Pólverjar saka Hvítrússa um að smala fólki að landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2021 13:06 Úr myndbandi sem tekið var úr þyrlu yfir landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Varnarmálaráðuneyti Póllands Pólverjar sökuðu í morgun stjórnvöld Hvíta-Rússlands um að undirbúa umfangsmikla ögrun með því að smala stórum hópi flótta- og farandfólks að landamærum Póllands. Fjöldi hermanna hafa verið sendir að landamærunum. Utanríkisráðherra Póllands sagði í útvarpsviðtali að Hvítrússar vonuðust til þess að átök ættu sér stað og jafnvel að einhverjir yrðu skotnir til bana. Það sagði hann í útvarpsviðtali samkvæmt frétt DW. Fyrr í morgun hafði Varnarmálaráðuneyti Póllands birt myndband sem tekið var úr þyrlu við bæinn Gmina Kuznica og sýndi fjölda fólks við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Grupa migrantów znajduje si obecnie w okolicach Ku nicy pic.twitter.com/w5VxXp9QqQ— Ministerstwo Obrony Narodowej (@MON_GOV_PL) November 8, 2021 Pólverjar segja hermenn frá Hvíta-Rússlandi hafa flutt hópinn að landamærunum. Myndbönd frá Hvíta-Rússlandi styðja þá ásökun en á þeim má sjá hermenn fylgja fólkinu. NEXTA fréttaveitan, sem rekin er af andstæðingum Viktors Lukasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, segja marga Kúrda frá Írak vera í hópnum og þar séu margar konur og börn. Þá segir fréttaveitan að hermenn hafi notað hunda til að smala fólki að landamærum Póllands. #Belarusian military with dogs drove migrants off the road into the forestThey did not reach the checkpoint. Most of the #migrants in the convoy are #Kurds who have recently arrived in #Belarus from #Iraq. There are many women and children among them. pic.twitter.com/52TJbYbdgY— NEXTA (@nexta_tv) November 8, 2021 Litháar hafa einnig sent hermenn að landamærum Litháens og Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Reuters. Evrópusambandið hefur sakað ríkisstjórn Lukasjenka um að nota flótta- og farandfólk sem vopn gegn Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota ríkisstjórnar hans í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn hans hefur hvatt fólk frá Afríku og Mið-Austurlöndum til að ferðast þangað og reyna að komast þaðan til Evrópu. Þá hafa Pólverjar verið gagnrýndir fyrir að reka fólkið aftur til Hvíta-Rússlands og sakaðir um að brjóta á réttindum þeirra. Sjá einnig: Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Franak Viačorka, ráðgjafi Svetlönu Tíkanovskaju, sem er fyrrverandi forsetaframbjóðandi og einn helsti andstæðingur Lúkasjenka, segir ríkisstjórn Hvíta-Rússlands þvinga þetta flótta- og farandfólk til að sofa úti við erfiðar aðstæður. Þeim sé til að mynda meinað að fara inn í verslunarmiðstöðvar og lestarstöðvar. Fólk hefur fundist látið beggja megin við landamærin. Hér má sjá myndand frá landamærunum. VIDEO: Standoff between Polish military police and refugees after they were herded into no-mans-land by Belarusian security forces. - @TadeuszGiczan pic.twitter.com/JsgTPyti3j— Conflict News (@Conflicts) November 8, 2021 Hvíta-Rússland Pólland Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6. október 2021 12:08 Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar. 28. september 2021 16:00 Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Utanríkisráðherra Póllands sagði í útvarpsviðtali að Hvítrússar vonuðust til þess að átök ættu sér stað og jafnvel að einhverjir yrðu skotnir til bana. Það sagði hann í útvarpsviðtali samkvæmt frétt DW. Fyrr í morgun hafði Varnarmálaráðuneyti Póllands birt myndband sem tekið var úr þyrlu við bæinn Gmina Kuznica og sýndi fjölda fólks við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Grupa migrantów znajduje si obecnie w okolicach Ku nicy pic.twitter.com/w5VxXp9QqQ— Ministerstwo Obrony Narodowej (@MON_GOV_PL) November 8, 2021 Pólverjar segja hermenn frá Hvíta-Rússlandi hafa flutt hópinn að landamærunum. Myndbönd frá Hvíta-Rússlandi styðja þá ásökun en á þeim má sjá hermenn fylgja fólkinu. NEXTA fréttaveitan, sem rekin er af andstæðingum Viktors Lukasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, segja marga Kúrda frá Írak vera í hópnum og þar séu margar konur og börn. Þá segir fréttaveitan að hermenn hafi notað hunda til að smala fólki að landamærum Póllands. #Belarusian military with dogs drove migrants off the road into the forestThey did not reach the checkpoint. Most of the #migrants in the convoy are #Kurds who have recently arrived in #Belarus from #Iraq. There are many women and children among them. pic.twitter.com/52TJbYbdgY— NEXTA (@nexta_tv) November 8, 2021 Litháar hafa einnig sent hermenn að landamærum Litháens og Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Reuters. Evrópusambandið hefur sakað ríkisstjórn Lukasjenka um að nota flótta- og farandfólk sem vopn gegn Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota ríkisstjórnar hans í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn hans hefur hvatt fólk frá Afríku og Mið-Austurlöndum til að ferðast þangað og reyna að komast þaðan til Evrópu. Þá hafa Pólverjar verið gagnrýndir fyrir að reka fólkið aftur til Hvíta-Rússlands og sakaðir um að brjóta á réttindum þeirra. Sjá einnig: Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Franak Viačorka, ráðgjafi Svetlönu Tíkanovskaju, sem er fyrrverandi forsetaframbjóðandi og einn helsti andstæðingur Lúkasjenka, segir ríkisstjórn Hvíta-Rússlands þvinga þetta flótta- og farandfólk til að sofa úti við erfiðar aðstæður. Þeim sé til að mynda meinað að fara inn í verslunarmiðstöðvar og lestarstöðvar. Fólk hefur fundist látið beggja megin við landamærin. Hér má sjá myndand frá landamærunum. VIDEO: Standoff between Polish military police and refugees after they were herded into no-mans-land by Belarusian security forces. - @TadeuszGiczan pic.twitter.com/JsgTPyti3j— Conflict News (@Conflicts) November 8, 2021
Hvíta-Rússland Pólland Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6. október 2021 12:08 Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar. 28. september 2021 16:00 Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6. október 2021 12:08
Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar. 28. september 2021 16:00
Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15