Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 17:01 Helgi Grímsson segir að nú sé til skoðunar eitt mál þar sem ábending barst um að barn hafi verið sent á afvikinn stað. Slík tilvik séu ávallt skoðuð og krafist úrbóta sé þörf á því. Vísir Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. Fjallað hefur verið í fjölmiðlum undanfarið um hin svokölluðu gulu herbergi í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að foreldrar gerðu athugasemdir við að börn þeirra væru lokuð þar inni misstu þau stjórn á skapi sínu. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar segir að í einhverjum skólum í Reykjavík séu til staðar rými til að skapa börnum aðstæður þar sem þau geta náð áttum og gleði sinni þó það sé ekki algengt. „Við mælum alls ekki með að slík úrræði séu notuð gert nema í mjög sérstökum tilvikum. Og þá aðeins ef barn velur sjálft að fara í slíkt rými til að ná stjórn á skapi sínu,“ segir Helgi. Borgin sé að yfirfara reglur um slík rými. Við erum að setja af stað starfshóp sem á að fara yfir allar leiðbeiningar okkar til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og tómstundastarfi. Við munum kalla eftir liðsinni frá háskólasamfélaginu í þessari vinnu þannig að við séum alltaf að nýta bestu mögulegu leiðir í starfi með börnunum okkar,“ segir Helgi. Helgi segir að nú sé til skoðunar eitt mál þar sem kvartað sé yfir notkun á gulu herbergi. Slík tilvik séu ávallt skoðuð og krafist úrbóta sé þörf á því. „Seinustu tvö ár hefur skóla- og frístundasviði borist ein kvörtun vegna notkunar á „gulu herbergi“ í starfi grunnskóla í Reykjavík. Ekki kom fram í kvörtun hvort herbergið hafi verið notað í því tilviki sem um ræðir, og ef svo er, hvort barnið hafi verið eitt í herberginu eða það lokað á meðan barnið var þar inni. Málsatvik eru í skoðun hjá okkur.“ segir Helgi. Barnavernd Réttindi barna Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Fjallað hefur verið í fjölmiðlum undanfarið um hin svokölluðu gulu herbergi í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að foreldrar gerðu athugasemdir við að börn þeirra væru lokuð þar inni misstu þau stjórn á skapi sínu. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar segir að í einhverjum skólum í Reykjavík séu til staðar rými til að skapa börnum aðstæður þar sem þau geta náð áttum og gleði sinni þó það sé ekki algengt. „Við mælum alls ekki með að slík úrræði séu notuð gert nema í mjög sérstökum tilvikum. Og þá aðeins ef barn velur sjálft að fara í slíkt rými til að ná stjórn á skapi sínu,“ segir Helgi. Borgin sé að yfirfara reglur um slík rými. Við erum að setja af stað starfshóp sem á að fara yfir allar leiðbeiningar okkar til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og tómstundastarfi. Við munum kalla eftir liðsinni frá háskólasamfélaginu í þessari vinnu þannig að við séum alltaf að nýta bestu mögulegu leiðir í starfi með börnunum okkar,“ segir Helgi. Helgi segir að nú sé til skoðunar eitt mál þar sem kvartað sé yfir notkun á gulu herbergi. Slík tilvik séu ávallt skoðuð og krafist úrbóta sé þörf á því. „Seinustu tvö ár hefur skóla- og frístundasviði borist ein kvörtun vegna notkunar á „gulu herbergi“ í starfi grunnskóla í Reykjavík. Ekki kom fram í kvörtun hvort herbergið hafi verið notað í því tilviki sem um ræðir, og ef svo er, hvort barnið hafi verið eitt í herberginu eða það lokað á meðan barnið var þar inni. Málsatvik eru í skoðun hjá okkur.“ segir Helgi.
Barnavernd Réttindi barna Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00