Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. nóvember 2021 12:02 Lilja endurskipaði Arnór Guðmundsson í embætti forstjóra Menntamálastofnunar í fyrra en hann var skipaður í fimm ár. vísir/vilhelm Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun fá bæði yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjóri hennar, Arnór Guðmundsson, falleinkunn í áhættu mati sem gert var af mannauðsfyrirtækinu Auðnast fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í bráðabirgðaniðurstöðum matsins segir að sjö af ellefu áhættuþáttum þess séu rauðir, sem táknar óviðunandi áhættu sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Tveir þættir eru síðan metnir gulir, sem táknar viðunandi áhættu en kalla samt á öryggisráðstafanir og eftirlit. Í tilkynningu ráðuneytisins til fréttastofu í dag segir að það hafi mál sem varða stjórnun Menntastofnunar og líðan og velferð starfsfólks hennar til skoðunar. Þau séu í algjörum forgangi en að áhersla sé lögð á „fagleg vinnubrögð í málinu og þau unnin eftir lögum og reglum sem gilda“. Þar er til dæmis vísað í lög um opinbera starfsmenn en þar sem forstjóri Menntastofnunar er skipaður embættismaður ríkisins getur ráðherra til dæmis ekki sagt honum upp en getur þó flutt hann úr einu embætti í annað samkvæmt 36. grein laganna. Hann verður þó að veita samþykki sitt fyrir slíkri tilfærslu. Arnór var endurskipaður í embættið í fyrra og þá skipaður til fimm ára. Hann ætti því að gegna starfinu til ársins 2025. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið á meðan það er í vinnslu innan ráðuneytisins. „Enda er það undir ráðherra komið að taka ákvarðanir þegar mál hafa verið skoðuð ítarlega,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun fá bæði yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjóri hennar, Arnór Guðmundsson, falleinkunn í áhættu mati sem gert var af mannauðsfyrirtækinu Auðnast fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í bráðabirgðaniðurstöðum matsins segir að sjö af ellefu áhættuþáttum þess séu rauðir, sem táknar óviðunandi áhættu sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Tveir þættir eru síðan metnir gulir, sem táknar viðunandi áhættu en kalla samt á öryggisráðstafanir og eftirlit. Í tilkynningu ráðuneytisins til fréttastofu í dag segir að það hafi mál sem varða stjórnun Menntastofnunar og líðan og velferð starfsfólks hennar til skoðunar. Þau séu í algjörum forgangi en að áhersla sé lögð á „fagleg vinnubrögð í málinu og þau unnin eftir lögum og reglum sem gilda“. Þar er til dæmis vísað í lög um opinbera starfsmenn en þar sem forstjóri Menntastofnunar er skipaður embættismaður ríkisins getur ráðherra til dæmis ekki sagt honum upp en getur þó flutt hann úr einu embætti í annað samkvæmt 36. grein laganna. Hann verður þó að veita samþykki sitt fyrir slíkri tilfærslu. Arnór var endurskipaður í embættið í fyrra og þá skipaður til fimm ára. Hann ætti því að gegna starfinu til ársins 2025. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið á meðan það er í vinnslu innan ráðuneytisins. „Enda er það undir ráðherra komið að taka ákvarðanir þegar mál hafa verið skoðuð ítarlega,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira