Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2021 10:02 Júlía Katrín Björke er framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Vísir/Arnar Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. Í húsnæði gömlu kísiliðjunnar í Mývatnssveit hafa frumkvöðlar nýsköpunarfyrirtækisins Mýsköpunar komið sér fyrir. „Hér erum við að vinna með Mývatns-Spírulínu, sér mývetnskan spírulínustofn sem fannst í heitum lindum í Mývatni,“ segir Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Spírulínan er ræktuð í sérstökum túbum. „Þetta er eins of fljótandi gróðurhús. Við byrjum á því að gefa þörungnum æti og vatn og pössum að hann hafi aðgang að lofti og koltvísiringi,“ segir Júlía. Úr túbunum er spírulínan síuð í duft, sem ætlað er til manneldis. „Þetta er það næringaríkasta sem hægt er að rækta. Við fáum þarna 60-70 prósent prótein sem er mjög auðmeltanlegt fyrir okkur, fullkomin samsetning af amínó-sýrum, steinefnaríkt með snefilefnum og svo andoxunarefni sem eru þessi litarefni,“ segir Júlía. Ferðamenn spenntir fyrir þörungabrugginu Það er hægt að nota Spírulínu í ýmislegt, meðal annars sem bragð- og litarefni í ís, eins og fréttamaður komst að raun um þegar hann fékk að smakka myntuís með súkkulaði þar sem búið var að bæta við spírulínu, en sjá má heimsókn fréttastofu til Mýsköpunar í spilaranum hér að ofan. Framleiðsluvara Mýsköpunar er þetta duft.Vísir/Arnar. Fyrirtækið sér fyrir sér að geta vaxið á ýmsum sviðum, meðal annars í ferðaþjónustu. „Fólk er spennt að sjá svona þörungabrugg, fá að smakka ísinn og læra aðeins um jarðhitann, nýtinguna hérna á Íslandi. Ég sé fyrir mér að við munum vaxa og dafna á þessum þremur sviðum. Að við munum taka á móti hópum ferðamanna, sýna þeim þetta. Framleiða áfram okkar eigin vöru og svo þróa áfram þessa möguleika sem hægt er að nýta varðandi þörungaframleiðslu.“ Þannig að framtíðin er björt hjá Mýsköpun? „Mjög spennandi myndi ég segja.“ Skútustaðahreppur Nýsköpun Matvælaframleiðsla Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Í húsnæði gömlu kísiliðjunnar í Mývatnssveit hafa frumkvöðlar nýsköpunarfyrirtækisins Mýsköpunar komið sér fyrir. „Hér erum við að vinna með Mývatns-Spírulínu, sér mývetnskan spírulínustofn sem fannst í heitum lindum í Mývatni,“ segir Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Spírulínan er ræktuð í sérstökum túbum. „Þetta er eins of fljótandi gróðurhús. Við byrjum á því að gefa þörungnum æti og vatn og pössum að hann hafi aðgang að lofti og koltvísiringi,“ segir Júlía. Úr túbunum er spírulínan síuð í duft, sem ætlað er til manneldis. „Þetta er það næringaríkasta sem hægt er að rækta. Við fáum þarna 60-70 prósent prótein sem er mjög auðmeltanlegt fyrir okkur, fullkomin samsetning af amínó-sýrum, steinefnaríkt með snefilefnum og svo andoxunarefni sem eru þessi litarefni,“ segir Júlía. Ferðamenn spenntir fyrir þörungabrugginu Það er hægt að nota Spírulínu í ýmislegt, meðal annars sem bragð- og litarefni í ís, eins og fréttamaður komst að raun um þegar hann fékk að smakka myntuís með súkkulaði þar sem búið var að bæta við spírulínu, en sjá má heimsókn fréttastofu til Mýsköpunar í spilaranum hér að ofan. Framleiðsluvara Mýsköpunar er þetta duft.Vísir/Arnar. Fyrirtækið sér fyrir sér að geta vaxið á ýmsum sviðum, meðal annars í ferðaþjónustu. „Fólk er spennt að sjá svona þörungabrugg, fá að smakka ísinn og læra aðeins um jarðhitann, nýtinguna hérna á Íslandi. Ég sé fyrir mér að við munum vaxa og dafna á þessum þremur sviðum. Að við munum taka á móti hópum ferðamanna, sýna þeim þetta. Framleiða áfram okkar eigin vöru og svo þróa áfram þessa möguleika sem hægt er að nýta varðandi þörungaframleiðslu.“ Þannig að framtíðin er björt hjá Mýsköpun? „Mjög spennandi myndi ég segja.“
Skútustaðahreppur Nýsköpun Matvælaframleiðsla Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira