Hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 19:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum. Tuttugu þúsund Íslendingar fengu þriðja skammt í fyrstu viku bólusetningarátaks, færri en vonast var til. Rétt rúmlega sex þúsund manns mættu í örvunarskammt í Laugardalshöll og mæting um 67 prósent, eins og dagana tvo á undan. Skipuleggjendur bjuggu sig undir allt að átta þúsund manns á dag og mæting því nokkuð lakari en búist var við. Áhersla á einingu Undanfarna daga hefur hugmyndum um aukið frelsi handa bólusettum umfram óbólusetta, eða minna bólusetta, verið velt upp, til dæmis í formi kórónuveirupassa. Sóttvarnalæknir segir í pistli í dag að ekki séu faglegar forsendur fyrir slíku hér á landi að svo stöddu - og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tekur í sama streng. „Sjálf hef ég alltaf lagt mjög mikla áherslu á að það sé eining í samfélaginu, og mér finnst það skipta mjög miklu máli að við tökum engar ákvarðanir sem snúast um það að skipta fólki í hópa eða búa til einhverja póla í samfélaginu,“ segir Svandís. Þannig að þú værir ekki hrifin af því að þessu yrði komið á? „Ég er ekki spennt fyrir því, nei. Mér finnst mikilvægt að halda þessari samstöðu í samfélaginu eins mikið og hægt er og ég held að það sé einn af okkar mestu styrkleikum.“ Engar umræður um hertar aðgerðir 144 greindust innanlands í gær. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum sagði í gær að ef ekki yrði lát á háum smittölum næstu daga yrði að skoða hvort herða ætti aðgerðir - og sóttvarnalæknir kvaðst horfa til vikuloka í þeim efnum. Svandís segir að fylgst sé vel með stöðunni en bendir á að stutt sé síðan núgildandi aðgerðir tóku gildi. Þannig að það eru engar umræður um mögulegar hertar aðgerðir byrjaðar? „Nei,“ segir Svandís. Ekkert bólar enn á nýrri farsóttardeild á Landspítala en um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi ráðuneytinu drög að útfærslu hennar. Svandís segir að enn eigi eftir að tryggja fjármagn en býst við að deildin komist í gagnið innan mánaða. „Ég vil bara fullvissa Landspítala um að það er unnið að þessu verkefni eins og öðrum sem við höfum verið að vinna að með spítalanum til þess að styrkja þar allan viðbúnað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Rétt rúmlega sex þúsund manns mættu í örvunarskammt í Laugardalshöll og mæting um 67 prósent, eins og dagana tvo á undan. Skipuleggjendur bjuggu sig undir allt að átta þúsund manns á dag og mæting því nokkuð lakari en búist var við. Áhersla á einingu Undanfarna daga hefur hugmyndum um aukið frelsi handa bólusettum umfram óbólusetta, eða minna bólusetta, verið velt upp, til dæmis í formi kórónuveirupassa. Sóttvarnalæknir segir í pistli í dag að ekki séu faglegar forsendur fyrir slíku hér á landi að svo stöddu - og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tekur í sama streng. „Sjálf hef ég alltaf lagt mjög mikla áherslu á að það sé eining í samfélaginu, og mér finnst það skipta mjög miklu máli að við tökum engar ákvarðanir sem snúast um það að skipta fólki í hópa eða búa til einhverja póla í samfélaginu,“ segir Svandís. Þannig að þú værir ekki hrifin af því að þessu yrði komið á? „Ég er ekki spennt fyrir því, nei. Mér finnst mikilvægt að halda þessari samstöðu í samfélaginu eins mikið og hægt er og ég held að það sé einn af okkar mestu styrkleikum.“ Engar umræður um hertar aðgerðir 144 greindust innanlands í gær. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum sagði í gær að ef ekki yrði lát á háum smittölum næstu daga yrði að skoða hvort herða ætti aðgerðir - og sóttvarnalæknir kvaðst horfa til vikuloka í þeim efnum. Svandís segir að fylgst sé vel með stöðunni en bendir á að stutt sé síðan núgildandi aðgerðir tóku gildi. Þannig að það eru engar umræður um mögulegar hertar aðgerðir byrjaðar? „Nei,“ segir Svandís. Ekkert bólar enn á nýrri farsóttardeild á Landspítala en um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi ráðuneytinu drög að útfærslu hennar. Svandís segir að enn eigi eftir að tryggja fjármagn en býst við að deildin komist í gagnið innan mánaða. „Ég vil bara fullvissa Landspítala um að það er unnið að þessu verkefni eins og öðrum sem við höfum verið að vinna að með spítalanum til þess að styrkja þar allan viðbúnað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira