Pétur er 30 ára lögfræðingur og starfar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hann sat í stjórn Hallveigar starfsárið 2020-2021. Pétur hefur einnig setið í stjórnum Félagsstofnunar stúdenta, ELSA (European Law Students‘ Accosiation) á Íslandi, Stúdentasjóðs, Orator, Borðtennissambands Íslands, Vöku og Skólafélags MR.

Pétur starfaði áður hjá Óbyggðanefnd og sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann var aðstoðarkennari í réttarheimspeki og almennri lögfræði meðfram laganámi og hefur einnig sinnt kennslu í stjórnsýslurétti.
Kjörnir meðstjórnendur Hallveigar eru:
- Boyd Stephen - framhaldsskólanemi við Kvennaskólann
- Gréta Dögg Þórisdóttir - laganemi
- Hjördís Sveinsdóttir - sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
- Ingiríður Halldórsdóttir - öryrki
- Magnús Jochum Pálsson - íslenskufræðingur
- Soffía Svanhvít Árnadóttir - framhaldsskólanemi við Menntaskólann við Hamrahlíð
- Stefán Gunnar Sigurðsson - tómstunda- og félagsmálafræðingur
