Skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka upp kynlíf í óleyfi Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2021 18:55 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að mestu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til sextíu daga fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot, en fullnustu refsingar var frestað til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið, án samþykkis, myndir og myndbönd af sér stunda kynlíf með konu. Í dómi Landsréttar, sem lesa má í heild sinni hér, segir að konan hafi leitað á neyðarmóttöku Landspítalans daginn eftir atvikið vegna kynferðisbrots. Hún hafi sagt lögreglu að hún hafi verið að skemmta sé á ótilgreindum skemmtistað og hitt þar fyrir manninn. Þau hafi þekkst og ákveðið að fara saman að heimili mannsins þar sem þau hafi stundað kynlíf með samþykki beggja. Hins vegar hafi hún, á meðan kynlífinu stóð, tekið eftir því að maðurinn væri að taka myndir og myndbönd af henni á farsíma sinn. Hún hafi ekki veitt leyfi fyrir slíkri myndatöku og því hafi hún sagt manninum að hætta og eyða myndefninu. Hann hafi orðið að ósk hennar en að hún hafi þó óttast að hann ætti afrit af efninu annars staðar í símanum eða í skýinu. Hún hafi þá tjáð honum að hún hyggðist leita til neyðarmóttöku og yfirgefið íbúðina. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði verið að skipta um tónlist í síma sínum á meðan á kynlífinu stóð. „Eftir stutta stund hefði hann í kæruleysi byrjað að taka myndir og stutt myndskeið,“ er haft eftir honum í dóminum. Hann segist hafa hætt að taka upp og eytt myndunum og myndböndunum fyrir framan konuna þegar hann varð þess áskynja að henni líkaði ekki athæfi hans. Fór fram á tvær og hálfa milljón í bætur Auk skilorðsbundins fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur. Konan hafði farið fram á tvær og hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi mannsins. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, um 975 þúsund krónur. Hann hafði áður verið dæmdur til að bera málskostnað í héraði, um 1,850 þúsund krónur. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Í dómi Landsréttar, sem lesa má í heild sinni hér, segir að konan hafi leitað á neyðarmóttöku Landspítalans daginn eftir atvikið vegna kynferðisbrots. Hún hafi sagt lögreglu að hún hafi verið að skemmta sé á ótilgreindum skemmtistað og hitt þar fyrir manninn. Þau hafi þekkst og ákveðið að fara saman að heimili mannsins þar sem þau hafi stundað kynlíf með samþykki beggja. Hins vegar hafi hún, á meðan kynlífinu stóð, tekið eftir því að maðurinn væri að taka myndir og myndbönd af henni á farsíma sinn. Hún hafi ekki veitt leyfi fyrir slíkri myndatöku og því hafi hún sagt manninum að hætta og eyða myndefninu. Hann hafi orðið að ósk hennar en að hún hafi þó óttast að hann ætti afrit af efninu annars staðar í símanum eða í skýinu. Hún hafi þá tjáð honum að hún hyggðist leita til neyðarmóttöku og yfirgefið íbúðina. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði verið að skipta um tónlist í síma sínum á meðan á kynlífinu stóð. „Eftir stutta stund hefði hann í kæruleysi byrjað að taka myndir og stutt myndskeið,“ er haft eftir honum í dóminum. Hann segist hafa hætt að taka upp og eytt myndunum og myndböndunum fyrir framan konuna þegar hann varð þess áskynja að henni líkaði ekki athæfi hans. Fór fram á tvær og hálfa milljón í bætur Auk skilorðsbundins fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur. Konan hafði farið fram á tvær og hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi mannsins. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, um 975 þúsund krónur. Hann hafði áður verið dæmdur til að bera málskostnað í héraði, um 1,850 þúsund krónur.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira