Dagbók frá Glasgow Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 14:31 Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015. Fyrstu dagarnir á ráðstefnunni gefa tilefni til að vera vongóð. Við sjáum til dæmis Indland mæta með markmið um kolefnishlutleysi í fyrsta sinn, en þá fylltist upp í stórt púsl sem vantaði á alþjóðasviðinu. Þó svo að Indland hefði getað gengið lengra er þetta líklegt til að setja aukinn þrýsting á t.d. Kína að gera enn betur. Á fimmtudag kom yfirlýsing frá mörgum af mestu kolafíklum heims, Indónesíu og Póllandi og fleirum, um að þau ætluðu að setja sér markmið um að hætta að brenna kol til orkuframleiðslu. Aftur; metnaðurinn mætti vera meiri en þetta eru allt saman skref í rétta átt. Sama dag kom jafnframt yfirlýsing frá tuttugu ríkjum og alþjóðastofnunum um að þau ætli að hætta að fjárfesta í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta er risastórt skref og mjög hryggilegt að Ísland hafi ekki tekið þátt í því. Þarna eigum við í krafti stöðu okkar sem eins af ríku löndunum að tala hátt, skýrt og fyrir framtíðinni. Því miður var það ekki raunin þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra steig í pontu í leiðtogaumræðunum. Hún flutti ræðu þar sem ekkert nýtt var að frétta, þetta var endurtekning á gömlum og metnaðarlitlum markmiðum ríkisstjórnarinnar. Svo fór hún og í hennar stað kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir orkumálaráðherra, væntanlega til að selja heiminum hugmyndina um að botnvirkja Ísland í þágu loftslagsmála. Ég vona að það verði ekki skilaboðin sem Ísland skilur eftir í Glasgow en veit alla vega að ég mun fylgjast vel með. Segjum skilið við sýndarsamráð Allir dagar á loftslagsráðstefnunni eru með sína eigin yfirskrift. Fyrst voru t.a.m. leiðtogadagar, svo hafa fjármál og orka átt hvort sinn daginn. Á föstudag áttu ungmennin hins vegar sviðið, sem ætla má að sé gríðarlega mikilvægt í málaflokki sem snertir umfram allt fólkið sem er yngst í dag og komandi kynslóðir - þ.e. hvernig við skilum jörðinni í þeirra hendur. Það er áberandi hvað þátttaka ungs fólks á þessum fundum hefur aukist mikið á undanförnum árum, enda eru mörg ríki farin að senda sérstaka ungmennafulltrúa til að taka þátt í fundunum. Á sama tíma sjáum við hins vegar, eins og oft vill verða þegar aðkoma ungs fólks að stjórnmálum er annars vegar, að samráðið virðist aðeins vera á yfirborðinu. Ungmennafulltrúarnir fá oft ekki sæti á stóra sviðinu, heldur á sérstökum „ungmennaviðburðum.“ Það segir sína sögu að ungmennadagurinn á þessari ráðstefnu hafi verið settur á föstudegi. Þá voru stór mótmæli í Glasgow, enda hefur Greta Thunberg og hennar hreyfing gert föstudagsmótmæli að aðalsmerki sínu. Ungir aðgerðarsinnar þurftu því að gera upp á milli þess að fara út á götur að mótmæla með félögum sínum eða mæta á ráðstefnuna á fundi. Sjálfur sótti ég fundi á föstudag um hvernig stjórnmálin gætu orðið betri í að hlusta á raddir unga fólksins. Þar fræddist ég um ýmsar sniðugar útfærslur á samráði sem mig langar að skoða alvarlega að hrinda í framkvæmd þegar ég kem aftur heim til Íslands. Þó svo að við séum að gera ýmislegt ágætt í þessum málum þá þurfum við að gera miklu betur - hvort sem það er í samráði við ungt fólk um loftslagsmál eða hvaða önnur samfélagsmál sem er. 100 þúsund raddir Hér að neðan eru svo stutt skilaboð frá fjölmennum mótmælum í Glasgow í gær. Þar voru skilaboðin skýr: Gera meira - strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Fylgjast má með ferð hans á COP26 hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Loftslagsmál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015. Fyrstu dagarnir á ráðstefnunni gefa tilefni til að vera vongóð. Við sjáum til dæmis Indland mæta með markmið um kolefnishlutleysi í fyrsta sinn, en þá fylltist upp í stórt púsl sem vantaði á alþjóðasviðinu. Þó svo að Indland hefði getað gengið lengra er þetta líklegt til að setja aukinn þrýsting á t.d. Kína að gera enn betur. Á fimmtudag kom yfirlýsing frá mörgum af mestu kolafíklum heims, Indónesíu og Póllandi og fleirum, um að þau ætluðu að setja sér markmið um að hætta að brenna kol til orkuframleiðslu. Aftur; metnaðurinn mætti vera meiri en þetta eru allt saman skref í rétta átt. Sama dag kom jafnframt yfirlýsing frá tuttugu ríkjum og alþjóðastofnunum um að þau ætli að hætta að fjárfesta í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta er risastórt skref og mjög hryggilegt að Ísland hafi ekki tekið þátt í því. Þarna eigum við í krafti stöðu okkar sem eins af ríku löndunum að tala hátt, skýrt og fyrir framtíðinni. Því miður var það ekki raunin þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra steig í pontu í leiðtogaumræðunum. Hún flutti ræðu þar sem ekkert nýtt var að frétta, þetta var endurtekning á gömlum og metnaðarlitlum markmiðum ríkisstjórnarinnar. Svo fór hún og í hennar stað kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir orkumálaráðherra, væntanlega til að selja heiminum hugmyndina um að botnvirkja Ísland í þágu loftslagsmála. Ég vona að það verði ekki skilaboðin sem Ísland skilur eftir í Glasgow en veit alla vega að ég mun fylgjast vel með. Segjum skilið við sýndarsamráð Allir dagar á loftslagsráðstefnunni eru með sína eigin yfirskrift. Fyrst voru t.a.m. leiðtogadagar, svo hafa fjármál og orka átt hvort sinn daginn. Á föstudag áttu ungmennin hins vegar sviðið, sem ætla má að sé gríðarlega mikilvægt í málaflokki sem snertir umfram allt fólkið sem er yngst í dag og komandi kynslóðir - þ.e. hvernig við skilum jörðinni í þeirra hendur. Það er áberandi hvað þátttaka ungs fólks á þessum fundum hefur aukist mikið á undanförnum árum, enda eru mörg ríki farin að senda sérstaka ungmennafulltrúa til að taka þátt í fundunum. Á sama tíma sjáum við hins vegar, eins og oft vill verða þegar aðkoma ungs fólks að stjórnmálum er annars vegar, að samráðið virðist aðeins vera á yfirborðinu. Ungmennafulltrúarnir fá oft ekki sæti á stóra sviðinu, heldur á sérstökum „ungmennaviðburðum.“ Það segir sína sögu að ungmennadagurinn á þessari ráðstefnu hafi verið settur á föstudegi. Þá voru stór mótmæli í Glasgow, enda hefur Greta Thunberg og hennar hreyfing gert föstudagsmótmæli að aðalsmerki sínu. Ungir aðgerðarsinnar þurftu því að gera upp á milli þess að fara út á götur að mótmæla með félögum sínum eða mæta á ráðstefnuna á fundi. Sjálfur sótti ég fundi á föstudag um hvernig stjórnmálin gætu orðið betri í að hlusta á raddir unga fólksins. Þar fræddist ég um ýmsar sniðugar útfærslur á samráði sem mig langar að skoða alvarlega að hrinda í framkvæmd þegar ég kem aftur heim til Íslands. Þó svo að við séum að gera ýmislegt ágætt í þessum málum þá þurfum við að gera miklu betur - hvort sem það er í samráði við ungt fólk um loftslagsmál eða hvaða önnur samfélagsmál sem er. 100 þúsund raddir Hér að neðan eru svo stutt skilaboð frá fjölmennum mótmælum í Glasgow í gær. Þar voru skilaboðin skýr: Gera meira - strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Fylgjast má með ferð hans á COP26 hér.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun