Eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 20:37 Eldur Elí Bjarkason gekkst undir þrettán klukkustunda lifrarígræðslu í lok ágúst. Hann hefur braggast vel síðan. úr einkasafni Foreldrar átta mánaða drengs, sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð í Svíþjóð í sumar, segja lækna hafa unnið kraftaverk. Drengurinn sé eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu. Eldur Elí fæddist í mars síðastliðnum. Fljótlega kom í ljós að hann var smitaður af veiru sem leiddi á endanum til lifrarbilunar. Í júlí síðastliðnum, þegar hann var um fjögurra mánaða, flugu foreldrar hans með hann til Svíþjóðar þar sem hann þurfti að gangast undir lifrarskiptaaðgerð. En erfiðlega gekk að finna gjafa - þangað til vinkonur Kristínar Gunnarsdóttur, móður Elds Elís, stigu fram ein af annarri. „Og það verður á endanum ein sem er algjörlega hundrað prósent match,“ segir Kristín. „Þeir hafa aldrei upplifað svona marga sem bjóða sig fram. Það eru kannski systkini eða foreldrar en ekki fimmtán manns sem hafa samband. Þeir spurðu bara hvað væri í vatninu hérna á Íslandi,“ bætir Bjarki Páll Eysteinsson, faðir Elds Elís, við. Kapphlaup við tímann á ögurstundu Og það mátti ekki tæpara standa. Eldur Elí var mjög hætt kominn daginn fyrir aðgerðina. „Hann var mjög veikur, hann var kominn á gjörgæslu, þannig að þegar þetta kemur í ljós þá er bara kapp við tímann að koma henni [líffæragjafanum] út og koma honum í aðgerð til að bjarga lífi hans,“ segir Kristín. Gult litarhaft er eitt af einkennum lífrarbilunarinnar sem Eldur Elí glímdi við.úr einkasafni Eldur Elí gekkst undir aðgerðina 27. ágúst. Hún tók fjórtán klukkutíma og honum var haldið sofandi næstu fjóra daga á eftir. Eitt aðaleinkenni veikindanna var gult litarhaft litla drengsins - og faðir hans er ekki í vafa þegar hann er spurður um eftirminnilegasta augnablikið úti í Svíþjóð. „Hann var náttúrulega búinn að vera gulur og með gul augu síðan hann fæddist. Svo opnar hann augun á fimmta degi og þau eru bara skjannahvít. Það var móment sem maður gleymir ekki. Ég hringdi beint í Kristínu og við skiptum, ég hleyp út og hún inn,“ segir Bjarki. Eldur Elí og eldri systkinin tvö, sem bjuggu hjá ömmu og afa á Íslandi þegar litli bróðir dvaldi á spítalanum.úr einkasafni Eins og nýtt barn Kristín og Bjarki voru þrjá mánuði úti í Svíþjóð með Eld Elí, fjarri eldri börnum sínum tveimur. Magnaður bati Elds Elís hefur vakið mikla athygli ytra en Kristín og Markus Gäbel, skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á Eldi Elí, hafa í dag rætt við sænska fjölmiðla um málið. „Það eru ótrúlegar framfarir. Það eru fimm vikur síðan við komum heim og munurinn á honum er bara, maður trúir því ekki. Þetta er nýtt barn,“ segir Bjarki. Kristín tekur heilshugar undir það. „Hann hefur fengið algjöra nýja byrjun. Hann er bara flottastur,“ segir Kristín. Viðtal við Kristínu og Bjarka (sem ranglega er nefndur Brynjar í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar), og svipmyndir frá spítaladvölinni í Svíþjóð, má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ítarlega verður greint frá sögu Elds Elís, rætt við foreldra hans og líffæragjafann í Íslandi í dag á næstunni. Í fangi mömmu. Með pabba á sjúkrahúsinu.úr einkasafni Kristín og Eldur Elí, áður en hann fékk nýja lifur.úr einkasafni Börn og uppeldi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Líffæragjöf Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Eldur Elí fæddist í mars síðastliðnum. Fljótlega kom í ljós að hann var smitaður af veiru sem leiddi á endanum til lifrarbilunar. Í júlí síðastliðnum, þegar hann var um fjögurra mánaða, flugu foreldrar hans með hann til Svíþjóðar þar sem hann þurfti að gangast undir lifrarskiptaaðgerð. En erfiðlega gekk að finna gjafa - þangað til vinkonur Kristínar Gunnarsdóttur, móður Elds Elís, stigu fram ein af annarri. „Og það verður á endanum ein sem er algjörlega hundrað prósent match,“ segir Kristín. „Þeir hafa aldrei upplifað svona marga sem bjóða sig fram. Það eru kannski systkini eða foreldrar en ekki fimmtán manns sem hafa samband. Þeir spurðu bara hvað væri í vatninu hérna á Íslandi,“ bætir Bjarki Páll Eysteinsson, faðir Elds Elís, við. Kapphlaup við tímann á ögurstundu Og það mátti ekki tæpara standa. Eldur Elí var mjög hætt kominn daginn fyrir aðgerðina. „Hann var mjög veikur, hann var kominn á gjörgæslu, þannig að þegar þetta kemur í ljós þá er bara kapp við tímann að koma henni [líffæragjafanum] út og koma honum í aðgerð til að bjarga lífi hans,“ segir Kristín. Gult litarhaft er eitt af einkennum lífrarbilunarinnar sem Eldur Elí glímdi við.úr einkasafni Eldur Elí gekkst undir aðgerðina 27. ágúst. Hún tók fjórtán klukkutíma og honum var haldið sofandi næstu fjóra daga á eftir. Eitt aðaleinkenni veikindanna var gult litarhaft litla drengsins - og faðir hans er ekki í vafa þegar hann er spurður um eftirminnilegasta augnablikið úti í Svíþjóð. „Hann var náttúrulega búinn að vera gulur og með gul augu síðan hann fæddist. Svo opnar hann augun á fimmta degi og þau eru bara skjannahvít. Það var móment sem maður gleymir ekki. Ég hringdi beint í Kristínu og við skiptum, ég hleyp út og hún inn,“ segir Bjarki. Eldur Elí og eldri systkinin tvö, sem bjuggu hjá ömmu og afa á Íslandi þegar litli bróðir dvaldi á spítalanum.úr einkasafni Eins og nýtt barn Kristín og Bjarki voru þrjá mánuði úti í Svíþjóð með Eld Elí, fjarri eldri börnum sínum tveimur. Magnaður bati Elds Elís hefur vakið mikla athygli ytra en Kristín og Markus Gäbel, skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á Eldi Elí, hafa í dag rætt við sænska fjölmiðla um málið. „Það eru ótrúlegar framfarir. Það eru fimm vikur síðan við komum heim og munurinn á honum er bara, maður trúir því ekki. Þetta er nýtt barn,“ segir Bjarki. Kristín tekur heilshugar undir það. „Hann hefur fengið algjöra nýja byrjun. Hann er bara flottastur,“ segir Kristín. Viðtal við Kristínu og Bjarka (sem ranglega er nefndur Brynjar í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar), og svipmyndir frá spítaladvölinni í Svíþjóð, má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ítarlega verður greint frá sögu Elds Elís, rætt við foreldra hans og líffæragjafann í Íslandi í dag á næstunni. Í fangi mömmu. Með pabba á sjúkrahúsinu.úr einkasafni Kristín og Eldur Elí, áður en hann fékk nýja lifur.úr einkasafni
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Líffæragjöf Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira