Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2021 11:17 Fyrirtækjaeigandinn er í furðulegri stöðu, þar sem hann getur ekki, heilsu sinnar vegna, sótt vinnu á eigin vinnustað. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. „Það virðist vera mjög erfitt að finna út úr þessu,“ segir maðurinn um þau svör sem hann hefur fengið við því hvaða úrræði standa honum til boða. „Ef ég væri að ráða núna væri hægt að gera kröfu um að starfsmaðurinn væri bólusettur en það er ekki hægt þegar búið er að ráða.“ Maðurinn segist hafa fengið þau svör hjá yfirvöldum að hann geti gert kröfu um að starfsmaðurinn sé með grímu í vinnunni og gangist undir Covid-próf á hverjum degi. Það hefur atvinnurekandinn gert og segist verða að treysta því að starfsmaðurinn fari að reglum. Maðurinn segir skrýtið að neyðast til að halda sig frá vinnustaðnum, sínu eigin fyrirtæki, en heilsu sinnar vegna mæti hann nú aðeins til að gera það sem hann nauðsynlega þarf. Starfsmaðurinn segist ekki vilja láta bólusetja sig af „prinsippástæðum“. Þurfa ekki að hafa sterk rök til að segja fólki upp Sérstakar reglur og kvaðir um bólusetningu geta átt við á vinnustöðum þar sem viðkvæmir hópar eru þjónustaðir. Á umræddum vinnustað er ekki um það að ræða, né getur hinn óbólusetti starfsmaður unnið heiman frá. Vísir setti sig í samband við Embætti landlæknis og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, þar sem fengust þau svör að áþekk erindi hefðu ekki komið formlega inn á þeirra borð. Fréttastofa ræddi einnig við Vinnueftirlitið og sendi fyrirspurn til Alþýðusamband Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Ekkert svar barst frá Samtökum atvinnulífsins við fyrirspurn Vísis um það hvort eigandanum væri heimilt að segja starfsmanninum upp en í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 16. ágúst síðastliðinn, sagði Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, að vinnuveitendur gætu ekki skyldað fólk til að þiggja bólusetningu en þeir gætu sagt upp fólki sem vildi ekki láta bólusetja sig. Lára V. JúlíusdóttirVísir/Einar „Maður verður að gera ráð fyrir því að það séu þá þær aðstæður uppi að atvinnurekandi telji sig knúinn til að grípa til slíkra ráðstafana. En eins og ég segi og vísa aftur til reglna hér á landi þá á almennum vinnumarkaði þurfa atvinnurekendur ekki að færa nein sterk rök fyrir því að segja starfsmanni upp sem þeir vilja ekki hafa í vinnu,“ sagði Lára meðal annars. Óheimilt að þvinga fólk til að þola inngrip í líkama sinn Þessu mótmælir ASÍ í svari við fyrirspurn Vísis. „Meginregla vinnuréttar og vinnuverndar er að atvinnurekanda ber að tryggja heilbrigðan og öruggan aðbúnað starfsmanna sinna. Í því efni ber honum hvað Covid-19 varðar að tryggja sóttvarnir og nauðsynlegan öryggisbúnað, allt eftir eðli starfsins,“ segir í svarinu. Launafólki og öðrum séu tryggð þau mannréttindi að ekki sé heimilt að þvinga það til þess að þola inngrip í líkama sinn og ASÍ leggist gegn því að launafólki sé hótað með atvinnumissi fyrir að verja mannréttindi sín. „Slík þvingun getur leitt til skaðabótaskyldu. Við höfum fengið fyrirspurnir um svipaðan ágreining og svarað með framangreindum hætti. Hingað til hefur okkur tekist að mynda samstöðu um sóttvarnir og bólusetningar og teljum mikilvægt að sú samstaða haldist,“ segir í svari ASÍ. Starfsmaður Vinnueftirlitsins sagði stofnunina ekki hafa úrskurðarvald um ágreiningsmál er vörðuðu kjarasamninga en sagði umrætt mál mögulega þurfa að leysa fyrir dómstólum. Fjöldi kvíðir því að vera á meðal fólks Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir fjölda óbólusettra vissulega valda ónæmisbældum ákveðnum kvíða. Þuríður Harpa Sigurðardóttir „Það er fullt af fólki hrætt um sig og hefur verið í verndarsóttkví og unnið heiman frá sér,“ segir hún. Bæði sé um að ræða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma en einnig aðstandendur, svo sem foreldra langveikra barna. „Þetta fólk hefur þurft að vera heima til að vernda börnin sín og vera með þeim. Þetta er staða sem við erum búin að vera að benda á allan þennan tíma. Fólk hefur jafnvel misst vinnuna,“ segir Þuríður um þennan viðkvæma hóp. Hún segir ónæmisbælda einstaklinga og aðra í viðkvæmri stöðu hafa þurft að taka ábyrgð á sjálfum sér og halda sig til hlés. „Þetta hefur verið rosalega erfitt fyrir fólk,“ segir hún en staðan sé vissulega flókin þegar málið varðar aðra sem hreinlega vilja ekki þiggja bólusetningu. „Þetta veldur fólki óöryggi og kvíða; þetta getur verið dauðans alvara fyrir fólk í þessari stöðu.“ Á milli steins og sleggju Erlendis hafa þúsundir óbólusettra misst vinnuna. Víða hefur verið gerð krafa um bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna og sums staðar allra opinberra starfsmanna. Þetta hefur orðið til þess að fjöldi fólks hefur annað hvort sagt upp störfum eða verið látið fjúka. Lögreglan er ein sú stétta í Bandaríkjunum sem hefur víða verið skikkuð til að láta bólusetja sig.epa/Will Oliver Í Bandaríkjunum fengu opinberir starfsmenn víða frest til að láta bólusetja sig en voru sendir í launalaust leyfi ef þeir völdu að gera það ekki. Ágreiningur er þó uppi um ákveðnar undanþágur sem gilda, til dæmis þegar einstaklingur neitar að láta bólusetja sig af trúarlegum ástæðum. Málið er flókið, enda ekki auðveld ákvörðun að segja upp fólki. „Þetta er erfitt ástand. Mér finnst ég vera milli steins og sleggju. Ég vildi heldur að hún væri bólusett en á sama tíma finnst mér það vera persónulegt val,“ sagði atvinnurekandi um óbólusettan starfsmann í samtali við Guardian í ágúst. Sagði hún að sér væri bæði umhugað um heilsu annarra stafsmanna og að missa ekki umræddan starfsmann. Hún hefði að lokum ákveðið að krefjast ekki bólusetningar. „Hún er frábær starfsmaður og ég vil frekar taka áhættuna á því að hún sé óbólusett en að eiga á hættu að lenda í illdeilum og missa hana.“ Samkvæmt frétt Guardian hafa yfirmenn á Bretlandseyjum verið mun tregari til að gera kröfu um bólusetningu en kollegar þeirra í Bandaríkjunum. Réttur vinnufólks sé enda betur tryggður þar en vestanhafs. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Vinnumarkaður Mannréttindi Heilbrigðismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
„Það virðist vera mjög erfitt að finna út úr þessu,“ segir maðurinn um þau svör sem hann hefur fengið við því hvaða úrræði standa honum til boða. „Ef ég væri að ráða núna væri hægt að gera kröfu um að starfsmaðurinn væri bólusettur en það er ekki hægt þegar búið er að ráða.“ Maðurinn segist hafa fengið þau svör hjá yfirvöldum að hann geti gert kröfu um að starfsmaðurinn sé með grímu í vinnunni og gangist undir Covid-próf á hverjum degi. Það hefur atvinnurekandinn gert og segist verða að treysta því að starfsmaðurinn fari að reglum. Maðurinn segir skrýtið að neyðast til að halda sig frá vinnustaðnum, sínu eigin fyrirtæki, en heilsu sinnar vegna mæti hann nú aðeins til að gera það sem hann nauðsynlega þarf. Starfsmaðurinn segist ekki vilja láta bólusetja sig af „prinsippástæðum“. Þurfa ekki að hafa sterk rök til að segja fólki upp Sérstakar reglur og kvaðir um bólusetningu geta átt við á vinnustöðum þar sem viðkvæmir hópar eru þjónustaðir. Á umræddum vinnustað er ekki um það að ræða, né getur hinn óbólusetti starfsmaður unnið heiman frá. Vísir setti sig í samband við Embætti landlæknis og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, þar sem fengust þau svör að áþekk erindi hefðu ekki komið formlega inn á þeirra borð. Fréttastofa ræddi einnig við Vinnueftirlitið og sendi fyrirspurn til Alþýðusamband Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Ekkert svar barst frá Samtökum atvinnulífsins við fyrirspurn Vísis um það hvort eigandanum væri heimilt að segja starfsmanninum upp en í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 16. ágúst síðastliðinn, sagði Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, að vinnuveitendur gætu ekki skyldað fólk til að þiggja bólusetningu en þeir gætu sagt upp fólki sem vildi ekki láta bólusetja sig. Lára V. JúlíusdóttirVísir/Einar „Maður verður að gera ráð fyrir því að það séu þá þær aðstæður uppi að atvinnurekandi telji sig knúinn til að grípa til slíkra ráðstafana. En eins og ég segi og vísa aftur til reglna hér á landi þá á almennum vinnumarkaði þurfa atvinnurekendur ekki að færa nein sterk rök fyrir því að segja starfsmanni upp sem þeir vilja ekki hafa í vinnu,“ sagði Lára meðal annars. Óheimilt að þvinga fólk til að þola inngrip í líkama sinn Þessu mótmælir ASÍ í svari við fyrirspurn Vísis. „Meginregla vinnuréttar og vinnuverndar er að atvinnurekanda ber að tryggja heilbrigðan og öruggan aðbúnað starfsmanna sinna. Í því efni ber honum hvað Covid-19 varðar að tryggja sóttvarnir og nauðsynlegan öryggisbúnað, allt eftir eðli starfsins,“ segir í svarinu. Launafólki og öðrum séu tryggð þau mannréttindi að ekki sé heimilt að þvinga það til þess að þola inngrip í líkama sinn og ASÍ leggist gegn því að launafólki sé hótað með atvinnumissi fyrir að verja mannréttindi sín. „Slík þvingun getur leitt til skaðabótaskyldu. Við höfum fengið fyrirspurnir um svipaðan ágreining og svarað með framangreindum hætti. Hingað til hefur okkur tekist að mynda samstöðu um sóttvarnir og bólusetningar og teljum mikilvægt að sú samstaða haldist,“ segir í svari ASÍ. Starfsmaður Vinnueftirlitsins sagði stofnunina ekki hafa úrskurðarvald um ágreiningsmál er vörðuðu kjarasamninga en sagði umrætt mál mögulega þurfa að leysa fyrir dómstólum. Fjöldi kvíðir því að vera á meðal fólks Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir fjölda óbólusettra vissulega valda ónæmisbældum ákveðnum kvíða. Þuríður Harpa Sigurðardóttir „Það er fullt af fólki hrætt um sig og hefur verið í verndarsóttkví og unnið heiman frá sér,“ segir hún. Bæði sé um að ræða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma en einnig aðstandendur, svo sem foreldra langveikra barna. „Þetta fólk hefur þurft að vera heima til að vernda börnin sín og vera með þeim. Þetta er staða sem við erum búin að vera að benda á allan þennan tíma. Fólk hefur jafnvel misst vinnuna,“ segir Þuríður um þennan viðkvæma hóp. Hún segir ónæmisbælda einstaklinga og aðra í viðkvæmri stöðu hafa þurft að taka ábyrgð á sjálfum sér og halda sig til hlés. „Þetta hefur verið rosalega erfitt fyrir fólk,“ segir hún en staðan sé vissulega flókin þegar málið varðar aðra sem hreinlega vilja ekki þiggja bólusetningu. „Þetta veldur fólki óöryggi og kvíða; þetta getur verið dauðans alvara fyrir fólk í þessari stöðu.“ Á milli steins og sleggju Erlendis hafa þúsundir óbólusettra misst vinnuna. Víða hefur verið gerð krafa um bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna og sums staðar allra opinberra starfsmanna. Þetta hefur orðið til þess að fjöldi fólks hefur annað hvort sagt upp störfum eða verið látið fjúka. Lögreglan er ein sú stétta í Bandaríkjunum sem hefur víða verið skikkuð til að láta bólusetja sig.epa/Will Oliver Í Bandaríkjunum fengu opinberir starfsmenn víða frest til að láta bólusetja sig en voru sendir í launalaust leyfi ef þeir völdu að gera það ekki. Ágreiningur er þó uppi um ákveðnar undanþágur sem gilda, til dæmis þegar einstaklingur neitar að láta bólusetja sig af trúarlegum ástæðum. Málið er flókið, enda ekki auðveld ákvörðun að segja upp fólki. „Þetta er erfitt ástand. Mér finnst ég vera milli steins og sleggju. Ég vildi heldur að hún væri bólusett en á sama tíma finnst mér það vera persónulegt val,“ sagði atvinnurekandi um óbólusettan starfsmann í samtali við Guardian í ágúst. Sagði hún að sér væri bæði umhugað um heilsu annarra stafsmanna og að missa ekki umræddan starfsmann. Hún hefði að lokum ákveðið að krefjast ekki bólusetningar. „Hún er frábær starfsmaður og ég vil frekar taka áhættuna á því að hún sé óbólusett en að eiga á hættu að lenda í illdeilum og missa hana.“ Samkvæmt frétt Guardian hafa yfirmenn á Bretlandseyjum verið mun tregari til að gera kröfu um bólusetningu en kollegar þeirra í Bandaríkjunum. Réttur vinnufólks sé enda betur tryggður þar en vestanhafs.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Vinnumarkaður Mannréttindi Heilbrigðismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira