Er samstaða á „þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði? Fríða Thoroddsen skrifar 10. nóvember 2021 07:31 Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti en á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref til að jafna stöðu kynjanna á Íslandi. Ísland stendur framarlega í jafnréttisbaráttunni í alþjóðlegum samanburði, hvergi á Vesturlöndum er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hærra en á Íslandi. Menntunarstig íslenskra kvenna og atvinnuþátttaka er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-landa og Ísland hefur verið á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði (World Economic Forum, 2020). Þá hefur konum fjölgað verulega á Alþingi og í sveitastjórnum landsins. Þrátt fyrir þessa ,,jafnréttisparadís“ er óútskýrður launamunur kynjanna enn til staðar hér á landi og konur eru líklegri en karlmenn til að sinna hlutastörfum. Þá sýna rannsóknir að konur fremur en karlmenn lækka starfshlutfall í launaðri vinnu í kjölfar barneigna. Í ljósi þessa þarf kannski ekki að koma á óvart að konur hafa 13% lægri eftirlaun en karlmenn skv. nýrri skýrslu fjármálafyrirtækjanna Mercer, CFA Institute og Monash háskóla í Ástralíu. Íslenskur vinnumarkaður er talsvert kynskiptur, námsval er kynbundið sem og starfsval. Að auki eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu. Konur eru framkvæmdastjórar í 18% virkra fyrirtækja en bara 13% ef litið er til eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna samkvæmt úttekt Creditinfo. Aðeins ein kona stýrir fyrirtæki á markaði hér á landi. VR stefnir að jafnrétti á vinnumarkaði og horfir til þriðju vaktarinnar VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháði aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Hjá VR starfar jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að fylgja eftir þessari stefnu VR í jafnréttismálum. Félagið hefur í gegnum árin m.a. lagt áherslu á að berjast gegn launamun kynjanna, að fjölga konum í ábyrgðar- og stjórnunarstörfum, að stuðla að jafnrétti og vellíðan á vinnustöðum, að efla menntun kvenna og jafna ábyrgð kynjanna á heimili og börnum. Þetta hefur skilað vissum árangri en eins og sjá má að ofan eigum við enn langt í land. Í ár ákvað jafnréttisnefnd VR að einblína á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði með því að kafa dýpra og horfa dálítið út fyrir boxið. Rannsóknir sýna að jafnrétti á öllum vígstöðvum byrjar heima. Til þess að við, sem samfélag, eigum þess kost að sjá jafnrétti á vinnumarkaði þarf að vera jafnrétti á heimilunum. Í dag eru konur löngu komnar út á vinnumarkaðinn og karlmenn taka í auknum mæli þátt í heimilisstörfum og umönnun barna. Þetta er fyrsta og önnur vaktin. Það sem situr hins vegar eftir er hin svokallaða þriðja vakt eða hugræn byrði (e. mental load) sem snýr að öllu utanumhaldi og verkstjórn heimilisins. Þriðja vaktin er ólaunuð og oft ósýnileg ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring á þeim störfum sem tilheyra annarri vaktinni. Þriðja vaktin felur í sér hugrænt skipulag, áætlanir, að leggja á minnið hverju þarf að sinna, hvenær og hvernig, muna eftir að muna. Verkefni sem eru að megninu til huglæg og ósýnileg öðrum en krefjast orku og tíma þess sem þeim sinnir. Erlendar rannsóknir sýna að þessi þriðja vakt er að mestu í höndum kvenna og hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og framgang í starfi, veldur streitu og álagi og stuðlar að kulnun. Er þetta verulegt áhyggjuefni, ekki síst fyrir vinnumarkaðinn og ber að taka alvarlega. Ekki hafa verið gerðar margar íslenskar rannsóknir á þriðju vaktinni hér á landi og er áhugavert að velta fyrir sér hvort íslenskt samfélag sé ólíkt öðrum hvað þetta varðar. Skora ég hér með á stjórnvöld að taka af skarið og gera úttekt á áhrifum þriðju vaktarinnar á jafnrétti á Íslandi. Með auglýsingaherferð VR ,,Stöndum þriðju vaktina saman“ er verið að vekja athygli á þessum mikilvæga þætti í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði. Ef einhver er að velta fyrir sér hver sinni þriðju vaktinni á sínu heimili er hægt að lesa sér nánar til inn á vef VR, vr.is. Þar er einnig að finna sjálfspróf (á ensku) frá Thirdshift.co.uk. Höfundur er formaður jafnréttisnefndar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti en á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref til að jafna stöðu kynjanna á Íslandi. Ísland stendur framarlega í jafnréttisbaráttunni í alþjóðlegum samanburði, hvergi á Vesturlöndum er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hærra en á Íslandi. Menntunarstig íslenskra kvenna og atvinnuþátttaka er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-landa og Ísland hefur verið á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði (World Economic Forum, 2020). Þá hefur konum fjölgað verulega á Alþingi og í sveitastjórnum landsins. Þrátt fyrir þessa ,,jafnréttisparadís“ er óútskýrður launamunur kynjanna enn til staðar hér á landi og konur eru líklegri en karlmenn til að sinna hlutastörfum. Þá sýna rannsóknir að konur fremur en karlmenn lækka starfshlutfall í launaðri vinnu í kjölfar barneigna. Í ljósi þessa þarf kannski ekki að koma á óvart að konur hafa 13% lægri eftirlaun en karlmenn skv. nýrri skýrslu fjármálafyrirtækjanna Mercer, CFA Institute og Monash háskóla í Ástralíu. Íslenskur vinnumarkaður er talsvert kynskiptur, námsval er kynbundið sem og starfsval. Að auki eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu. Konur eru framkvæmdastjórar í 18% virkra fyrirtækja en bara 13% ef litið er til eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna samkvæmt úttekt Creditinfo. Aðeins ein kona stýrir fyrirtæki á markaði hér á landi. VR stefnir að jafnrétti á vinnumarkaði og horfir til þriðju vaktarinnar VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháði aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Hjá VR starfar jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að fylgja eftir þessari stefnu VR í jafnréttismálum. Félagið hefur í gegnum árin m.a. lagt áherslu á að berjast gegn launamun kynjanna, að fjölga konum í ábyrgðar- og stjórnunarstörfum, að stuðla að jafnrétti og vellíðan á vinnustöðum, að efla menntun kvenna og jafna ábyrgð kynjanna á heimili og börnum. Þetta hefur skilað vissum árangri en eins og sjá má að ofan eigum við enn langt í land. Í ár ákvað jafnréttisnefnd VR að einblína á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði með því að kafa dýpra og horfa dálítið út fyrir boxið. Rannsóknir sýna að jafnrétti á öllum vígstöðvum byrjar heima. Til þess að við, sem samfélag, eigum þess kost að sjá jafnrétti á vinnumarkaði þarf að vera jafnrétti á heimilunum. Í dag eru konur löngu komnar út á vinnumarkaðinn og karlmenn taka í auknum mæli þátt í heimilisstörfum og umönnun barna. Þetta er fyrsta og önnur vaktin. Það sem situr hins vegar eftir er hin svokallaða þriðja vakt eða hugræn byrði (e. mental load) sem snýr að öllu utanumhaldi og verkstjórn heimilisins. Þriðja vaktin er ólaunuð og oft ósýnileg ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring á þeim störfum sem tilheyra annarri vaktinni. Þriðja vaktin felur í sér hugrænt skipulag, áætlanir, að leggja á minnið hverju þarf að sinna, hvenær og hvernig, muna eftir að muna. Verkefni sem eru að megninu til huglæg og ósýnileg öðrum en krefjast orku og tíma þess sem þeim sinnir. Erlendar rannsóknir sýna að þessi þriðja vakt er að mestu í höndum kvenna og hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og framgang í starfi, veldur streitu og álagi og stuðlar að kulnun. Er þetta verulegt áhyggjuefni, ekki síst fyrir vinnumarkaðinn og ber að taka alvarlega. Ekki hafa verið gerðar margar íslenskar rannsóknir á þriðju vaktinni hér á landi og er áhugavert að velta fyrir sér hvort íslenskt samfélag sé ólíkt öðrum hvað þetta varðar. Skora ég hér með á stjórnvöld að taka af skarið og gera úttekt á áhrifum þriðju vaktarinnar á jafnrétti á Íslandi. Með auglýsingaherferð VR ,,Stöndum þriðju vaktina saman“ er verið að vekja athygli á þessum mikilvæga þætti í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði. Ef einhver er að velta fyrir sér hver sinni þriðju vaktinni á sínu heimili er hægt að lesa sér nánar til inn á vef VR, vr.is. Þar er einnig að finna sjálfspróf (á ensku) frá Thirdshift.co.uk. Höfundur er formaður jafnréttisnefndar VR.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun