/Egill Berjast við vágestinn á Dalvík Á Dalvík fóru á hartnær fjögur hundruð manns í PCR-próf í gær eftir að starfsmenn og nemandi í Dalvíkurskóla greindust jákvæðir í heimaprófi. 23 eru nú staðfestir smitaðir, fjórir fullorðnir og nítján börn. Dalvíkurskóla, tónlistarskólanum, íþróttamiðstöðinni, bókasafni og nokkrar verslanir eru á meðal þess sem hefur verið lokað, að sögn Írisar Hauksdóttur þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. „Það kæmi mér mjög á óvart ef að þetta verða lokatölur. Það er önnur PCR-sýnataka á mánudaginn. Við erum bara að einbeita okkur að því öll saman að ná sigri á vágestinum,“ segir Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52 Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 99 utan sóttkvíar. 25 liggja inni á sjúkrahúsum með Covid-19 og fjölgar um fimm frá í gær. Fimm eru á gjörgæslu en voru fjórir í gær. „Þetta er bara skítt“ Flestir sem eru í einangrun á landinu eru í aldurshópnum 6 til 12 ára. Í Kársnesskóla til að mynda grasserar veiran nú meðal nemenda á þessum aldri, sem eru óbólusettir. Ákveðið var seint í gærkvöldi að fella niður allt skólahald í dag vegna ástandsins. Björg Baldursdóttir er skólastjóri Kársnesskóla. „Staðan er bara ekkert sérstök. Þetta er bara skítt. Við sjáum þetta breiðast mjög hratt út þannig að þessi ákvörðun var tekin að loka núna og gefa okkur smá andrými til að fylgja eftir og klára. Öll smitrakning er búin en við viljum kortleggja þetta og reyna að stöðva þessa útbreiðslu,“ segir Björg. Björg segir það ráðast um helgina hvort skólinn verði opnaður aftur á mánudag. Mælst sé til þess að foreldrar fari með börn sín í PCR-próf áður en mætt er aftur í skólann. Smitaðir í skólanum séu orðnir um fimmtíu, langflestir nemendur. „Þessi smit eru einkennalaus mörg hver. Og börnin sem eru smituð eru ekki mikið veik flest. En fullorðnir geta orðið bara mjög mikið veikir og starfsmenn hjá okkur hafa verið mikið veikir,“ segir Björg. Frá Dalvík. Þar hefur veiran náð fótfestu í samfélaginu síðustu daga.Vísir/Egill Berjast við vágestinn á Dalvík Á Dalvík fóru á hartnær fjögur hundruð manns í PCR-próf í gær eftir að starfsmenn og nemandi í Dalvíkurskóla greindust jákvæðir í heimaprófi. 23 eru nú staðfestir smitaðir, fjórir fullorðnir og nítján börn. Dalvíkurskóla, tónlistarskólanum, íþróttamiðstöðinni, bókasafni og nokkrar verslanir eru á meðal þess sem hefur verið lokað, að sögn Írisar Hauksdóttur þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. „Það kæmi mér mjög á óvart ef að þetta verða lokatölur. Það er önnur PCR-sýnataka á mánudaginn. Við erum bara að einbeita okkur að því öll saman að ná sigri á vágestinum,“ segir Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52 Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17
179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52
Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20