Er samstaða á „þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði? Fríða Thoroddsen skrifar 10. nóvember 2021 07:31 Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti en á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref til að jafna stöðu kynjanna á Íslandi. Ísland stendur framarlega í jafnréttisbaráttunni í alþjóðlegum samanburði, hvergi á Vesturlöndum er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hærra en á Íslandi. Menntunarstig íslenskra kvenna og atvinnuþátttaka er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-landa og Ísland hefur verið á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði (World Economic Forum, 2020). Þá hefur konum fjölgað verulega á Alþingi og í sveitastjórnum landsins. Þrátt fyrir þessa ,,jafnréttisparadís“ er óútskýrður launamunur kynjanna enn til staðar hér á landi og konur eru líklegri en karlmenn til að sinna hlutastörfum. Þá sýna rannsóknir að konur fremur en karlmenn lækka starfshlutfall í launaðri vinnu í kjölfar barneigna. Í ljósi þessa þarf kannski ekki að koma á óvart að konur hafa 13% lægri eftirlaun en karlmenn skv. nýrri skýrslu fjármálafyrirtækjanna Mercer, CFA Institute og Monash háskóla í Ástralíu. Íslenskur vinnumarkaður er talsvert kynskiptur, námsval er kynbundið sem og starfsval. Að auki eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu. Konur eru framkvæmdastjórar í 18% virkra fyrirtækja en bara 13% ef litið er til eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna samkvæmt úttekt Creditinfo. Aðeins ein kona stýrir fyrirtæki á markaði hér á landi. VR stefnir að jafnrétti á vinnumarkaði og horfir til þriðju vaktarinnar VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháði aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Hjá VR starfar jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að fylgja eftir þessari stefnu VR í jafnréttismálum. Félagið hefur í gegnum árin m.a. lagt áherslu á að berjast gegn launamun kynjanna, að fjölga konum í ábyrgðar- og stjórnunarstörfum, að stuðla að jafnrétti og vellíðan á vinnustöðum, að efla menntun kvenna og jafna ábyrgð kynjanna á heimili og börnum. Þetta hefur skilað vissum árangri en eins og sjá má að ofan eigum við enn langt í land. Í ár ákvað jafnréttisnefnd VR að einblína á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði með því að kafa dýpra og horfa dálítið út fyrir boxið. Rannsóknir sýna að jafnrétti á öllum vígstöðvum byrjar heima. Til þess að við, sem samfélag, eigum þess kost að sjá jafnrétti á vinnumarkaði þarf að vera jafnrétti á heimilunum. Í dag eru konur löngu komnar út á vinnumarkaðinn og karlmenn taka í auknum mæli þátt í heimilisstörfum og umönnun barna. Þetta er fyrsta og önnur vaktin. Það sem situr hins vegar eftir er hin svokallaða þriðja vakt eða hugræn byrði (e. mental load) sem snýr að öllu utanumhaldi og verkstjórn heimilisins. Þriðja vaktin er ólaunuð og oft ósýnileg ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring á þeim störfum sem tilheyra annarri vaktinni. Þriðja vaktin felur í sér hugrænt skipulag, áætlanir, að leggja á minnið hverju þarf að sinna, hvenær og hvernig, muna eftir að muna. Verkefni sem eru að megninu til huglæg og ósýnileg öðrum en krefjast orku og tíma þess sem þeim sinnir. Erlendar rannsóknir sýna að þessi þriðja vakt er að mestu í höndum kvenna og hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og framgang í starfi, veldur streitu og álagi og stuðlar að kulnun. Er þetta verulegt áhyggjuefni, ekki síst fyrir vinnumarkaðinn og ber að taka alvarlega. Ekki hafa verið gerðar margar íslenskar rannsóknir á þriðju vaktinni hér á landi og er áhugavert að velta fyrir sér hvort íslenskt samfélag sé ólíkt öðrum hvað þetta varðar. Skora ég hér með á stjórnvöld að taka af skarið og gera úttekt á áhrifum þriðju vaktarinnar á jafnrétti á Íslandi. Með auglýsingaherferð VR ,,Stöndum þriðju vaktina saman“ er verið að vekja athygli á þessum mikilvæga þætti í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði. Ef einhver er að velta fyrir sér hver sinni þriðju vaktinni á sínu heimili er hægt að lesa sér nánar til inn á vef VR, vr.is. Þar er einnig að finna sjálfspróf (á ensku) frá Thirdshift.co.uk. Höfundur er formaður jafnréttisnefndar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti en á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref til að jafna stöðu kynjanna á Íslandi. Ísland stendur framarlega í jafnréttisbaráttunni í alþjóðlegum samanburði, hvergi á Vesturlöndum er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hærra en á Íslandi. Menntunarstig íslenskra kvenna og atvinnuþátttaka er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-landa og Ísland hefur verið á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði (World Economic Forum, 2020). Þá hefur konum fjölgað verulega á Alþingi og í sveitastjórnum landsins. Þrátt fyrir þessa ,,jafnréttisparadís“ er óútskýrður launamunur kynjanna enn til staðar hér á landi og konur eru líklegri en karlmenn til að sinna hlutastörfum. Þá sýna rannsóknir að konur fremur en karlmenn lækka starfshlutfall í launaðri vinnu í kjölfar barneigna. Í ljósi þessa þarf kannski ekki að koma á óvart að konur hafa 13% lægri eftirlaun en karlmenn skv. nýrri skýrslu fjármálafyrirtækjanna Mercer, CFA Institute og Monash háskóla í Ástralíu. Íslenskur vinnumarkaður er talsvert kynskiptur, námsval er kynbundið sem og starfsval. Að auki eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu. Konur eru framkvæmdastjórar í 18% virkra fyrirtækja en bara 13% ef litið er til eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna samkvæmt úttekt Creditinfo. Aðeins ein kona stýrir fyrirtæki á markaði hér á landi. VR stefnir að jafnrétti á vinnumarkaði og horfir til þriðju vaktarinnar VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháði aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Hjá VR starfar jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að fylgja eftir þessari stefnu VR í jafnréttismálum. Félagið hefur í gegnum árin m.a. lagt áherslu á að berjast gegn launamun kynjanna, að fjölga konum í ábyrgðar- og stjórnunarstörfum, að stuðla að jafnrétti og vellíðan á vinnustöðum, að efla menntun kvenna og jafna ábyrgð kynjanna á heimili og börnum. Þetta hefur skilað vissum árangri en eins og sjá má að ofan eigum við enn langt í land. Í ár ákvað jafnréttisnefnd VR að einblína á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði með því að kafa dýpra og horfa dálítið út fyrir boxið. Rannsóknir sýna að jafnrétti á öllum vígstöðvum byrjar heima. Til þess að við, sem samfélag, eigum þess kost að sjá jafnrétti á vinnumarkaði þarf að vera jafnrétti á heimilunum. Í dag eru konur löngu komnar út á vinnumarkaðinn og karlmenn taka í auknum mæli þátt í heimilisstörfum og umönnun barna. Þetta er fyrsta og önnur vaktin. Það sem situr hins vegar eftir er hin svokallaða þriðja vakt eða hugræn byrði (e. mental load) sem snýr að öllu utanumhaldi og verkstjórn heimilisins. Þriðja vaktin er ólaunuð og oft ósýnileg ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring á þeim störfum sem tilheyra annarri vaktinni. Þriðja vaktin felur í sér hugrænt skipulag, áætlanir, að leggja á minnið hverju þarf að sinna, hvenær og hvernig, muna eftir að muna. Verkefni sem eru að megninu til huglæg og ósýnileg öðrum en krefjast orku og tíma þess sem þeim sinnir. Erlendar rannsóknir sýna að þessi þriðja vakt er að mestu í höndum kvenna og hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og framgang í starfi, veldur streitu og álagi og stuðlar að kulnun. Er þetta verulegt áhyggjuefni, ekki síst fyrir vinnumarkaðinn og ber að taka alvarlega. Ekki hafa verið gerðar margar íslenskar rannsóknir á þriðju vaktinni hér á landi og er áhugavert að velta fyrir sér hvort íslenskt samfélag sé ólíkt öðrum hvað þetta varðar. Skora ég hér með á stjórnvöld að taka af skarið og gera úttekt á áhrifum þriðju vaktarinnar á jafnrétti á Íslandi. Með auglýsingaherferð VR ,,Stöndum þriðju vaktina saman“ er verið að vekja athygli á þessum mikilvæga þætti í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði. Ef einhver er að velta fyrir sér hver sinni þriðju vaktinni á sínu heimili er hægt að lesa sér nánar til inn á vef VR, vr.is. Þar er einnig að finna sjálfspróf (á ensku) frá Thirdshift.co.uk. Höfundur er formaður jafnréttisnefndar VR.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun