Orkuskipti fyrir orkuskipti Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. nóvember 2021 16:00 Mikið er skrafað um virkjanir og orkuskipti og eðlilega misjafnar skoðanir í þeim efnum. Það jákvæða sem taka má úr þeirri umræðu er að flestir eru hættir að ræða um hvort eigi að fara í orkuskipti, heldur rökræða nú hvernig leysa eigi það frábæra verkefni. Hér verður þó fjallað um annarskonar orkuskipti sem sannarlega hafa liðkað fyrir framtíðarorkuskiptum og eiga enn inni talsverða möguleika. Velheppnuð hitaveituvæðing Íslands er eitthvað sem flestir tengja einungis við seinni helming síðustu aldar. Hitaveituvæðingin hefur samt sem áður haldið áfram á þessari öld þó að verkefnin hafi vissulega verið hóflegri en að sama skapi flóknari og dýrari. Hitaorkuskipti Hvað gerist við hitaveitulagningu? Þegar húsnæði tengist hitaveitu verða ákveðin orkuskipti þar sem húsið skiptir úr rafhitun yfir í jarðhita. En hvaða máli skiptir það, er ekki raforkan græn líka? Það er nú einu sinni þannig að kWst af raforku er að jafnaði talsvert dýrari en kWst af jarðhita. Það er kannski ekki skrýtið þar sem kWst af raforku má nýta í mun fleiri og nytsamari verkefni en hitun. Það er t.d. snúið að nýta heitt vatn í stað bensíns á bíla en mjög auðvelt og jafnframt skynsamlegt að nota raforku í slík orkuskipti. Það skemmtilega við jarðhitavæðingu húsnæðis, sem áður var kynnt með rafmagni, er að raforkan sem áður fór í hitun er nú laus til nýrra verkefna t.d. orkuskipta í samgöngum. Því miður er ekki mögulegt að skipta út allri rafhitun fyrir jarðhita þar sem jarðhita er sumstaðar hreinlega ekki að finna eða þá að byggð er ekki nógu þétt til að standa undir lagningu veitu. Á þessum stöðum er þó hægt að fara í annars konar orkuskipti í formi varmadælna sem geta auðveldlega helmingað raforkunotkun með nýtingu umhverfishita. Hvað hefur ríkið gert og hverju hefur það skilað? Ef skoðaðar eru framkvæmdir frá árinu 2000 kemur ýmislegt í ljós. Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda og í raun forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Þessar GWst hafa því losnað í aðra vinnu t.d. orkuskipti í samgöngum. 110 GWst er jafnmikil raforka og tæplega 50 þúsund rafbílar nota á ári en í dag eru bara 10 þúsund slíkir á götunum. Hjá Orkusetri er þetta kallað virkjun innan kerfis þar sem þessi lausa raforka verður til við orkuskipti í húshitun en ekki með nýrri virkjun. Varmadælur Raforka losnar ekki bara við nýtingu jarðvarma því að varmadælur hafa komið sterkar inn á undanförnum árum. Ríkið styrkti til dæmis veglega uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt 40 GWst. Ríkið ákvað árið 2009 að bjóða upp á eingreiðslur til einstaklinga vegna varmadælu uppsetningar og árið 2014 voru svo sett lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum á varmadælum fyrir heimili. Þetta hefur skilað um 10 GWst af raforkusparnaði og því hafa varmadælur nú þegar losað um 50 GWst á ári af verðmætri raforku. Þetta er jafnmikið og um 25 þúsund rafbílar nota. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessi lúmsku orkuskipti geta því á endanum losað yfir 250 GWst árlega af raforku sem samsvarar notkun um 100 þúsund rafbíla. Það eru víða tækifæri í orkuskiptum og bættri orkunýtni. Á næstu árum þurfum við að grípa öll þessi tækifæri til að skapa skárri veröld. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Mikið er skrafað um virkjanir og orkuskipti og eðlilega misjafnar skoðanir í þeim efnum. Það jákvæða sem taka má úr þeirri umræðu er að flestir eru hættir að ræða um hvort eigi að fara í orkuskipti, heldur rökræða nú hvernig leysa eigi það frábæra verkefni. Hér verður þó fjallað um annarskonar orkuskipti sem sannarlega hafa liðkað fyrir framtíðarorkuskiptum og eiga enn inni talsverða möguleika. Velheppnuð hitaveituvæðing Íslands er eitthvað sem flestir tengja einungis við seinni helming síðustu aldar. Hitaveituvæðingin hefur samt sem áður haldið áfram á þessari öld þó að verkefnin hafi vissulega verið hóflegri en að sama skapi flóknari og dýrari. Hitaorkuskipti Hvað gerist við hitaveitulagningu? Þegar húsnæði tengist hitaveitu verða ákveðin orkuskipti þar sem húsið skiptir úr rafhitun yfir í jarðhita. En hvaða máli skiptir það, er ekki raforkan græn líka? Það er nú einu sinni þannig að kWst af raforku er að jafnaði talsvert dýrari en kWst af jarðhita. Það er kannski ekki skrýtið þar sem kWst af raforku má nýta í mun fleiri og nytsamari verkefni en hitun. Það er t.d. snúið að nýta heitt vatn í stað bensíns á bíla en mjög auðvelt og jafnframt skynsamlegt að nota raforku í slík orkuskipti. Það skemmtilega við jarðhitavæðingu húsnæðis, sem áður var kynnt með rafmagni, er að raforkan sem áður fór í hitun er nú laus til nýrra verkefna t.d. orkuskipta í samgöngum. Því miður er ekki mögulegt að skipta út allri rafhitun fyrir jarðhita þar sem jarðhita er sumstaðar hreinlega ekki að finna eða þá að byggð er ekki nógu þétt til að standa undir lagningu veitu. Á þessum stöðum er þó hægt að fara í annars konar orkuskipti í formi varmadælna sem geta auðveldlega helmingað raforkunotkun með nýtingu umhverfishita. Hvað hefur ríkið gert og hverju hefur það skilað? Ef skoðaðar eru framkvæmdir frá árinu 2000 kemur ýmislegt í ljós. Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda og í raun forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Þessar GWst hafa því losnað í aðra vinnu t.d. orkuskipti í samgöngum. 110 GWst er jafnmikil raforka og tæplega 50 þúsund rafbílar nota á ári en í dag eru bara 10 þúsund slíkir á götunum. Hjá Orkusetri er þetta kallað virkjun innan kerfis þar sem þessi lausa raforka verður til við orkuskipti í húshitun en ekki með nýrri virkjun. Varmadælur Raforka losnar ekki bara við nýtingu jarðvarma því að varmadælur hafa komið sterkar inn á undanförnum árum. Ríkið styrkti til dæmis veglega uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt 40 GWst. Ríkið ákvað árið 2009 að bjóða upp á eingreiðslur til einstaklinga vegna varmadælu uppsetningar og árið 2014 voru svo sett lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum á varmadælum fyrir heimili. Þetta hefur skilað um 10 GWst af raforkusparnaði og því hafa varmadælur nú þegar losað um 50 GWst á ári af verðmætri raforku. Þetta er jafnmikið og um 25 þúsund rafbílar nota. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessi lúmsku orkuskipti geta því á endanum losað yfir 250 GWst árlega af raforku sem samsvarar notkun um 100 þúsund rafbíla. Það eru víða tækifæri í orkuskiptum og bættri orkunýtni. Á næstu árum þurfum við að grípa öll þessi tækifæri til að skapa skárri veröld. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar