Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2021 10:55 Kyle Rittenhouse ræðir við lögmenn sína, þá Corey Chirafisi og Natalie Wisco í dómsal í gær. AP/Mark Hertzberg Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. Á mótmælum í Kenosha í Wisconsin í fyrra skaut Rittenhouse, sem var þá sautján ára, tvo menn til bana og særði þann þriðja. Samvkæmt frétt Reuters hafa saksóknarar reynt að mála Rittenhouse sem sjálfskipaðan löggæslumann sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. Það hafi þó gengið illa og vitnisburður nokkurra vitna saksóknaranna hafi frekar stutt mál verjenda Rittenhouse sem segja hann hafa óttast um líf sitt umrætt kvöld. Skaut tvo til bana og særði einn Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Meinafræðingur sem krufði Rosenbaum og Huber sagði Rosenbaum hafa orðið fyrir fjórum skotum. Það síðasta hafi gengið af honum dauðum og það skot hafi farið í bakið á honum eftir að hann féll til jarðar. Hér má sjá ítarlega frétt New York Times þar sem rætt er við vitni, þann sem Rittenhouse særði og fógeta Kenosha. Einnig er farið yfir fjölda myndbanda af vettvangi. Myndbandið hefst á samantekt á myndefni frá því þegar Rittenhouse skaut mennina þrjá. Rittenhouse var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að bera vopn ólöglega. Hann hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Eins og var bersýnilegt í vali kviðdómenda er Rittenhouse mjög svo umdeildur. Margir hafa hyllt hann sem hetju og aðrir segja hann morðingja. Í réttarhöldunum var Grosskreutz, sá sem Rittenhouse særði, einnig kallaður til sem vitni af saksóknurunum. Hann bar vitni í nokkrar klukkustundir, samkvæmt frétt New York Times, og þegar Rittenhouse skaut hann sagðist hann hafa verið sannfærður um að hann myndi deyja. Verjendur Rittenhouse spurðu Grosskreutz af hverju hann hefði logið að lögreglu að skammbyssa hans, sem hann hafði ekki leyfi til að bera, hefði fallið úr hulstri hans. Myndefni af vettvangi sýnir að Grosskreutz hélt á byssu sinni og viðurkenndi hann að Rittenhouse hefði ekki skotið hann fyrr en Grosskreutz miðaði byssunni á Rittenhouse. Kyle Rittenhouse stendur frammi fyrir lífstíðarfangelsi en fjölmiðlar vestanhafs segja saksóknara hafa átt í basli með að sýna fram á að hann hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut tvo til bana og særði þann þriðja í fyrra.AP/Mark Hertzberg Richie McGinniss, sem er myndatökumaður fyrir öfga-hægri vefsíðuna Daily Caller, bar einnig vitni en hann sagðist hafa verið í lífshættu þegar Rittenhouse skaut Rosenbaum. Hann hafi næstum orðið fyrir þeim skotum. Samkvæmt New York Times sagði McGinnis frá því þegar hann reyndi að bjarga Rosenbaum og reynt að stappa stálinu í hann rétt áður en hann dó. „Ég sagði honum að við myndum fá okkur bjór eftir þetta og allt yrði í lagi," sagði McGinnis. Hann sagði þó einnig að hann hefði séð Rosenbaum hlaupa á eftir Rittenhouse, reyna að ná til hans og reyna að ná í byssu hans. Verjendur Rittenhouse höfðu haldið því fram áður og er það hluti af vörn þeirra að þess vegna hafi Rittenhouse skotið Rosenbaum. Rittenhouse sagður ætla að bera vitni Réttarhöldin halda áfram í dag og samkvæmt frétt CNN er búist við því að Rittenhouse sjálfur muni bera vitni á næstu dögum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Vilja handtaka Rittenhouse aftur Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. 4. febrúar 2021 08:55 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Á mótmælum í Kenosha í Wisconsin í fyrra skaut Rittenhouse, sem var þá sautján ára, tvo menn til bana og særði þann þriðja. Samvkæmt frétt Reuters hafa saksóknarar reynt að mála Rittenhouse sem sjálfskipaðan löggæslumann sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. Það hafi þó gengið illa og vitnisburður nokkurra vitna saksóknaranna hafi frekar stutt mál verjenda Rittenhouse sem segja hann hafa óttast um líf sitt umrætt kvöld. Skaut tvo til bana og særði einn Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Meinafræðingur sem krufði Rosenbaum og Huber sagði Rosenbaum hafa orðið fyrir fjórum skotum. Það síðasta hafi gengið af honum dauðum og það skot hafi farið í bakið á honum eftir að hann féll til jarðar. Hér má sjá ítarlega frétt New York Times þar sem rætt er við vitni, þann sem Rittenhouse særði og fógeta Kenosha. Einnig er farið yfir fjölda myndbanda af vettvangi. Myndbandið hefst á samantekt á myndefni frá því þegar Rittenhouse skaut mennina þrjá. Rittenhouse var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að bera vopn ólöglega. Hann hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Eins og var bersýnilegt í vali kviðdómenda er Rittenhouse mjög svo umdeildur. Margir hafa hyllt hann sem hetju og aðrir segja hann morðingja. Í réttarhöldunum var Grosskreutz, sá sem Rittenhouse særði, einnig kallaður til sem vitni af saksóknurunum. Hann bar vitni í nokkrar klukkustundir, samkvæmt frétt New York Times, og þegar Rittenhouse skaut hann sagðist hann hafa verið sannfærður um að hann myndi deyja. Verjendur Rittenhouse spurðu Grosskreutz af hverju hann hefði logið að lögreglu að skammbyssa hans, sem hann hafði ekki leyfi til að bera, hefði fallið úr hulstri hans. Myndefni af vettvangi sýnir að Grosskreutz hélt á byssu sinni og viðurkenndi hann að Rittenhouse hefði ekki skotið hann fyrr en Grosskreutz miðaði byssunni á Rittenhouse. Kyle Rittenhouse stendur frammi fyrir lífstíðarfangelsi en fjölmiðlar vestanhafs segja saksóknara hafa átt í basli með að sýna fram á að hann hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut tvo til bana og særði þann þriðja í fyrra.AP/Mark Hertzberg Richie McGinniss, sem er myndatökumaður fyrir öfga-hægri vefsíðuna Daily Caller, bar einnig vitni en hann sagðist hafa verið í lífshættu þegar Rittenhouse skaut Rosenbaum. Hann hafi næstum orðið fyrir þeim skotum. Samkvæmt New York Times sagði McGinnis frá því þegar hann reyndi að bjarga Rosenbaum og reynt að stappa stálinu í hann rétt áður en hann dó. „Ég sagði honum að við myndum fá okkur bjór eftir þetta og allt yrði í lagi," sagði McGinnis. Hann sagði þó einnig að hann hefði séð Rosenbaum hlaupa á eftir Rittenhouse, reyna að ná til hans og reyna að ná í byssu hans. Verjendur Rittenhouse höfðu haldið því fram áður og er það hluti af vörn þeirra að þess vegna hafi Rittenhouse skotið Rosenbaum. Rittenhouse sagður ætla að bera vitni Réttarhöldin halda áfram í dag og samkvæmt frétt CNN er búist við því að Rittenhouse sjálfur muni bera vitni á næstu dögum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Vilja handtaka Rittenhouse aftur Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. 4. febrúar 2021 08:55 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Vilja handtaka Rittenhouse aftur Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. 4. febrúar 2021 08:55
Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38
Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45
Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42