Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2021 08:20 Þórólfur segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára. Rannsóknir sýni þó fram á gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Vísir/Vilhelm „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að reynslan sýni okkur, meðal annars frá í sumar, að það taki um viku að sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið er til. „Ég held nú að fólk hafi verið byrjað að grípa til aðgerða sjálft áður en reglugerðin kom og það kann að skýra það af hverju þetta er farið að lækka. En við þurfum svo bara að sjá hvernig vikan verður núna.“ Bindur vonir við þriðju sprautuna Þórólfur segist binda vonir við það bólusetningarátak sem sé að hefjast í Laugardalshöll í dag. Fyrsti hluti átaksins mun standa í fjórar vikur eða til 8. desember og verður bólusett frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Byrjað verður á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og verður notast við bóluefnið Pfizer. „Já, ég bind vonir við það. Við erum að fylgjast með því mjög vel hversu margir hafa fengið þriðja skammtinn og eru að smitast. Það eru um ellefu manns, af um 36 þúsund sem hafa fengið bólusetningu. Þannig að ég bind vonir við það að við séum að sjá góða vörn í þriðja skammtinum og ég held að það ætti að vera öllum ljóst og menn ættu þá bara að mæta þegar þeir eru boðaðir. Ég held að það sé von fyrir okkur núna að horfa til þess.“ Hvað erum við þá horfa á, 95 prósenta vörn? „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það, en þessar rannsóknir sem koma frá Ísrael benda til að vörnin sé yfir 90 prósent, og þá er miðað við annan skammtinn – samanburður á öðrum skammti og þriðja skammti –þá er þriðji skammturinn, vörnin er 90 prósent miðað við skammt tvö.“ Þórólfur segir það ekki breyta neinu þó að Ísraelar hafi einungis notast við bóluefni Pfizer, en við höfum verið að blanda. „Það hefur sýnt sig að það er ekkert verra og í sumum tilvikum getur maður fengið hærra ónæmissvar. Þannig að það á ekki breyta neinu. Við munum nota aðallega Pfizer, en einnig Moderna hjá ákveðnum hópum.“ Hann segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára, hvort það fái markaðsleyfi. „Það eru að koma fréttir frá Bandaríkjunum um gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Þau eru mjög virk hjá þessum hópi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að reynslan sýni okkur, meðal annars frá í sumar, að það taki um viku að sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið er til. „Ég held nú að fólk hafi verið byrjað að grípa til aðgerða sjálft áður en reglugerðin kom og það kann að skýra það af hverju þetta er farið að lækka. En við þurfum svo bara að sjá hvernig vikan verður núna.“ Bindur vonir við þriðju sprautuna Þórólfur segist binda vonir við það bólusetningarátak sem sé að hefjast í Laugardalshöll í dag. Fyrsti hluti átaksins mun standa í fjórar vikur eða til 8. desember og verður bólusett frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Byrjað verður á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og verður notast við bóluefnið Pfizer. „Já, ég bind vonir við það. Við erum að fylgjast með því mjög vel hversu margir hafa fengið þriðja skammtinn og eru að smitast. Það eru um ellefu manns, af um 36 þúsund sem hafa fengið bólusetningu. Þannig að ég bind vonir við það að við séum að sjá góða vörn í þriðja skammtinum og ég held að það ætti að vera öllum ljóst og menn ættu þá bara að mæta þegar þeir eru boðaðir. Ég held að það sé von fyrir okkur núna að horfa til þess.“ Hvað erum við þá horfa á, 95 prósenta vörn? „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það, en þessar rannsóknir sem koma frá Ísrael benda til að vörnin sé yfir 90 prósent, og þá er miðað við annan skammtinn – samanburður á öðrum skammti og þriðja skammti –þá er þriðji skammturinn, vörnin er 90 prósent miðað við skammt tvö.“ Þórólfur segir það ekki breyta neinu þó að Ísraelar hafi einungis notast við bóluefni Pfizer, en við höfum verið að blanda. „Það hefur sýnt sig að það er ekkert verra og í sumum tilvikum getur maður fengið hærra ónæmissvar. Þannig að það á ekki breyta neinu. Við munum nota aðallega Pfizer, en einnig Moderna hjá ákveðnum hópum.“ Hann segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára, hvort það fái markaðsleyfi. „Það eru að koma fréttir frá Bandaríkjunum um gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Þau eru mjög virk hjá þessum hópi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira