Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna deila um „höfundarrétt“ bóluefnisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2021 08:35 Hver „fann upp“ bóluefnið? Svarið gæti skipt sköpum. AP/Charlie Riedel Lyfjafyrirtækið Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (NIH) hafa í eitt ár háð baráttu um það hverjir verðskulda höfundarrétt á bóluefninu gegn Covid-19. Niðurstaða deilnanna gætu haft mikla þýðingu fyrir það hvernig bóluefnið verður notað. Bóluefnið, sem jafnan er kennt við Moderna, er afrakstur fjögurra ára samvinnu fyrirtækisins og NIH en samkvæmt NIH unnu þrír vísindamenn lífvísindarannsóknarstofu stofnunarinnar með vísindamönnum Moderna að hönnun erfðaraðarinnar sem gerir það að verkum að bóluefnið vekur ónæmisviðbragð í líkamanum. Vísindamenn NIH koma þó ekki við sögu í einkaleyfisumsókn Moderna til bandarískra yfirvalda, heldur eru vísindamenn fyrirtækisins sagðir höfundar bóluefnisins. Samkvæmt bandarískum miðlum hafa deilur um málið staðið yfir í ár en Moderna sótt um einkaleyfi í júlí síðastliðnum. New York Times segir meira í húfi en viðurkenningu og egó; ef vísindamenn NIH fái höfundarrétt með vísindamönnum Moderna muni stjórnvöld hafa meira um það að segja hverjir fá að framleiða bóluefnið, sem gæti meðal annars haft áhrif á það hvaða ríki fá aðgang að því. Þá gæti höfundaréttur vísindamannanna þriggja fært ríkinu milljarða í tekjur. Moderna hefur verið gagnrýnt vestanhafs fyrir litla viðleitni til að gera bóluefnið aðgengilegt fátækari ríkjum. Fyrirtækið þáði 10 milljarða Bandaríkjadala af skattfé til að þróa bóluefnið og hefur gert samninga um sölu á bóluefninu út 2022 að andvirði 35 milljarða dala. New York Times hefur eftir vísindamönnum sem þekkja til málsins að svik felist í framgöngu Moderna, ekki síst þar sem þróun bóluefnisins hafi verið fjármögnuð með almannafé. Þá sé ljóst að fyrirtækið og NIH hafi átt í samstarfi í fjögur eða fimm ár og málið snúist um sanngirni og siðferði. Ef vísindamenn NIH verða viðurkenndir „höfundar“ lyfsins ásamt vísindamönnum mun hið opinbera tæknilega séð ekki þurfa heimild frá Moderna til að heimila öðrum að framleiða bóluefnið. Moderna hefur sagt að það muni ekki beita mögulegum einkaleyfum á meðan faraldurinn gengur yfir en sérfræðingar segja framleiðendur þó mun heldur vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og vera með leyfi frá stjórnvöldum en óformlegt loforð frá Moderna. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Vísindi Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Bóluefnið, sem jafnan er kennt við Moderna, er afrakstur fjögurra ára samvinnu fyrirtækisins og NIH en samkvæmt NIH unnu þrír vísindamenn lífvísindarannsóknarstofu stofnunarinnar með vísindamönnum Moderna að hönnun erfðaraðarinnar sem gerir það að verkum að bóluefnið vekur ónæmisviðbragð í líkamanum. Vísindamenn NIH koma þó ekki við sögu í einkaleyfisumsókn Moderna til bandarískra yfirvalda, heldur eru vísindamenn fyrirtækisins sagðir höfundar bóluefnisins. Samkvæmt bandarískum miðlum hafa deilur um málið staðið yfir í ár en Moderna sótt um einkaleyfi í júlí síðastliðnum. New York Times segir meira í húfi en viðurkenningu og egó; ef vísindamenn NIH fái höfundarrétt með vísindamönnum Moderna muni stjórnvöld hafa meira um það að segja hverjir fá að framleiða bóluefnið, sem gæti meðal annars haft áhrif á það hvaða ríki fá aðgang að því. Þá gæti höfundaréttur vísindamannanna þriggja fært ríkinu milljarða í tekjur. Moderna hefur verið gagnrýnt vestanhafs fyrir litla viðleitni til að gera bóluefnið aðgengilegt fátækari ríkjum. Fyrirtækið þáði 10 milljarða Bandaríkjadala af skattfé til að þróa bóluefnið og hefur gert samninga um sölu á bóluefninu út 2022 að andvirði 35 milljarða dala. New York Times hefur eftir vísindamönnum sem þekkja til málsins að svik felist í framgöngu Moderna, ekki síst þar sem þróun bóluefnisins hafi verið fjármögnuð með almannafé. Þá sé ljóst að fyrirtækið og NIH hafi átt í samstarfi í fjögur eða fimm ár og málið snúist um sanngirni og siðferði. Ef vísindamenn NIH verða viðurkenndir „höfundar“ lyfsins ásamt vísindamönnum mun hið opinbera tæknilega séð ekki þurfa heimild frá Moderna til að heimila öðrum að framleiða bóluefnið. Moderna hefur sagt að það muni ekki beita mögulegum einkaleyfum á meðan faraldurinn gengur yfir en sérfræðingar segja framleiðendur þó mun heldur vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og vera með leyfi frá stjórnvöldum en óformlegt loforð frá Moderna. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Vísindi Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira