COP26 fer í framlengingu: Enn er þrasað um loftslagsmál í Glasgow Sunna Sæmundsdóttir og Árni Sæberg skrifa 12. nóvember 2021 23:18 Alok Sharma er forseti COP26, Stöð 2 Samningaviðræður standa enn yfir á lokametrum loftslagsráðstefnunnar í Glasgow sem átti að ljúka klukkan sex í kvöld. Drög að nýju og bitlausara samkomulagi voru birt í dag. Talið er að samningaviðræðum verði ekki lokið fyrr en annað kvöld að sögn The Guardian. Ný samningsdrög sem voru birt í morgun voru mörgum vonbrigði þar sem dregið var verulega úr orðalagi um kol og jarðefnaeldsneyti. Í fyrri drögum var talað um að ríki skyldu hraða því að taka kol og niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð. „Þetta leit mjög vel út í fyrstu. Textinn var skýr. Draga úr vinnslu og notkun kola og engar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti. Nú er textinn óljósari, ekkert dregið úr kolabrennslu,“ segir Jennifer Tollman, ráðgjafi í loftslagsmálum. Breytingin var kannski viðbúin þar sem stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis á borð við Sádi-Arabíu, Rússland og Ástralíu þurfa að veita sitt samþykki. Margir fulltrúar ráðstefnunnar gengu út nú síðdegis og slógust í raðir mótmælenda fyrir utan. Aktívistinn Gréta Thunberg efast um árangur ráðstefnunnar og segir mörg ríki draga lappirnar. „Löndin sem þetta snertir minnst, það er þróuð ríki, neita enn að grípa til jafnvel minnstu ráðstafana. Það getur varla talist vera góður árangur,“ segir hún. Alok Sharma, forseti COP26, stappaði stálinu í sendinefndir í dag. „Þetta er sú stund sem við verðum að efna loforðin og háleitu markmiðin sem leiðtogar okkar gáfu við upphaf þessa leiðtogafundar. Við verðum að vera vandanum vaxin,“ sagði hann í ávarpi. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Talið er að samningaviðræðum verði ekki lokið fyrr en annað kvöld að sögn The Guardian. Ný samningsdrög sem voru birt í morgun voru mörgum vonbrigði þar sem dregið var verulega úr orðalagi um kol og jarðefnaeldsneyti. Í fyrri drögum var talað um að ríki skyldu hraða því að taka kol og niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð. „Þetta leit mjög vel út í fyrstu. Textinn var skýr. Draga úr vinnslu og notkun kola og engar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti. Nú er textinn óljósari, ekkert dregið úr kolabrennslu,“ segir Jennifer Tollman, ráðgjafi í loftslagsmálum. Breytingin var kannski viðbúin þar sem stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis á borð við Sádi-Arabíu, Rússland og Ástralíu þurfa að veita sitt samþykki. Margir fulltrúar ráðstefnunnar gengu út nú síðdegis og slógust í raðir mótmælenda fyrir utan. Aktívistinn Gréta Thunberg efast um árangur ráðstefnunnar og segir mörg ríki draga lappirnar. „Löndin sem þetta snertir minnst, það er þróuð ríki, neita enn að grípa til jafnvel minnstu ráðstafana. Það getur varla talist vera góður árangur,“ segir hún. Alok Sharma, forseti COP26, stappaði stálinu í sendinefndir í dag. „Þetta er sú stund sem við verðum að efna loforðin og háleitu markmiðin sem leiðtogar okkar gáfu við upphaf þessa leiðtogafundar. Við verðum að vera vandanum vaxin,“ sagði hann í ávarpi.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira