Hafnar því að stéttarfélagið hafi boðið sér sátt Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 15:18 Hilmar Vilberg Gylfason krefur Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja um tugi milljóna króna í bætur. Vísir/samsett Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem kvartaði undan einelti yfirmanna hafnar því alfarið að félagið hafi boðið honum sátt, þvert á yfirlýsingar lögmanns þess í gær. Hilmar Vilberg Gylfason krefst sjötíu og fimm milljóna króna í bætur frá SSF eftir að honum var vikið úr starfi í kjölfar þess að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Lögmaður SSF sagði í gær að samtökin hefðu reynt að ná sáttum við Hilmar en án árangurs. Þau telji sig hafa gert upp við hann af sanngirni. Í yfirlýsingu sem Hilmar sendi frá sér í dag segir hann það ósatt að SSF hafi boðið sér sátt. „Þessi meinta sátt fólst í því að ég myndi hætta störfum hjá stéttarfélaginu og ekki yrði gerði nein úttekt á umkvörtunum mínum. Voru mér settir þeir afarkostir að annað hvort myndi ég skrifa undir starfslokasamning eða að mér yrði sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingunni. Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna - Vísir (visir.is) Fullyrðir hann að þetta hafi gerst eftir að SSF hafi dregið sig fyrirvaralaust út úr framkvæmd á lögbundinni úttekt á vinnuaðstæðum, einelti og ofbeldi. Fjarstæðukenndur starfslokasamningur Í kjölfarið hafi hann fengið sendan starfslokasamning sem hafi falið í sér að hann gæfi eftir rétt til greiðslu á yfirvinnu, stærstan hluta af uppsöfnuðu orlofi og að hann greiddi sjálfur stóran hluta lögfræðiskostnaðar sem stjórn félagsins hafi lofað að félagið greiddi. Samningnum hafi fylgt það skilyrði að hann mætti ekki tjá sig um efni hans eða aðdraganda starfslokanna. „Í stuttu máli var þessi tillaga að starfslokasamningi svo fjarstæðukennd að ekki nokkurt stéttarfélag á landinu hefði ráðlagt félagsmanni sínum að taka honum,“ segir í yfirlýsingu Hilmars. Gagntilboð hans hafi verið hunsað og honum hafi síðan verið sagt fyrirvaralaust upp í veikindaleyfi. „Vil ég sérstaklega taka fram að SSF hefur hafnað því að samskipti varðandi þetta séu lögð fyrir dóminn þrátt fyrir beiðni mína þar um. Og einnig alfarið hunsað beiðni mína um að fundargerðir stjórnar stéttarfélagsins þar sem fjallað var um mín málefni verði lagðar fram í málinu. Það er því augljóst að SSF telur þessi gögn og þar með ákvarðanir sínar í mínum málefnum ekki þola dagsljósið,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Hilmar Vilberg Gylfason krefst sjötíu og fimm milljóna króna í bætur frá SSF eftir að honum var vikið úr starfi í kjölfar þess að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Lögmaður SSF sagði í gær að samtökin hefðu reynt að ná sáttum við Hilmar en án árangurs. Þau telji sig hafa gert upp við hann af sanngirni. Í yfirlýsingu sem Hilmar sendi frá sér í dag segir hann það ósatt að SSF hafi boðið sér sátt. „Þessi meinta sátt fólst í því að ég myndi hætta störfum hjá stéttarfélaginu og ekki yrði gerði nein úttekt á umkvörtunum mínum. Voru mér settir þeir afarkostir að annað hvort myndi ég skrifa undir starfslokasamning eða að mér yrði sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingunni. Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna - Vísir (visir.is) Fullyrðir hann að þetta hafi gerst eftir að SSF hafi dregið sig fyrirvaralaust út úr framkvæmd á lögbundinni úttekt á vinnuaðstæðum, einelti og ofbeldi. Fjarstæðukenndur starfslokasamningur Í kjölfarið hafi hann fengið sendan starfslokasamning sem hafi falið í sér að hann gæfi eftir rétt til greiðslu á yfirvinnu, stærstan hluta af uppsöfnuðu orlofi og að hann greiddi sjálfur stóran hluta lögfræðiskostnaðar sem stjórn félagsins hafi lofað að félagið greiddi. Samningnum hafi fylgt það skilyrði að hann mætti ekki tjá sig um efni hans eða aðdraganda starfslokanna. „Í stuttu máli var þessi tillaga að starfslokasamningi svo fjarstæðukennd að ekki nokkurt stéttarfélag á landinu hefði ráðlagt félagsmanni sínum að taka honum,“ segir í yfirlýsingu Hilmars. Gagntilboð hans hafi verið hunsað og honum hafi síðan verið sagt fyrirvaralaust upp í veikindaleyfi. „Vil ég sérstaklega taka fram að SSF hefur hafnað því að samskipti varðandi þetta séu lögð fyrir dóminn þrátt fyrir beiðni mína þar um. Og einnig alfarið hunsað beiðni mína um að fundargerðir stjórnar stéttarfélagsins þar sem fjallað var um mín málefni verði lagðar fram í málinu. Það er því augljóst að SSF telur þessi gögn og þar með ákvarðanir sínar í mínum málefnum ekki þola dagsljósið,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira