Orkuskipti fyrir orkuskipti Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. nóvember 2021 16:00 Mikið er skrafað um virkjanir og orkuskipti og eðlilega misjafnar skoðanir í þeim efnum. Það jákvæða sem taka má úr þeirri umræðu er að flestir eru hættir að ræða um hvort eigi að fara í orkuskipti, heldur rökræða nú hvernig leysa eigi það frábæra verkefni. Hér verður þó fjallað um annarskonar orkuskipti sem sannarlega hafa liðkað fyrir framtíðarorkuskiptum og eiga enn inni talsverða möguleika. Velheppnuð hitaveituvæðing Íslands er eitthvað sem flestir tengja einungis við seinni helming síðustu aldar. Hitaveituvæðingin hefur samt sem áður haldið áfram á þessari öld þó að verkefnin hafi vissulega verið hóflegri en að sama skapi flóknari og dýrari. Hitaorkuskipti Hvað gerist við hitaveitulagningu? Þegar húsnæði tengist hitaveitu verða ákveðin orkuskipti þar sem húsið skiptir úr rafhitun yfir í jarðhita. En hvaða máli skiptir það, er ekki raforkan græn líka? Það er nú einu sinni þannig að kWst af raforku er að jafnaði talsvert dýrari en kWst af jarðhita. Það er kannski ekki skrýtið þar sem kWst af raforku má nýta í mun fleiri og nytsamari verkefni en hitun. Það er t.d. snúið að nýta heitt vatn í stað bensíns á bíla en mjög auðvelt og jafnframt skynsamlegt að nota raforku í slík orkuskipti. Það skemmtilega við jarðhitavæðingu húsnæðis, sem áður var kynnt með rafmagni, er að raforkan sem áður fór í hitun er nú laus til nýrra verkefna t.d. orkuskipta í samgöngum. Því miður er ekki mögulegt að skipta út allri rafhitun fyrir jarðhita þar sem jarðhita er sumstaðar hreinlega ekki að finna eða þá að byggð er ekki nógu þétt til að standa undir lagningu veitu. Á þessum stöðum er þó hægt að fara í annars konar orkuskipti í formi varmadælna sem geta auðveldlega helmingað raforkunotkun með nýtingu umhverfishita. Hvað hefur ríkið gert og hverju hefur það skilað? Ef skoðaðar eru framkvæmdir frá árinu 2000 kemur ýmislegt í ljós. Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda og í raun forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Þessar GWst hafa því losnað í aðra vinnu t.d. orkuskipti í samgöngum. 110 GWst er jafnmikil raforka og tæplega 50 þúsund rafbílar nota á ári en í dag eru bara 10 þúsund slíkir á götunum. Hjá Orkusetri er þetta kallað virkjun innan kerfis þar sem þessi lausa raforka verður til við orkuskipti í húshitun en ekki með nýrri virkjun. Varmadælur Raforka losnar ekki bara við nýtingu jarðvarma því að varmadælur hafa komið sterkar inn á undanförnum árum. Ríkið styrkti til dæmis veglega uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt 40 GWst. Ríkið ákvað árið 2009 að bjóða upp á eingreiðslur til einstaklinga vegna varmadælu uppsetningar og árið 2014 voru svo sett lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum á varmadælum fyrir heimili. Þetta hefur skilað um 10 GWst af raforkusparnaði og því hafa varmadælur nú þegar losað um 50 GWst á ári af verðmætri raforku. Þetta er jafnmikið og um 25 þúsund rafbílar nota. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessi lúmsku orkuskipti geta því á endanum losað yfir 250 GWst árlega af raforku sem samsvarar notkun um 100 þúsund rafbíla. Það eru víða tækifæri í orkuskiptum og bættri orkunýtni. Á næstu árum þurfum við að grípa öll þessi tækifæri til að skapa skárri veröld. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Mikið er skrafað um virkjanir og orkuskipti og eðlilega misjafnar skoðanir í þeim efnum. Það jákvæða sem taka má úr þeirri umræðu er að flestir eru hættir að ræða um hvort eigi að fara í orkuskipti, heldur rökræða nú hvernig leysa eigi það frábæra verkefni. Hér verður þó fjallað um annarskonar orkuskipti sem sannarlega hafa liðkað fyrir framtíðarorkuskiptum og eiga enn inni talsverða möguleika. Velheppnuð hitaveituvæðing Íslands er eitthvað sem flestir tengja einungis við seinni helming síðustu aldar. Hitaveituvæðingin hefur samt sem áður haldið áfram á þessari öld þó að verkefnin hafi vissulega verið hóflegri en að sama skapi flóknari og dýrari. Hitaorkuskipti Hvað gerist við hitaveitulagningu? Þegar húsnæði tengist hitaveitu verða ákveðin orkuskipti þar sem húsið skiptir úr rafhitun yfir í jarðhita. En hvaða máli skiptir það, er ekki raforkan græn líka? Það er nú einu sinni þannig að kWst af raforku er að jafnaði talsvert dýrari en kWst af jarðhita. Það er kannski ekki skrýtið þar sem kWst af raforku má nýta í mun fleiri og nytsamari verkefni en hitun. Það er t.d. snúið að nýta heitt vatn í stað bensíns á bíla en mjög auðvelt og jafnframt skynsamlegt að nota raforku í slík orkuskipti. Það skemmtilega við jarðhitavæðingu húsnæðis, sem áður var kynnt með rafmagni, er að raforkan sem áður fór í hitun er nú laus til nýrra verkefna t.d. orkuskipta í samgöngum. Því miður er ekki mögulegt að skipta út allri rafhitun fyrir jarðhita þar sem jarðhita er sumstaðar hreinlega ekki að finna eða þá að byggð er ekki nógu þétt til að standa undir lagningu veitu. Á þessum stöðum er þó hægt að fara í annars konar orkuskipti í formi varmadælna sem geta auðveldlega helmingað raforkunotkun með nýtingu umhverfishita. Hvað hefur ríkið gert og hverju hefur það skilað? Ef skoðaðar eru framkvæmdir frá árinu 2000 kemur ýmislegt í ljós. Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda og í raun forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Þessar GWst hafa því losnað í aðra vinnu t.d. orkuskipti í samgöngum. 110 GWst er jafnmikil raforka og tæplega 50 þúsund rafbílar nota á ári en í dag eru bara 10 þúsund slíkir á götunum. Hjá Orkusetri er þetta kallað virkjun innan kerfis þar sem þessi lausa raforka verður til við orkuskipti í húshitun en ekki með nýrri virkjun. Varmadælur Raforka losnar ekki bara við nýtingu jarðvarma því að varmadælur hafa komið sterkar inn á undanförnum árum. Ríkið styrkti til dæmis veglega uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt 40 GWst. Ríkið ákvað árið 2009 að bjóða upp á eingreiðslur til einstaklinga vegna varmadælu uppsetningar og árið 2014 voru svo sett lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum á varmadælum fyrir heimili. Þetta hefur skilað um 10 GWst af raforkusparnaði og því hafa varmadælur nú þegar losað um 50 GWst á ári af verðmætri raforku. Þetta er jafnmikið og um 25 þúsund rafbílar nota. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessi lúmsku orkuskipti geta því á endanum losað yfir 250 GWst árlega af raforku sem samsvarar notkun um 100 þúsund rafbíla. Það eru víða tækifæri í orkuskiptum og bættri orkunýtni. Á næstu árum þurfum við að grípa öll þessi tækifæri til að skapa skárri veröld. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun