Tunglmyrkvi sjáanlegur á föstudag ef veður leyfir Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 11:51 Tunglmyrkvi sem sást yfir Reykjavík árið 2010. Vísir/Egill Íslendingar geta barið deildarmyrkva á tungli augum á föstudagsmorgun ef veðurguðirnir verða samvinnuþýðir. Eins og sakir standa benda verðurspár til þess að þeir verði með mótþróa. Deildarmyrkvinn hefst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur. Þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97% skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Útlit er þó fyrir að veðrið setji strik í reikninginn. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gert sé ráð fyrir slyddu eða rigningu með köflum á suðurhelmingi landsins en snjókomu norðanlands. Ekki væri þó fordæmalaust á Íslandi að veðurhorfur tækju breytingum eftir því sem nær dregur. Þegar myrkvinn verður í hámarki fær tunglið á sig rauðleitan blæ en litinn má rekja til sólarljóss sem berst í gegnum andrúmsloft jarðar. Á föstudagsmorgun verður tunglið lágt á lofti í vestri en nærri sjóndeildarhringnum í vestnorðvestri þegar hann er í hámarki. Þá verður byrjað að birta af degi. Myrkvinn er sagður óvenjulangur vegna þess að tunglið er nú nálægt því að vera eins langt frá jörðinni og það verður, í tæplega 405.000 kílómetra fjarlægð. Myrkvinn er raunar sá lengsti frá því á 15. öld og stendur hann yfir í rúmar sex klukkustundir. Síðast varð svo langur tunglmyrkvi í febrúar árið 1440. Næsti sambærilegi myrkvi verður 8. febrúar árið 2669. Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur í gegnum skuggann sem jörðin varpar út í geim. Þeir sjást því aðeins á fullu tungli og frá allri næturhlið jarðar á sama tíma. Geimurinn Tunglið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Deildarmyrkvinn hefst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur. Þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97% skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Útlit er þó fyrir að veðrið setji strik í reikninginn. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gert sé ráð fyrir slyddu eða rigningu með köflum á suðurhelmingi landsins en snjókomu norðanlands. Ekki væri þó fordæmalaust á Íslandi að veðurhorfur tækju breytingum eftir því sem nær dregur. Þegar myrkvinn verður í hámarki fær tunglið á sig rauðleitan blæ en litinn má rekja til sólarljóss sem berst í gegnum andrúmsloft jarðar. Á föstudagsmorgun verður tunglið lágt á lofti í vestri en nærri sjóndeildarhringnum í vestnorðvestri þegar hann er í hámarki. Þá verður byrjað að birta af degi. Myrkvinn er sagður óvenjulangur vegna þess að tunglið er nú nálægt því að vera eins langt frá jörðinni og það verður, í tæplega 405.000 kílómetra fjarlægð. Myrkvinn er raunar sá lengsti frá því á 15. öld og stendur hann yfir í rúmar sex klukkustundir. Síðast varð svo langur tunglmyrkvi í febrúar árið 1440. Næsti sambærilegi myrkvi verður 8. febrúar árið 2669. Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur í gegnum skuggann sem jörðin varpar út í geim. Þeir sjást því aðeins á fullu tungli og frá allri næturhlið jarðar á sama tíma.
Geimurinn Tunglið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira