Fjölskylda Wagstaff fær níu milljónir vegna flugslyssins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2021 16:44 Wagstaff systkinin með föðurömmu sinni. Ekkju og þremur börnum kanadíska flugmannsins Arthur Grant Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal í ágúst 2015 hafa verið dæmdar samanlagt um níu milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fréttablaðið greinir frá en hluti dómanna hafa verið birtir á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Ekkjunni Roslyn Mary Wagstaff voru dæmdar rúmar þrjár milljónir króna í bætur en dætrum þeirra Sarah Louise og Claire Noelle Wagstaff tvær milljónir króna sem og syni þeirra Tyler Grant. Fjölskyldan höfðaði mál á hendur Arngrími Jóhannssyni flugmanni og tryggingafyrirtækinu Sjóvá. Arngrímur er einn reynslumesti og þekktasti flugmaður landsins. Þann 9. ágúst 2015 stóð til að Arngrímur og Arthur Grant Wagstaff legðu upp í langferð frá Íslandi með nokkrum stoppum. Ferðinni var á endanum heitið til Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem þeir hugðust selja sjálfa vélina sem bar þá á áfangastað. Vélin var lítil flutningavél af gerðinni De Havilland DHC-2 Beaver en þær hafa verið framleiddar í Kanada við góðan orðstýr frá 1947. Fjallað var ítarlega um málið í Fréttablaðinu á sínum tíma. Þennan dag stóð bara til að fljúga vélinni til Keflavíkurflugvallar. Vélin brotlenti í Barkárdal og komst Rannsóknarnefnd samgönguslysa að þeirri niðurstöðu að vélin hefði verið ofhlaðin og slæm skilyrði til sjónflugs. Arngrímur, sem flaug vélinni, komst við illan leik út úr brennandi flaki vélarinnar. Wagstaff lést. Fór svo að tryggingafélagið Sjóvá greiddi engar bætur til ekkjunnar vegna slyssins og því höfðaði fjölskyldan mál. Ekkjan Roslyn fór fram á bætur vegna missis framfærenda en þeirri kröfu var hafnað að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Arngrímur og Sjóvá voru hins vegar dæmd til að greiða allan málskostnað upp á margar milljónir króna. Kanadíska fjölskyldan fékk gjafsókn hjá íslenska ríkinu. Flugslys í Barkárdal Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2020 07:13 Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá en hluti dómanna hafa verið birtir á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Ekkjunni Roslyn Mary Wagstaff voru dæmdar rúmar þrjár milljónir króna í bætur en dætrum þeirra Sarah Louise og Claire Noelle Wagstaff tvær milljónir króna sem og syni þeirra Tyler Grant. Fjölskyldan höfðaði mál á hendur Arngrími Jóhannssyni flugmanni og tryggingafyrirtækinu Sjóvá. Arngrímur er einn reynslumesti og þekktasti flugmaður landsins. Þann 9. ágúst 2015 stóð til að Arngrímur og Arthur Grant Wagstaff legðu upp í langferð frá Íslandi með nokkrum stoppum. Ferðinni var á endanum heitið til Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem þeir hugðust selja sjálfa vélina sem bar þá á áfangastað. Vélin var lítil flutningavél af gerðinni De Havilland DHC-2 Beaver en þær hafa verið framleiddar í Kanada við góðan orðstýr frá 1947. Fjallað var ítarlega um málið í Fréttablaðinu á sínum tíma. Þennan dag stóð bara til að fljúga vélinni til Keflavíkurflugvallar. Vélin brotlenti í Barkárdal og komst Rannsóknarnefnd samgönguslysa að þeirri niðurstöðu að vélin hefði verið ofhlaðin og slæm skilyrði til sjónflugs. Arngrímur, sem flaug vélinni, komst við illan leik út úr brennandi flaki vélarinnar. Wagstaff lést. Fór svo að tryggingafélagið Sjóvá greiddi engar bætur til ekkjunnar vegna slyssins og því höfðaði fjölskyldan mál. Ekkjan Roslyn fór fram á bætur vegna missis framfærenda en þeirri kröfu var hafnað að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Arngrímur og Sjóvá voru hins vegar dæmd til að greiða allan málskostnað upp á margar milljónir króna. Kanadíska fjölskyldan fékk gjafsókn hjá íslenska ríkinu.
Flugslys í Barkárdal Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2020 07:13 Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2020 07:13
Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00
Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14