Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. nóvember 2021 13:31 Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, segir skólann löngu sprunginn og vill að borgaryfirvöld standi við gefin loforð. Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. Í skýrslu starfshóps sem skipaður til að rýna í stöðu skóla- og frístundastarfs í hverfinu eru lagðar fram þrjár sviðsmyndir til að bregðast við fjölgun nemenda í Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Sviðsmynd eitt er að skólarnir verði starfræktir í óbreyttri mynd en byggt við þá alla. Sviðsmynd tvö er að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla á meðan fyrsti og annar bekkur Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Sviðsmynd þrjú er að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Spár til 20 ára, sem unnið er eftir, gera ráð fyrir fjölgun nemenda í þessum þremur skólahverfum úr 1.648 árið 2020 í 1.774 árið 2040. Staðan er verst í Laugarnesskóla, þar sem nú eru 158 nemendur umfram þol húsnæðisins og verða 252 árið 2030 að öllu óbreyttu. Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, segir skólann löngu sprunginn. „Við tökum fagnandi þátt í þessu samtali en núna er foreldrahópurinn og samfélagið hérna í Laugarneshverfi orðið langþreytt. Við viljum sjá einhverjar efndir, við viljum að efndir fylgi orðum,“ segir Eyrún en hún segir sviðsmynd eitt líklegasta til að hugnast fólki, þar sem það hefur minnst áhrif á hverfasamfélagið. Ekki nýtt samtal Eyrún bendir þó á að samtalið um stöðu skólamála í hverfinu sé ekki að hefjast fyrst núna, heldur hafi skólastjórnendur ítrekað bent á versnandi stöðu mála, án árangurs. „Það er frábært að Reykjavíkurborg ætli að bjóða okkur upp á þetta samtal núna en því skal samt haldið til haga að þetta samtal hefur staðið yfir í átta ár. Þetta er ekkert nýtt samtal. Endurtekið hefur stefnumarkandi vinnu skólastjórnenda og vinnuhópa verið stungið ofan í skúffu og það er bara staðreynd,“ segir Eyrún. Kennt er í 7 færanlegum kennslustofum í dag, kennsla í verklegum- og listagreinum hefur liðið fyrir húsnæðisskort og innviðir starfsemi skólans löngu komnir langt yfir þolmörk. Hún bendir einnig á að fjölgun nemenda hafi einnig haft áhrif á aðra þætti, til að mynda íþrótta og frístundastarf en nemendur þurfa nú að ferðast langar vegalengdir fyrir slíkt auk þess sem íþróttahúsið er barn síns tíma. Öll aðstaða, hvort sem það sé fyrir nemendur, kennara eða aðra starfsmenn skólans, er að sögn Eyrúnar óviðunandi og við því þurfi að bregðast. „Þetta er okkar hjartans mál og við vitum líka að ákvörðun sem verður tekin, hún hefur áhrif á framtíðarskipan skólans og ekkert eingöngu varðandi skólann heldur líka bara varðandi hverfið okkar og þróun hverfisins næstu áratugi. Þannig að samfélagið í skólakerfi Laugarnesskóla ætlar að láta sig málið varða.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. 15. október 2021 08:00 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Í skýrslu starfshóps sem skipaður til að rýna í stöðu skóla- og frístundastarfs í hverfinu eru lagðar fram þrjár sviðsmyndir til að bregðast við fjölgun nemenda í Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Sviðsmynd eitt er að skólarnir verði starfræktir í óbreyttri mynd en byggt við þá alla. Sviðsmynd tvö er að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla á meðan fyrsti og annar bekkur Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Sviðsmynd þrjú er að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Spár til 20 ára, sem unnið er eftir, gera ráð fyrir fjölgun nemenda í þessum þremur skólahverfum úr 1.648 árið 2020 í 1.774 árið 2040. Staðan er verst í Laugarnesskóla, þar sem nú eru 158 nemendur umfram þol húsnæðisins og verða 252 árið 2030 að öllu óbreyttu. Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, segir skólann löngu sprunginn. „Við tökum fagnandi þátt í þessu samtali en núna er foreldrahópurinn og samfélagið hérna í Laugarneshverfi orðið langþreytt. Við viljum sjá einhverjar efndir, við viljum að efndir fylgi orðum,“ segir Eyrún en hún segir sviðsmynd eitt líklegasta til að hugnast fólki, þar sem það hefur minnst áhrif á hverfasamfélagið. Ekki nýtt samtal Eyrún bendir þó á að samtalið um stöðu skólamála í hverfinu sé ekki að hefjast fyrst núna, heldur hafi skólastjórnendur ítrekað bent á versnandi stöðu mála, án árangurs. „Það er frábært að Reykjavíkurborg ætli að bjóða okkur upp á þetta samtal núna en því skal samt haldið til haga að þetta samtal hefur staðið yfir í átta ár. Þetta er ekkert nýtt samtal. Endurtekið hefur stefnumarkandi vinnu skólastjórnenda og vinnuhópa verið stungið ofan í skúffu og það er bara staðreynd,“ segir Eyrún. Kennt er í 7 færanlegum kennslustofum í dag, kennsla í verklegum- og listagreinum hefur liðið fyrir húsnæðisskort og innviðir starfsemi skólans löngu komnir langt yfir þolmörk. Hún bendir einnig á að fjölgun nemenda hafi einnig haft áhrif á aðra þætti, til að mynda íþrótta og frístundastarf en nemendur þurfa nú að ferðast langar vegalengdir fyrir slíkt auk þess sem íþróttahúsið er barn síns tíma. Öll aðstaða, hvort sem það sé fyrir nemendur, kennara eða aðra starfsmenn skólans, er að sögn Eyrúnar óviðunandi og við því þurfi að bregðast. „Þetta er okkar hjartans mál og við vitum líka að ákvörðun sem verður tekin, hún hefur áhrif á framtíðarskipan skólans og ekkert eingöngu varðandi skólann heldur líka bara varðandi hverfið okkar og þróun hverfisins næstu áratugi. Þannig að samfélagið í skólakerfi Laugarnesskóla ætlar að láta sig málið varða.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. 15. október 2021 08:00 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. 15. október 2021 08:00