Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2021 08:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þar segir að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt sé í nóvemberhefti Peningamála séu horfur á um fjögurra prósenta hagvexti í ár sem sé svipað því sem spáð var í ágúst. „Betri horfur um útflutning gera það hins vegar að verkum að hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár hafa batnað nokkuð og er talið að hagvöxtur verði liðlega 5%. Óvissa er hins vegar enn mikil og þróun efnahagsmála mun sem fyrr markast af framvindu farsóttarinnar. Verðbólga jókst í október og mældist 4,5%. Framlag innlends kostnaðarþrýstings, hækkunar húsnæðisverðs og launa hefur skýrt stóran hluta verðbólgunnar undanfarið en áhrif hækkana alþjóðlegs olíu- og hrávöruverðs hafa einnig aukist. Undirliggjandi verðbólga er hins vegar minni og hefur hjaðnað undanfarna mánuði. Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð frá því í ágúst sem m.a. má rekja til þrálátari alþjóðlegra verðhækkana, hraðari viðsnúnings í innlendum efnahagsumsvifum og hækkunar launakostnaðar. Horfur eru á að verðbólga aukist áfram á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna enda haldist kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið. Peningastefnunefnd ítrekar að hún mun beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í tilkynningunni. Kynning klukkan 9:30 Klukkan 9:30 hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns nefndarinnar og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu halda kynningu á yfirlýsingu peningastefnunefndar og efni Peningamála. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 6. október síðastliðinn, en þá var ákveðið að hækka vexti um 0,25 prósent, þannig að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 1,5 prósent. Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku og fari úr 1,5% í 1,75%. Telur deildin nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun en að hin niðurstaðan verið ofan á. 12. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þar segir að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt sé í nóvemberhefti Peningamála séu horfur á um fjögurra prósenta hagvexti í ár sem sé svipað því sem spáð var í ágúst. „Betri horfur um útflutning gera það hins vegar að verkum að hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár hafa batnað nokkuð og er talið að hagvöxtur verði liðlega 5%. Óvissa er hins vegar enn mikil og þróun efnahagsmála mun sem fyrr markast af framvindu farsóttarinnar. Verðbólga jókst í október og mældist 4,5%. Framlag innlends kostnaðarþrýstings, hækkunar húsnæðisverðs og launa hefur skýrt stóran hluta verðbólgunnar undanfarið en áhrif hækkana alþjóðlegs olíu- og hrávöruverðs hafa einnig aukist. Undirliggjandi verðbólga er hins vegar minni og hefur hjaðnað undanfarna mánuði. Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð frá því í ágúst sem m.a. má rekja til þrálátari alþjóðlegra verðhækkana, hraðari viðsnúnings í innlendum efnahagsumsvifum og hækkunar launakostnaðar. Horfur eru á að verðbólga aukist áfram á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna enda haldist kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið. Peningastefnunefnd ítrekar að hún mun beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í tilkynningunni. Kynning klukkan 9:30 Klukkan 9:30 hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns nefndarinnar og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu halda kynningu á yfirlýsingu peningastefnunefndar og efni Peningamála. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 6. október síðastliðinn, en þá var ákveðið að hækka vexti um 0,25 prósent, þannig að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 1,5 prósent.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku og fari úr 1,5% í 1,75%. Telur deildin nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun en að hin niðurstaðan verið ofan á. 12. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku og fari úr 1,5% í 1,75%. Telur deildin nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun en að hin niðurstaðan verið ofan á. 12. nóvember 2021 09:06