Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2021 13:37 Maðurinn var á sjötugsaldri. Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Annar ökumannanna lést og hinn slasaðist alvarlega. Tilkynning um slysið barst klukkan 8.08, en myrkur og blautt var á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það ökumaður rafmagnshlaupahjólsins sem lést. Þá voru báðir með hjálm. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Um er að ræða fyrsta banaslysið hér á landi þar sem rafhlaupahjól kemur við sögu. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir málið í rannsókn. Hann segir meðal annars til skoðunar hvort átt hafi verið við hjólin til að auka hraða þeirra. Frá vettvangi slyssins í morgun.Vísir/Vilhelm Leyfilegur hámarkshraði rafhlaupahjóla hér á landi er 25 kílómetrar á klukkustund og má aka þeim á göngustígum. Hvað rafmagnsvespur varðar þá má aka þeim á göngustígum ef þær komast ekki hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Sé hraðinn meiri á að aka þeim á götunni. Annað slys hvað varðar rafhlaupahjól varð í miðborginni skömmu eftir miðnætti. Frá því var greint í dagbók lögreglu í morgun. Ungur maður datt af rafmagnshlaupahjóli og hlaut skurð, auk þess að vera illa áttaður eftir fallið. Var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítala með sjúkrabifreið. Reykjavík Samgönguslys Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Annar ökumannanna lést og hinn slasaðist alvarlega. Tilkynning um slysið barst klukkan 8.08, en myrkur og blautt var á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það ökumaður rafmagnshlaupahjólsins sem lést. Þá voru báðir með hjálm. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Um er að ræða fyrsta banaslysið hér á landi þar sem rafhlaupahjól kemur við sögu. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir málið í rannsókn. Hann segir meðal annars til skoðunar hvort átt hafi verið við hjólin til að auka hraða þeirra. Frá vettvangi slyssins í morgun.Vísir/Vilhelm Leyfilegur hámarkshraði rafhlaupahjóla hér á landi er 25 kílómetrar á klukkustund og má aka þeim á göngustígum. Hvað rafmagnsvespur varðar þá má aka þeim á göngustígum ef þær komast ekki hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Sé hraðinn meiri á að aka þeim á götunni. Annað slys hvað varðar rafhlaupahjól varð í miðborginni skömmu eftir miðnætti. Frá því var greint í dagbók lögreglu í morgun. Ungur maður datt af rafmagnshlaupahjóli og hlaut skurð, auk þess að vera illa áttaður eftir fallið. Var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítala með sjúkrabifreið.
Reykjavík Samgönguslys Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03