Norðmenn herða á landamærum og biðla til fólks að hætta handaböndum Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 11:06 Heilbrigðisráðherra Noregs hefur biðlað til fólks að hætta handaböndum til að draga úr útbreiðslu veirunnar. EPA Norsk stjórnvöld kynntu í morgun hertar reglur á landamærum sem fela í sér að frá 26. nóvember munu allir þeir sem ferðast til landsins að skrá sig á síðunni entrynorway.no. Krafa um skráningu nær bæði til Norðmanna og útlendinga, bólusettra sem óbólusetta, en útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið mikil í Noregi sem og í öðrum ríkjum Evrópu síðustu vikurnar. Norskir fjölmiðlar segja frá því að skráningin geti farið fram í fyrsta lagi þremur sólarhringum áður en viðkomandi kemur til landsins. „Þegar þú skráir þig færðu staðfestingu senda sem þú verður svo að sýna lögreglu við komuna til landsins. Þér verður sömuleiðis skylt að geta sýnt fram á sérstakt vottorð, fari lögregla fram á slíkt,“ sagði dómsmálaráðherrann Emilie Enger Mehl á fréttamannafundi í morgun. Norðmenn gera sömuleiðis ríkari kröfur þegar kemur að sóttkví. „Skyldan breytist á þann veg að hún nær nú til allra, sama hvaðan maður er að koma og getur ekki sýnt fram á að maður sé fullbólusettur eða hafi fengið Covid-19 síðasta hálfa árið,“ sagði heilbrigðisráðherrann Ingvild Kjerkol. Kjerkol biðlaði sömuleiðis til þjóðarinnar að halda kyrru fyrir heima, finni fólk fyrir minnstu einkennum, og sömuleiðis að hætta öllum handaböndum. „Það kostar okkur lítið og dregur úr útbreiðslu,“ sagði Kjerkol á fundinum í morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Krafa um skráningu nær bæði til Norðmanna og útlendinga, bólusettra sem óbólusetta, en útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið mikil í Noregi sem og í öðrum ríkjum Evrópu síðustu vikurnar. Norskir fjölmiðlar segja frá því að skráningin geti farið fram í fyrsta lagi þremur sólarhringum áður en viðkomandi kemur til landsins. „Þegar þú skráir þig færðu staðfestingu senda sem þú verður svo að sýna lögreglu við komuna til landsins. Þér verður sömuleiðis skylt að geta sýnt fram á sérstakt vottorð, fari lögregla fram á slíkt,“ sagði dómsmálaráðherrann Emilie Enger Mehl á fréttamannafundi í morgun. Norðmenn gera sömuleiðis ríkari kröfur þegar kemur að sóttkví. „Skyldan breytist á þann veg að hún nær nú til allra, sama hvaðan maður er að koma og getur ekki sýnt fram á að maður sé fullbólusettur eða hafi fengið Covid-19 síðasta hálfa árið,“ sagði heilbrigðisráðherrann Ingvild Kjerkol. Kjerkol biðlaði sömuleiðis til þjóðarinnar að halda kyrru fyrir heima, finni fólk fyrir minnstu einkennum, og sömuleiðis að hætta öllum handaböndum. „Það kostar okkur lítið og dregur úr útbreiðslu,“ sagði Kjerkol á fundinum í morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20
Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41