Af hverju vantar hagsmunafélag lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Sigmar Vilhjálmsson skrifar 18. nóvember 2021 15:31 Sá aðili sem ætti að sinna hagsmunamálum alls atvinnulífsins þ.e Samtök Atvinnulífsins (SA) nær ekki að verja hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar hagsmunir þeirra fara ekki saman með hagsmunum stóru fyrirtækjanna. Stór fyrirtæki er mikilvæg fyrir atvinnulífið og oft burðarás í hagvexti en hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman við hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Stóru fyrirtækin geta samt ekki án þessara fyrirtækja verið. Reglur SA eru auk þess þannig að þeir stærstu ráða mestu bæði hvað varðar kjaramál og fjölmörg önnur hagsmunamál svo sem fjármál, regluverk og skattlagningu. Þetta er að koma berlega í ljós þessa dagana. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa setið eftir. Í stuttu máli eru reglur SA og undirfélaga þannig að þau fyrirtæki sem borga mest, ráða mest. Þær reglur hafa ekki breyst í áranna rás og því má segja að með tilkomu risa fyrirtækja m.a. í sjávarútvegi, samþjöppun í verslunargeiranum o.fl. þá hafa lítil og meðalstór fyrirtæki setið eftir. Atkvæðavægi innan SA hefur því færst á færri hendur með tilkomu þessara stóru fyrirtækja og því er SA ekki lengur sú breiðfylking atvinnulífsins sem þau þurfa að vera.. Seðlabankastjóri benti á að SA samdi í raun af sér í síðustu kjarasamningum. Lífskjarasamningurinn er hrópandi dæmi um það hversu litlu sambandi SA er við litla og meðalstóra atvinnulífið í landinu og í raun þann veruleika sem þau búa við. Loksins núna heyrist í SA, en tilefnið er vaxtahækkun seðlabankastjóra sem hefur áhrif á allt atvinnulífið en þar sem þetta bítur fyrst núna á stóru fyrirtækin, eins og óraunhæfar launahækkanir þá fer SA í gang. Loksins eignast lítil og meðalstór fyrirtæki talsmann, - Atvinnufjelagið (AFJ) Lítil og meðalstór fyrirtæki hefðu fyrir löngu þurft hagsmunafélag, umræðu, nýjar aðgerðir og lausnir . Við erum að tala um rúmlega 90% af öllum fyrirtækjum landsins að einyrkjum meðtöldum og mikinn meirihluta starfsfólks í landinu. Um leið og við erum þakklát fyrir að SA sé loksins að láta í sér heyra, þá sýnir þetta svo ekki sé um villst að hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafa ekki fengið athygli innan SA og ekki komist að samningaborðinu þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. Þessi stærð fyrirtækja hafa ekki átt sér hagsmunafélag, fyrr en loksins nú með tilkomu Atvinnufjelagsins AFJ, sem stofnað var þann 31.október s.l Atvinnufjelagið vill samtal við hin ýmsum samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfinguna og ekki síst stjórnvöld hvernig létta þarf álögum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. SA mun ekki beita sér fyrri því, enda óttast félagið að það þýddi hærri álögur á stóru fyrirtækin. Staðan í dag er sú að hlutfallslega eru lítil og meðalstór fyrirtæki að borga miklu miklu meira til samfélagsins. Atvinnufjelagið mun standa vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Til þess að félagið geti það, þá þurfa einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig í félagið. Við fáum góðar undirtektir og félögum fjölgar, en miklu meira þarf til svo við náum sem fyrst að taka af alvöru þátt í að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Við hvetjum því alla að vera með okkur í liði og skrá sig í félagið á heimasíðu félagsins www.afj.is Því fyrr sem fyrirtæki skrá sig í félagið, því fyrr er hægt að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Sá aðili sem ætti að sinna hagsmunamálum alls atvinnulífsins þ.e Samtök Atvinnulífsins (SA) nær ekki að verja hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar hagsmunir þeirra fara ekki saman með hagsmunum stóru fyrirtækjanna. Stór fyrirtæki er mikilvæg fyrir atvinnulífið og oft burðarás í hagvexti en hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman við hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Stóru fyrirtækin geta samt ekki án þessara fyrirtækja verið. Reglur SA eru auk þess þannig að þeir stærstu ráða mestu bæði hvað varðar kjaramál og fjölmörg önnur hagsmunamál svo sem fjármál, regluverk og skattlagningu. Þetta er að koma berlega í ljós þessa dagana. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa setið eftir. Í stuttu máli eru reglur SA og undirfélaga þannig að þau fyrirtæki sem borga mest, ráða mest. Þær reglur hafa ekki breyst í áranna rás og því má segja að með tilkomu risa fyrirtækja m.a. í sjávarútvegi, samþjöppun í verslunargeiranum o.fl. þá hafa lítil og meðalstór fyrirtæki setið eftir. Atkvæðavægi innan SA hefur því færst á færri hendur með tilkomu þessara stóru fyrirtækja og því er SA ekki lengur sú breiðfylking atvinnulífsins sem þau þurfa að vera.. Seðlabankastjóri benti á að SA samdi í raun af sér í síðustu kjarasamningum. Lífskjarasamningurinn er hrópandi dæmi um það hversu litlu sambandi SA er við litla og meðalstóra atvinnulífið í landinu og í raun þann veruleika sem þau búa við. Loksins núna heyrist í SA, en tilefnið er vaxtahækkun seðlabankastjóra sem hefur áhrif á allt atvinnulífið en þar sem þetta bítur fyrst núna á stóru fyrirtækin, eins og óraunhæfar launahækkanir þá fer SA í gang. Loksins eignast lítil og meðalstór fyrirtæki talsmann, - Atvinnufjelagið (AFJ) Lítil og meðalstór fyrirtæki hefðu fyrir löngu þurft hagsmunafélag, umræðu, nýjar aðgerðir og lausnir . Við erum að tala um rúmlega 90% af öllum fyrirtækjum landsins að einyrkjum meðtöldum og mikinn meirihluta starfsfólks í landinu. Um leið og við erum þakklát fyrir að SA sé loksins að láta í sér heyra, þá sýnir þetta svo ekki sé um villst að hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafa ekki fengið athygli innan SA og ekki komist að samningaborðinu þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. Þessi stærð fyrirtækja hafa ekki átt sér hagsmunafélag, fyrr en loksins nú með tilkomu Atvinnufjelagsins AFJ, sem stofnað var þann 31.október s.l Atvinnufjelagið vill samtal við hin ýmsum samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfinguna og ekki síst stjórnvöld hvernig létta þarf álögum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. SA mun ekki beita sér fyrri því, enda óttast félagið að það þýddi hærri álögur á stóru fyrirtækin. Staðan í dag er sú að hlutfallslega eru lítil og meðalstór fyrirtæki að borga miklu miklu meira til samfélagsins. Atvinnufjelagið mun standa vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Til þess að félagið geti það, þá þurfa einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig í félagið. Við fáum góðar undirtektir og félögum fjölgar, en miklu meira þarf til svo við náum sem fyrst að taka af alvöru þátt í að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Við hvetjum því alla að vera með okkur í liði og skrá sig í félagið á heimasíðu félagsins www.afj.is Því fyrr sem fyrirtæki skrá sig í félagið, því fyrr er hægt að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar