Vinnan heldur áfram Drífa Snædal skrifar 5. nóvember 2021 13:00 Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. Þeir samningar voru góðir fyrir samfélagið og sama má segja um kjarasamninga sem Efling gerði við Reykjavíkurborg og fleiri og kostuðu umtalsverð átök. Undir forystu Sólveigar Önnu gerði Efling einnig skurk í málefnum erlendra félagsmanna, sem var löngu tímabært. Í þessum verkefnum hefur Efling vaxið og mætt betur þörfum síns félagsfólks. Þegar miðstjórn ASÍ afgreiddi afsögn Sólveigar Önnu sem 2. varaforseta Alþýðusambandsins og fulltrúa í miðstjórn var henni þökkuð samfylgdin og barátta hennar og störf í þágu hreyfingarinnar. Það er ekkert nýtt að gusti innan verkalýðshreyfingarinnar. Saga Alþýðusambands Íslands og saga einstakra stéttarfélaga er uppfull af átökum, enda samanstendur hreyfingin af fólki sem vill hafa áhrif á sitt samfélag, fólki sem vill sjá breytingar til hins betra. En sagan er líka full af samtakamætti og slagkrafti sem hefur undirbyggt þau lífsgæði sem einkenna samfélagið á Íslandi. Viðburðir vikunnar hafa varpað ljósi á stöðu starfsfólks innan stéttarfélaga, stöðu trúnaðarmanna og félagslega kjörinna fulltrúa. Um það vil ég segja: það eiga allir skilið að líða vel í starfi, og á það jafnt við um starfsfólk, trúnaðarmenn eða félagslega kjörið fólk. Starfsfólk stéttarfélaganna er í framlínu frá degi til dags í þjónustu við félagsmenn. Það mæðir oft mikið á því fólki og það á heiður og virðingu skilda fyrir að sinna sínum störfum. Enda velst þar iðulega til starfa fólk sem trúir á mikilvægi vinnunnar, nauðsyn þess að tryggja heilbrigt, öruggt og réttlátt starfsumhverfi og hefur vilja til að vernda og styrkja stöðu launafólks á vinnumarkaði. Í flestum stéttarfélögum, líkt og á öðrum vinnustöðum, eru starfandi trúnaðarmenn starfsfólks. Trúnaðarmönnum ber að tala máli starfsfólks inni á vinnustað en það getur verið afar erfið staða eins og trúnaðarmenn um allt land vita mæta vel. Það er engin tilviljun að trúnaðarmenn njóta lagalegrar verndar enda geta þeir lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál koma upp á vinnustöðum. Þótt skerist stundum í odda innan stéttarfélaga og innan verkalýðshreyfingarinnar þá skiptir máli að halda athyglinni á starfinu sjálfu. Félagsmenn geti leitað til síns félags eftir þjónustu og baráttan fyrir þeirra hagsmunum haldi áfram hvað sem öðru líður. Kraftur verkalýðshreyfingarinnar er í gegnum samstöðu og þess vegna er það grundvallaratriði að traust og gagnkvæm virðing sé ríkjandi. Okkar bíða risavaxin verkefni, kjarasamningar á næsta ári auk þeirra fjölmörgu atriða sem þarf að þrýsta á stjórnvöld að efna, ekki síst í húsnæðismálum til að bæta lífsgæði vinnandi fólks og almennings alls. Verkefnið núna er að horfa fram á veginn og vinna að þessum aðkallandi verkefnum. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. Þeir samningar voru góðir fyrir samfélagið og sama má segja um kjarasamninga sem Efling gerði við Reykjavíkurborg og fleiri og kostuðu umtalsverð átök. Undir forystu Sólveigar Önnu gerði Efling einnig skurk í málefnum erlendra félagsmanna, sem var löngu tímabært. Í þessum verkefnum hefur Efling vaxið og mætt betur þörfum síns félagsfólks. Þegar miðstjórn ASÍ afgreiddi afsögn Sólveigar Önnu sem 2. varaforseta Alþýðusambandsins og fulltrúa í miðstjórn var henni þökkuð samfylgdin og barátta hennar og störf í þágu hreyfingarinnar. Það er ekkert nýtt að gusti innan verkalýðshreyfingarinnar. Saga Alþýðusambands Íslands og saga einstakra stéttarfélaga er uppfull af átökum, enda samanstendur hreyfingin af fólki sem vill hafa áhrif á sitt samfélag, fólki sem vill sjá breytingar til hins betra. En sagan er líka full af samtakamætti og slagkrafti sem hefur undirbyggt þau lífsgæði sem einkenna samfélagið á Íslandi. Viðburðir vikunnar hafa varpað ljósi á stöðu starfsfólks innan stéttarfélaga, stöðu trúnaðarmanna og félagslega kjörinna fulltrúa. Um það vil ég segja: það eiga allir skilið að líða vel í starfi, og á það jafnt við um starfsfólk, trúnaðarmenn eða félagslega kjörið fólk. Starfsfólk stéttarfélaganna er í framlínu frá degi til dags í þjónustu við félagsmenn. Það mæðir oft mikið á því fólki og það á heiður og virðingu skilda fyrir að sinna sínum störfum. Enda velst þar iðulega til starfa fólk sem trúir á mikilvægi vinnunnar, nauðsyn þess að tryggja heilbrigt, öruggt og réttlátt starfsumhverfi og hefur vilja til að vernda og styrkja stöðu launafólks á vinnumarkaði. Í flestum stéttarfélögum, líkt og á öðrum vinnustöðum, eru starfandi trúnaðarmenn starfsfólks. Trúnaðarmönnum ber að tala máli starfsfólks inni á vinnustað en það getur verið afar erfið staða eins og trúnaðarmenn um allt land vita mæta vel. Það er engin tilviljun að trúnaðarmenn njóta lagalegrar verndar enda geta þeir lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál koma upp á vinnustöðum. Þótt skerist stundum í odda innan stéttarfélaga og innan verkalýðshreyfingarinnar þá skiptir máli að halda athyglinni á starfinu sjálfu. Félagsmenn geti leitað til síns félags eftir þjónustu og baráttan fyrir þeirra hagsmunum haldi áfram hvað sem öðru líður. Kraftur verkalýðshreyfingarinnar er í gegnum samstöðu og þess vegna er það grundvallaratriði að traust og gagnkvæm virðing sé ríkjandi. Okkar bíða risavaxin verkefni, kjarasamningar á næsta ári auk þeirra fjölmörgu atriða sem þarf að þrýsta á stjórnvöld að efna, ekki síst í húsnæðismálum til að bæta lífsgæði vinnandi fólks og almennings alls. Verkefnið núna er að horfa fram á veginn og vinna að þessum aðkallandi verkefnum. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun