Um var að ræða árekstur rafmagnsvespu og rafhlaupahjóls. Slökkviliðið vísaði á lögreglu varðandi upplýsingar um líðan hinna slösuðu.
Guðbrandur Sigurðsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir tilkynninguna um slysið hafa borist klukkan 8:08 í morgun. Malbik hafi verið blautt og myrkur.

Allur viðbúnaður lögreglu vegna slyssins miði við alvarlegt umferðarslys. Þá hafi rannsóknarnefnd samgönguslysa verið tilkynnt um atvikið.
Guðbrandur vildi ekki tjá sig um líðan þeirra sem lentu í slysinu.
Fréttin hefur verið uppfærð.