Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 09:00 Tónleikahátíðin var blásin af eftir atburði föstudagskvöldsins. AP Photo/Michael Wyke Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. Tugir slösuðust á tónleikunum þar sem mikil troðningur var. Svo virðist sem of margir hafi verið staddir á svæðinu en fjöldi fólks hafði troðist þangað inn á föstudag. Mikill troðningur skapaðist á tónleikum rapparans Travis Scott, sem jafnframt stofnaði hátíðina, rétt eftir níu á föstudagskvöld. Svo virðist sem geðshræring hafi gripið um sig meðal tónleikagesta sem fóru að reyna að troða sér nær sviðinu og endaði það þannig að átta urðu undir og dóu. Lögreglan hefur jafnframt til rannsóknar hvort einhver í hópnum hafi verið að byrla fyrir fólki ólyfjan. Mikil ringulreið skapaðist meðal tónleikagesta eftir því sem fleiri slösuðust. Viðbragðsaðilar á vegum tónlistarhátíðarinnar höfðu varla undan en hlúa þurfti að minnst þrjú hundruð á staðnum. Manndráps- og fíkniefnadeild lögreglunar mun hafa málið til rannsóknar. Lögð verður áhersla á að finna orsök troðningsins og ástæðu þess hvers vegna fólki tókst ekki að komast undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þurftu þónokkrir tónleikagestir að fá lyf, sem vinnur gegn áhrifum of stórs skammts vímuefna. Þar á meðal er öryggisvörður og segir lögregla merki um á líkama hans að hann hafi verið stunginn með nál þetta föstudagskvöld. „Okkur hefur borist tilkynning frá öryggisverði um að hann hafi verið að teygja sig eftir tónleikagesti til að ná á honum taki en þá hafi hann fundið sting á hálsinum sínum.“ sagði Troy Finner, lögreglustjóri í Houston á blaðamannafundi í gær. Lögreglan í Houston hefur til rannsóknar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Travis Scott á Astroworld tónlistarhátíðinni.AP Photo/Michael Wyke „Þegar hann gekkst undir læknisskoðun missti hann meðvitund. Það tókst að koma honum aftur til meðvitundar og tók heilbrigðisstarfsfólk tók eftir fari á hálsi hans sem svipar til áverka eftir nál.“ Travis Scott sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Twitter þar sem hann þakkaði lögreglunni í Houston, slökkviliðinu og tónleikasvæðinu fyrir snör viðbrögð og stuðning. pic.twitter.com/ijXKslw7E2— TRAVIS SCOTT (@trvisXX) November 6, 2021 „Ég er miður mín eftir atburði gærkvöldsins. Ég bið fyrir fjölskyldum og öllum þeim sem hlutu skaða af því sem gerðit á Astroworld tónlistarhátíðinni,“ skrifaði Scott. „Ég mun veita lögreglunni í Houston allan þann stuðning sem hún þarf á meðan á rannsókninni stendur. Ég er ákveðinn í því að vinna með samfélaginu í Houston að því að jafna sig á þessu og styðja fjölskyldur sem á þurfa að halda.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Tugir slösuðust á tónleikunum þar sem mikil troðningur var. Svo virðist sem of margir hafi verið staddir á svæðinu en fjöldi fólks hafði troðist þangað inn á föstudag. Mikill troðningur skapaðist á tónleikum rapparans Travis Scott, sem jafnframt stofnaði hátíðina, rétt eftir níu á föstudagskvöld. Svo virðist sem geðshræring hafi gripið um sig meðal tónleikagesta sem fóru að reyna að troða sér nær sviðinu og endaði það þannig að átta urðu undir og dóu. Lögreglan hefur jafnframt til rannsóknar hvort einhver í hópnum hafi verið að byrla fyrir fólki ólyfjan. Mikil ringulreið skapaðist meðal tónleikagesta eftir því sem fleiri slösuðust. Viðbragðsaðilar á vegum tónlistarhátíðarinnar höfðu varla undan en hlúa þurfti að minnst þrjú hundruð á staðnum. Manndráps- og fíkniefnadeild lögreglunar mun hafa málið til rannsóknar. Lögð verður áhersla á að finna orsök troðningsins og ástæðu þess hvers vegna fólki tókst ekki að komast undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þurftu þónokkrir tónleikagestir að fá lyf, sem vinnur gegn áhrifum of stórs skammts vímuefna. Þar á meðal er öryggisvörður og segir lögregla merki um á líkama hans að hann hafi verið stunginn með nál þetta föstudagskvöld. „Okkur hefur borist tilkynning frá öryggisverði um að hann hafi verið að teygja sig eftir tónleikagesti til að ná á honum taki en þá hafi hann fundið sting á hálsinum sínum.“ sagði Troy Finner, lögreglustjóri í Houston á blaðamannafundi í gær. Lögreglan í Houston hefur til rannsóknar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Travis Scott á Astroworld tónlistarhátíðinni.AP Photo/Michael Wyke „Þegar hann gekkst undir læknisskoðun missti hann meðvitund. Það tókst að koma honum aftur til meðvitundar og tók heilbrigðisstarfsfólk tók eftir fari á hálsi hans sem svipar til áverka eftir nál.“ Travis Scott sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Twitter þar sem hann þakkaði lögreglunni í Houston, slökkviliðinu og tónleikasvæðinu fyrir snör viðbrögð og stuðning. pic.twitter.com/ijXKslw7E2— TRAVIS SCOTT (@trvisXX) November 6, 2021 „Ég er miður mín eftir atburði gærkvöldsins. Ég bið fyrir fjölskyldum og öllum þeim sem hlutu skaða af því sem gerðit á Astroworld tónlistarhátíðinni,“ skrifaði Scott. „Ég mun veita lögreglunni í Houston allan þann stuðning sem hún þarf á meðan á rannsókninni stendur. Ég er ákveðinn í því að vinna með samfélaginu í Houston að því að jafna sig á þessu og styðja fjölskyldur sem á þurfa að halda.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30