Einar Þorsteinn dæmdur í eins leiks bann en Heimir og Darri sluppu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2021 15:30 Einar Þorsteinn Ólafsson verður ekki með Val í næsta leik sem er á móti Haukum. Vísir/Hulda Margrét Valsmaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson verður í leikbanni í næsta leik Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla eftir úrskurð aganefndar Handknattleikssambands Íslands í gær. Handknattkeikssamband Íslands hefur birt úrskurð aganefndar frá 16. nóvember á heimasíðu og þar kemur í ljós að einn leikamaður í Olís deild karla er á leið í bann en aðrir sleppa. Brot Einars Þorsteins Ólafssonar í blálokin á æsispennandi leik Vals á móti FH kemur í veg fyrir að hann megi spila næsta leik með Valsliðinu. Haukamennirnir Heimir Óli Heimisson og Darri Aronsson, KA-maðurinn Ólafur Gústafsson og Hjörtur Ingi Halldórsson hjá HK sluppu aftur á móti allir við leikbann. Næsti leikur Vals og Hauka er einmitt innbyrðis leikur liðanna í Olís deildinni annað kvöld. Einar Þorsteinn stoppaði sókn undir lok leiks Vals og FH í síðustu viku og fékk beint rautt spjald. FH-liðið fékk líka víti sem Björgvin Páll Gústavsson varði frá Ásbirni Friðrikssyni en FH fékk annað víti í framhaldinu og þá skoraði Ásbjörn jöfnunarmarkið og tryggði FH stig. Darri Aronsson fékk þrjár brottvísanir og þar með rautt spjald í sigrinum á ÍBV. Hann hljóp hins vegar inn á völlinn til að fagna sigri þegar enn var eftir sekúnda á klukkunni. Eins og málið horfir við aganefndinni er ekki tilefni til að aðhafast vegna þessarar háttsemi og verður leikmanninum ekki gerð refsing fyrir þetta þar sem hann hélt að leiktíminn væri búinn. Hér fyrir neðan má ská úrskurðinn í málum þessara leikmanna. Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður Vals, hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Vals og FH í Olís deildar karla þann 10.11. 2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.Hjörtur Ingi Halldórsson, leikmaður HK, hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik HK og Selfoss í Olís deildar karla þann 10.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.Ólafur Gústafsson, leikmaður KA, hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar og KA í Olís deildar karla þann 15.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og ÍBV í Olís deildar karla þann 15.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.Darri Aronsson, leikmaður Hauka, fær sína þriðju tveggja mín brottvísun á 58.57. þjálfari ÍBV leikhlé 59.59 á klukkunni og þessi umræddi leikmaður Hauka hleypur inn á völlinn til að fagna. hann er búinn að fá útilokun frá leik og æðir síðan inn á völlinn áður en leiktími er úti. Vísað er í Leikreglur IHF – Útgefnar 2016 Regla 16:8 Aganefnd barst skýrsla eftirlitsdómara í leik Hauka og ÍBV í Olís deild karla þann 15.11.2021. Í skýrslunni er atvikum lýst með þeim hætti að Darri Aronsson, leikmaður Hauka fékk sína þriðju tveggja mín brottvísun og útilokun þegar 58 mínútur og 57 sekúndur voru liðnar af leiknum. Þegar 1 sekúnda var eftir var eftir af leiknum tók þjálfari ÍBV leikhlé og hljóp þá framangreindur leikmaður Hauka inn á völlinn til að fagna. Samkvæmt leikreglum IHF, útgáfa 2016, skulu útilokaðir leikmenn yfirgefa völlinn og skiptisvæði strax og gildir útilokun þar til leiktíma er lokið (Regla 16:8). Enn fremur segir í reglunum að ekki er mögulegt að ákvarða frekari refsingar í leiknum gagnvart viðkomandi leikmanni og á það einnig við þegar útilokaður leikmaður fer inn á völlinn. Aganefnd telur því að umrædd háttsemi geti af nefndinni aðeins verið tekin til skoðunar sem mögulegt brot á 12. gr. Reglugerðar HSÍ um agamál sem kveður á um refsingu fyrir brot framin utan vallar og útilokun með skýrslu verði ekki við komið. Af knappri málsatvikalýsingu í skýrslu eftirlitsdómarans að dæma hljóp hinn útilokaði leikmaður inn á völlinn þegar vallarklukkan gall vegna leikhlés ÍBV og leikmaður stóð í þeirri trú að leiktíma var lokið í skilningi framangreindrar reglu 16:8. Eins og málið horfir við aganefndinni er ekki tilefni til að aðhafast vegna þessarar háttsemi og verður leikmanninum ekki gerð refsing fyrir þetta. Rétt er þó að taka fram að augljóst er að standa hefði mátt betur að framkvæmd leiksins og brýnt er fyrir fyrirsvarsmönnum liða og ábyrgðarmönnum leikja að leikreglum IHF sé fylgt við útilokun leikmanna og umgjörð leikja almennt. Olís-deild karla Valur HK Haukar KA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Handknattkeikssamband Íslands hefur birt úrskurð aganefndar frá 16. nóvember á heimasíðu og þar kemur í ljós að einn leikamaður í Olís deild karla er á leið í bann en aðrir sleppa. Brot Einars Þorsteins Ólafssonar í blálokin á æsispennandi leik Vals á móti FH kemur í veg fyrir að hann megi spila næsta leik með Valsliðinu. Haukamennirnir Heimir Óli Heimisson og Darri Aronsson, KA-maðurinn Ólafur Gústafsson og Hjörtur Ingi Halldórsson hjá HK sluppu aftur á móti allir við leikbann. Næsti leikur Vals og Hauka er einmitt innbyrðis leikur liðanna í Olís deildinni annað kvöld. Einar Þorsteinn stoppaði sókn undir lok leiks Vals og FH í síðustu viku og fékk beint rautt spjald. FH-liðið fékk líka víti sem Björgvin Páll Gústavsson varði frá Ásbirni Friðrikssyni en FH fékk annað víti í framhaldinu og þá skoraði Ásbjörn jöfnunarmarkið og tryggði FH stig. Darri Aronsson fékk þrjár brottvísanir og þar með rautt spjald í sigrinum á ÍBV. Hann hljóp hins vegar inn á völlinn til að fagna sigri þegar enn var eftir sekúnda á klukkunni. Eins og málið horfir við aganefndinni er ekki tilefni til að aðhafast vegna þessarar háttsemi og verður leikmanninum ekki gerð refsing fyrir þetta þar sem hann hélt að leiktíminn væri búinn. Hér fyrir neðan má ská úrskurðinn í málum þessara leikmanna. Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður Vals, hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Vals og FH í Olís deildar karla þann 10.11. 2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.Hjörtur Ingi Halldórsson, leikmaður HK, hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik HK og Selfoss í Olís deildar karla þann 10.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.Ólafur Gústafsson, leikmaður KA, hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar og KA í Olís deildar karla þann 15.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og ÍBV í Olís deildar karla þann 15.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.Darri Aronsson, leikmaður Hauka, fær sína þriðju tveggja mín brottvísun á 58.57. þjálfari ÍBV leikhlé 59.59 á klukkunni og þessi umræddi leikmaður Hauka hleypur inn á völlinn til að fagna. hann er búinn að fá útilokun frá leik og æðir síðan inn á völlinn áður en leiktími er úti. Vísað er í Leikreglur IHF – Útgefnar 2016 Regla 16:8 Aganefnd barst skýrsla eftirlitsdómara í leik Hauka og ÍBV í Olís deild karla þann 15.11.2021. Í skýrslunni er atvikum lýst með þeim hætti að Darri Aronsson, leikmaður Hauka fékk sína þriðju tveggja mín brottvísun og útilokun þegar 58 mínútur og 57 sekúndur voru liðnar af leiknum. Þegar 1 sekúnda var eftir var eftir af leiknum tók þjálfari ÍBV leikhlé og hljóp þá framangreindur leikmaður Hauka inn á völlinn til að fagna. Samkvæmt leikreglum IHF, útgáfa 2016, skulu útilokaðir leikmenn yfirgefa völlinn og skiptisvæði strax og gildir útilokun þar til leiktíma er lokið (Regla 16:8). Enn fremur segir í reglunum að ekki er mögulegt að ákvarða frekari refsingar í leiknum gagnvart viðkomandi leikmanni og á það einnig við þegar útilokaður leikmaður fer inn á völlinn. Aganefnd telur því að umrædd háttsemi geti af nefndinni aðeins verið tekin til skoðunar sem mögulegt brot á 12. gr. Reglugerðar HSÍ um agamál sem kveður á um refsingu fyrir brot framin utan vallar og útilokun með skýrslu verði ekki við komið. Af knappri málsatvikalýsingu í skýrslu eftirlitsdómarans að dæma hljóp hinn útilokaði leikmaður inn á völlinn þegar vallarklukkan gall vegna leikhlés ÍBV og leikmaður stóð í þeirri trú að leiktíma var lokið í skilningi framangreindrar reglu 16:8. Eins og málið horfir við aganefndinni er ekki tilefni til að aðhafast vegna þessarar háttsemi og verður leikmanninum ekki gerð refsing fyrir þetta. Rétt er þó að taka fram að augljóst er að standa hefði mátt betur að framkvæmd leiksins og brýnt er fyrir fyrirsvarsmönnum liða og ábyrgðarmönnum leikja að leikreglum IHF sé fylgt við útilokun leikmanna og umgjörð leikja almennt.
Olís-deild karla Valur HK Haukar KA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti