Tvö norðurlönd bætast í bandalag Danmerkur gegn olíu- og gasvinnslu en ekki Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 15:52 Gamlir og ónotaðir olíuborpallar í Cromarty-firði í Skotlandi. Skoska heimastjórnin á í viðræðum við BOGA. Bresk stjórnvöld gefa þó út leitar- og vinnsluleyfi undan ströndum Skotlands þar sem mest af vinnslu Breta fer fram. Vísir/EPA Fimm þjóðir og eitt kanadískt fylki gekk í bandalag Danmerkur og Kosta Ríka um að stöðva frekari olíu- og gasvinnslu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag. Ekkert af stóru olíuframleiðsluríkjunum tekur þátt í bandalaginu. Ríkisstjórnir Danmerkur og Kosta Ríka kynntu Handan við olíu og gas bandalagið (BOGA) í sumar. Markmið þess er að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Láta þarf nær allar þekktar olíu- og gaslindir ósnertar ef hnattræn hlýnun á ekki að fara umfram 1,5-2°C. Grænland, Frakkland, Írland, Svíþjóð, Wales og kanadíska fylkið Quebec gekk í bandalagið í dag. Ekkert þeirra er þó sérlega umfangsmikið í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Ríkin stefna að því að hætta útgáfu nýrra leyfa til leitar og vinnslu á olíu og gasi og banna hana alfarið á endanum. „Metnaður okkar er að þetta verði upphafið að lokum olíu og gass. Við vonum að þetta verði öðrum innblástur,“ segir Dan Jörgensen, danski loftslagsráðherrann. Grænlendingar og Danir eru á meðal þjóða sem hafa þegar samþykkt að hætta að gefa út ný leyfi. Danir ætla auk þess að hætta þeirri vinnslu sem er fyrir á hafsvæði þeirra fyrir árið 2050. Nýja-Sjáland og Kalifornía í Bandaríkjunum fengu hálfa aðild að BOGA í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrrnefnda landið hefur þegar bannað ný leyfi fyrir olíuleit undan ströndum þess en Kalifornía ætlar að hætta olíu- og gasvinnslu fyrir árið 2045. Ríki geta fengið hálfa aðild að BOGA með því að grípa til aðgerða til að takmarka framleiðslu á olíu- og gasi, til dæmis með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bensín og olía Danmörk Grænland Svíþjóð Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Ríkisstjórnir Danmerkur og Kosta Ríka kynntu Handan við olíu og gas bandalagið (BOGA) í sumar. Markmið þess er að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Láta þarf nær allar þekktar olíu- og gaslindir ósnertar ef hnattræn hlýnun á ekki að fara umfram 1,5-2°C. Grænland, Frakkland, Írland, Svíþjóð, Wales og kanadíska fylkið Quebec gekk í bandalagið í dag. Ekkert þeirra er þó sérlega umfangsmikið í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Ríkin stefna að því að hætta útgáfu nýrra leyfa til leitar og vinnslu á olíu og gasi og banna hana alfarið á endanum. „Metnaður okkar er að þetta verði upphafið að lokum olíu og gass. Við vonum að þetta verði öðrum innblástur,“ segir Dan Jörgensen, danski loftslagsráðherrann. Grænlendingar og Danir eru á meðal þjóða sem hafa þegar samþykkt að hætta að gefa út ný leyfi. Danir ætla auk þess að hætta þeirri vinnslu sem er fyrir á hafsvæði þeirra fyrir árið 2050. Nýja-Sjáland og Kalifornía í Bandaríkjunum fengu hálfa aðild að BOGA í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrrnefnda landið hefur þegar bannað ný leyfi fyrir olíuleit undan ströndum þess en Kalifornía ætlar að hætta olíu- og gasvinnslu fyrir árið 2045. Ríki geta fengið hálfa aðild að BOGA með því að grípa til aðgerða til að takmarka framleiðslu á olíu- og gasi, til dæmis með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bensín og olía Danmörk Grænland Svíþjóð Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira