Enginn þarf að vera svangur á Vesturlandi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2021 12:31 Mikil ánægja er á Vesturlandi með matarbílinn og framtakið að fara um landshlutann með vörur af svæðinu og bjóða íbúum þær til sölu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Vesturlandi þurfa ekki að óttast matarleysi um helgina því þar verður farand – matarmarkaður í dag og á morgun þar sem matarbíll hlaðin vörum framleiddum á Vesturlandi fer um svæðið. Framtakið kemur í veg fyrir hópmyndun á einum stað. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi, sem stendur að matarmarkaðnum um helgina. Til stóð að halda markaðinn á Hvanneyri en hætt var við það vegna Covid og því brugðið á það ráða að vera með sérstakan matarbíl fullan af vörum frá bændum og búaliði á svæðinu. Í dag verður farið á Hellissand og um Snæfellsnes og á morgun byrjar bílinn daginn í Búðardal og fer síðan í gegnum Borgarfjörð og endar ferð sína á Akranesi. Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri hjá Áfangastað og markaðsstofu Vesturlands er ein af þeim, sem fer fyrir verkefninu. „Já, þetta er ein af þeim biluðu hugmyndum, sem maður fær þegar maður er ekki alveg tilbúin að gefast upp. það er bara mjög gaman og gott að vinna fyrir smáframleiðendur og reyna að efla þessa vinnslu og þá starfsemi, sem er unnin hér vítt og breitt um Vesturland þar sem fólk er að vinna úr sínum matvörum heima í héraði,“ segir Margrét Björk. Margrét segir að matarbílinn verði sneisa fullur af gómsætum mat eins og kjöti, geitaafurðum, silungi, grænmeti, sultum og mauki og mjólkurvörum svo eitthvað sé nefnt. Bílinn verður á ferðinni alla helgina um Vesturland.Aðsend Bílinn stoppar á fyrir fram ákveðnum stöðum. „Já, við stoppum á stund og stað og þar getur fólk komið og við erum bara með þessa búð á hjólum á leigu og þar er hægt að versla við þá framleiðendur, sem eru með í púkkinu. Ég vil bara hvetja fólk að nýta sér þetta og „Íslenskt látum það ganga“, það er bara, sem við þurfum. Við þurfum að snúa bökum saman og allir að styðja við næsta mann og við verslum í heimabyggð, hvort sem það er núna fyrir jólin eða alla daga því þetta skiptir okkur öll miklu máli þannig að við getum búið hérna glöð saman í þessu landi,“ sagði Margrét. Hér er hægt að sjá hvar bílinn verður á hverjum tíma um helgina. Matur Landbúnaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi, sem stendur að matarmarkaðnum um helgina. Til stóð að halda markaðinn á Hvanneyri en hætt var við það vegna Covid og því brugðið á það ráða að vera með sérstakan matarbíl fullan af vörum frá bændum og búaliði á svæðinu. Í dag verður farið á Hellissand og um Snæfellsnes og á morgun byrjar bílinn daginn í Búðardal og fer síðan í gegnum Borgarfjörð og endar ferð sína á Akranesi. Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri hjá Áfangastað og markaðsstofu Vesturlands er ein af þeim, sem fer fyrir verkefninu. „Já, þetta er ein af þeim biluðu hugmyndum, sem maður fær þegar maður er ekki alveg tilbúin að gefast upp. það er bara mjög gaman og gott að vinna fyrir smáframleiðendur og reyna að efla þessa vinnslu og þá starfsemi, sem er unnin hér vítt og breitt um Vesturland þar sem fólk er að vinna úr sínum matvörum heima í héraði,“ segir Margrét Björk. Margrét segir að matarbílinn verði sneisa fullur af gómsætum mat eins og kjöti, geitaafurðum, silungi, grænmeti, sultum og mauki og mjólkurvörum svo eitthvað sé nefnt. Bílinn verður á ferðinni alla helgina um Vesturland.Aðsend Bílinn stoppar á fyrir fram ákveðnum stöðum. „Já, við stoppum á stund og stað og þar getur fólk komið og við erum bara með þessa búð á hjólum á leigu og þar er hægt að versla við þá framleiðendur, sem eru með í púkkinu. Ég vil bara hvetja fólk að nýta sér þetta og „Íslenskt látum það ganga“, það er bara, sem við þurfum. Við þurfum að snúa bökum saman og allir að styðja við næsta mann og við verslum í heimabyggð, hvort sem það er núna fyrir jólin eða alla daga því þetta skiptir okkur öll miklu máli þannig að við getum búið hérna glöð saman í þessu landi,“ sagði Margrét. Hér er hægt að sjá hvar bílinn verður á hverjum tíma um helgina.
Matur Landbúnaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira