Flugvélin var á leið frá Goiania til Caratinga norður af Rio de Janeiro þegar hún fórst. Auk söngkonunnar fórust fjórir aðrir farþegar, þeirra á meðal frændi hennar og framleiðandi hennar. Mendonça er vinsælasta dægurlagasöngkona Brasilíu.

Syrgjendur tóku að safnast saman fyrir framan íþróttahöll í heimaborg hennar strax á föstudag en minningarathöfn um hana fór fram í íþróttahöllinni í gær þar sem kista hennar var. Tugir þúsunda aðdáenda biðu í röðum í steikjandi hita fyrir utan íþróttahöllina eftir því að komast að kistunni til að votta söngkonunni virðingu sína.
Marília Mendonça var kántrísöngkona og mikill feministi og fjölluðu textar hennar margir um valdeflingu kvenna og andúð á heimilisofbeldi. Hún var á leið að halda tónleika þegar flugvél hennar fórst en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að flugvélin hrapaði neðan við foss.
Skömmu fyrir brottförina póstaði Mendonca myndbandi af sér þar sem hún var á leið um borð í flugvélina.