Dæmi um að greiðsluhækkanir til ellilífeyrisþega skerðist um 75 prósent Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 19:01 Foto: Dæmi um skerðingar Hækkun greiðslna Lífeyrissjóðs verslunarmanna til félagsmanna skerðast um allt að 75 prósent vegna lækkunar bóta Tryggingastofnunar á móti. Þá skerðist eingreiðsla lífeyrissjóðsins til félagsmanna um tugi prósenta. Lífeyrissjóður verslunarmanna tilkynnti í gær að vegna þess hve ávöxtun eigna hafi verið góð undanfarin ár sé hægt að hækka lífeyrisgreiðslur um 10%. Ellilífeyrisþegar fá þó ekki hækkunina beint í vasann og þá skiptir máli frá hverjum og hversu háar greiðslur þeir fá fyrir hækkunina. Þannig skerðist greiðslan hjá ellilífeyrisþega sem er með fimm hundruð þúsund krónur samanlagt frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði um ríflega 73%. Þannig að í stað þess að fá 50 þúsund krónur fær hann eftir skerðingu aðeins ríflega 13 þúsund krónur. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk,Vísir Greiðslur til einstaklings sem fær ekki lífeyri frá Tryggingastofnun en er aðeins með greiðslur frá lífeyrissjóðum upp á 617 þúsund krónur skerðast hins vegar aðeins um skattprósentuna eða tæplega 38%. Þannig að sá aðili fær ríflega 38 þúsund krónur af 61.700. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk, sérstaklega fyrir þá sem eru með lágar greiðslur. „Þeir sem eru með blandaðar tekjur frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun þeir fá skerðingu eins og áður. Sá sem er þannig að fá hækkun frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna um 20 þúsund krónur heldur eftir um fimm þúsund krónum á mánuði þegar búið er að reikna alla skatta og skerðingar,“ segir hún. Lífeyrissjóður Verslunarmanna greiddi einnig út eingreiðslu sem var að meðaltali um 76 þúsund krónur á hvern ellilífeyrisþega. Þar kemur líka til skerðingar hjá þeim sem fá greiðslu frá Tryggingastofnun en þeir fá aðeins um 60% upphæðarinnar í vasann. „Þarna kom líka fram heilmiklar skerðingar sem Tryggingastofnun tekur til sín,“ segir hún Hún segir þetta enn og aftur sýna hversu ósanngjarnar skerðingarnar virka. „Við í Gráa hernum erum náttúrulega í málaferlum vegna þessara skerðinga og erum bara að bíða eftir því hvernig það kemur út,“ segir hún. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál. „Þetta er eitt af því sem við vorum að skoða á síðasta kjörtímabili. Þá er þetta eitt af því sem allir stjórnmálalokkar ávörpuðu fyrir síðustu kosningar. Þannig að ég hef trú á því að við stígum einhver skref verði farin en hver þau verða kemur bara í ljós í þeirri ríkisstjórnarmyndun sem nú er í gangi,“ segir Ásmundur. Eldri borgarar Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót. 4. nóvember 2021 09:36 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Lífeyrissjóður verslunarmanna tilkynnti í gær að vegna þess hve ávöxtun eigna hafi verið góð undanfarin ár sé hægt að hækka lífeyrisgreiðslur um 10%. Ellilífeyrisþegar fá þó ekki hækkunina beint í vasann og þá skiptir máli frá hverjum og hversu háar greiðslur þeir fá fyrir hækkunina. Þannig skerðist greiðslan hjá ellilífeyrisþega sem er með fimm hundruð þúsund krónur samanlagt frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði um ríflega 73%. Þannig að í stað þess að fá 50 þúsund krónur fær hann eftir skerðingu aðeins ríflega 13 þúsund krónur. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk,Vísir Greiðslur til einstaklings sem fær ekki lífeyri frá Tryggingastofnun en er aðeins með greiðslur frá lífeyrissjóðum upp á 617 þúsund krónur skerðast hins vegar aðeins um skattprósentuna eða tæplega 38%. Þannig að sá aðili fær ríflega 38 þúsund krónur af 61.700. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk, sérstaklega fyrir þá sem eru með lágar greiðslur. „Þeir sem eru með blandaðar tekjur frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun þeir fá skerðingu eins og áður. Sá sem er þannig að fá hækkun frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna um 20 þúsund krónur heldur eftir um fimm þúsund krónum á mánuði þegar búið er að reikna alla skatta og skerðingar,“ segir hún. Lífeyrissjóður Verslunarmanna greiddi einnig út eingreiðslu sem var að meðaltali um 76 þúsund krónur á hvern ellilífeyrisþega. Þar kemur líka til skerðingar hjá þeim sem fá greiðslu frá Tryggingastofnun en þeir fá aðeins um 60% upphæðarinnar í vasann. „Þarna kom líka fram heilmiklar skerðingar sem Tryggingastofnun tekur til sín,“ segir hún Hún segir þetta enn og aftur sýna hversu ósanngjarnar skerðingarnar virka. „Við í Gráa hernum erum náttúrulega í málaferlum vegna þessara skerðinga og erum bara að bíða eftir því hvernig það kemur út,“ segir hún. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál. „Þetta er eitt af því sem við vorum að skoða á síðasta kjörtímabili. Þá er þetta eitt af því sem allir stjórnmálalokkar ávörpuðu fyrir síðustu kosningar. Þannig að ég hef trú á því að við stígum einhver skref verði farin en hver þau verða kemur bara í ljós í þeirri ríkisstjórnarmyndun sem nú er í gangi,“ segir Ásmundur.
Eldri borgarar Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót. 4. nóvember 2021 09:36 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót. 4. nóvember 2021 09:36
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent