Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hafa valið að fara þá leið að upplýsa fólk og veita því frelsi til að velja. Vísir/Vilhelm Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, spurð að því hvers vegna Íslendingar hefðu ekki farið þá leið að krefja einstaklinga um bólusetningarvottorð til að komast inn á til dæmis veitingastaði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segist hefðu viljað sjá umræðu um notkun slíks vottorðs hér innanlands. Katrín benti á að harðari reglur giltu á landamærunum, þar sem aðgerðir væru mun meira íþyngjandi fyrir óbólusetta en bólusetta. Innanlands væru hraðprófin nýtt til að reyna að tryggja sem fæst smit. Rætt er við Katrínu í spilaranum að neðan. Um væri að ræða siðferðilega og pólitíska spurningu en það hefði verið lendingin að upplýsa, til dæmis um ágæti bólusetninga. „Já, það er auðvitað áhyggjuefni en við skulum ekki gleyma því að við vorum að herða aðgerðir á föstudag,“ sagði Katrín spurð að því hvort hún væri uggandi yfir tölur dagsins. Alls greindust 206 með Covid-19 í gær. Sagðist forsætisráðherra finna það í kringum sig að fólk væri að taka ástandið alvarlega; sumum viðburðum hefði verið aflýst en á öðrum yrði farið að öllum reglum. Sagðist Katrín telja að aðgerðirnar myndu leiða til þess að smitum færi fækkandi. Sigurður Ingi sagðist hefðu viljað skoða að gera kröfu um framvísun bólusetningarvottorða innanlands.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sagðist hins vegar hefðu viljað skoða einhvers konar útfærslu á Covid-passa innanlands, til að geta aflétt takmörkunum á þeim sem hefðu þegið bólusetningu. Benti hann á að nú væru aðeins um 8 prósent fullorðinna óbólusett og þeir væru þrisvar sinnum líklegri til að smitast og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. Rætt er við Sigurð Inga í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, spurð að því hvers vegna Íslendingar hefðu ekki farið þá leið að krefja einstaklinga um bólusetningarvottorð til að komast inn á til dæmis veitingastaði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segist hefðu viljað sjá umræðu um notkun slíks vottorðs hér innanlands. Katrín benti á að harðari reglur giltu á landamærunum, þar sem aðgerðir væru mun meira íþyngjandi fyrir óbólusetta en bólusetta. Innanlands væru hraðprófin nýtt til að reyna að tryggja sem fæst smit. Rætt er við Katrínu í spilaranum að neðan. Um væri að ræða siðferðilega og pólitíska spurningu en það hefði verið lendingin að upplýsa, til dæmis um ágæti bólusetninga. „Já, það er auðvitað áhyggjuefni en við skulum ekki gleyma því að við vorum að herða aðgerðir á föstudag,“ sagði Katrín spurð að því hvort hún væri uggandi yfir tölur dagsins. Alls greindust 206 með Covid-19 í gær. Sagðist forsætisráðherra finna það í kringum sig að fólk væri að taka ástandið alvarlega; sumum viðburðum hefði verið aflýst en á öðrum yrði farið að öllum reglum. Sagðist Katrín telja að aðgerðirnar myndu leiða til þess að smitum færi fækkandi. Sigurður Ingi sagðist hefðu viljað skoða að gera kröfu um framvísun bólusetningarvottorða innanlands.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sagðist hins vegar hefðu viljað skoða einhvers konar útfærslu á Covid-passa innanlands, til að geta aflétt takmörkunum á þeim sem hefðu þegið bólusetningu. Benti hann á að nú væru aðeins um 8 prósent fullorðinna óbólusett og þeir væru þrisvar sinnum líklegri til að smitast og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. Rætt er við Sigurð Inga í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira