Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 08:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/VIlhelm Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að endanlegar tölur liggi enn ekki fyrir en honum sýndist að fleiri hefðu greinst smitaðir í gær en daginn á undan. Á miðvikudag greindust 144 smitaðir af veirunni og höfðu þeir aðeins tvisvar verið fleiri frá upphafi faraldursins. Þá höfðu aldrei fleiri greinst smitaðir utan sóttkvíar. Af þeim fimm sem liggja nú á gjörgæslu er einn á fertugsaldri í hjarta- og lungnavél og tveir til viðbótar í öndunarvél. Þórólfur sagði að miðað við að um tvö prósent þeirra sem smitast þurfi að leggjast inn á sjúkrahús gæti daglegum innlögnum nú fjölgað úr einum í tvo til þrjá. Innlagnir séu þó ekki stöðugar og þær gætu komið í kippum. Ástandið sagði Þórólfur orðið illviðráðanlegt fyrir Covid-19-göngudeild Landspítalans og smitrakningarteymi. Lenda illa í því án aðgerða Þórólfur skilaði minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir til Svandísar Svavarsdóttur, starfandi heilbrigðisráðherra, í gær. Hann vildi ekki gefa upp hvað stæði í minnisblaðinu en sagði að sjá þyrfti til hvað ríkisstjórni ákvæði að gera. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna. Gripið hafi verið til ráðstafana áður sem hafi virkað. „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sagðist sóttvarnalæknir vonast til þess að hægt væri að flýta átaki í að gefa örvunarskammt bólusetningar gegn veirunni. Rannsóknir lofi góðu um að örvunarskammtur geti fyrirbyggt smit. Meiri afleiðingar af veirunni en af því að fá ekki ferðamenn inn Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda óbreyttum takmörkunum á landamærunum fram í janúar. Enn er gerð krafa um að ferðamenn fari í svonefnt PCR-próf. Sagði hann ákvörðunina dýrkeypt mistök sem kostaði þjóðarbúið milljarða króna í tapaðar tekjur af ferðamönnum. Þórólfur sagði að helmingur allra sem hefðu greinst smitaðir í október hafi verið með ný afbrigði veirunnar sem hafi komið inn um landamærin, ýmist fólk sem greindist smitað þar eða komst í gegn en greindist síðar smitað. „Ef að menn vilja virkilega tala um heilsufarsleg áhrif og afleiðingar af þessari veiru þá verða þær miklu meiri en að fá nokkra ferðamenn hérna inn,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Sjá meira
Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að endanlegar tölur liggi enn ekki fyrir en honum sýndist að fleiri hefðu greinst smitaðir í gær en daginn á undan. Á miðvikudag greindust 144 smitaðir af veirunni og höfðu þeir aðeins tvisvar verið fleiri frá upphafi faraldursins. Þá höfðu aldrei fleiri greinst smitaðir utan sóttkvíar. Af þeim fimm sem liggja nú á gjörgæslu er einn á fertugsaldri í hjarta- og lungnavél og tveir til viðbótar í öndunarvél. Þórólfur sagði að miðað við að um tvö prósent þeirra sem smitast þurfi að leggjast inn á sjúkrahús gæti daglegum innlögnum nú fjölgað úr einum í tvo til þrjá. Innlagnir séu þó ekki stöðugar og þær gætu komið í kippum. Ástandið sagði Þórólfur orðið illviðráðanlegt fyrir Covid-19-göngudeild Landspítalans og smitrakningarteymi. Lenda illa í því án aðgerða Þórólfur skilaði minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir til Svandísar Svavarsdóttur, starfandi heilbrigðisráðherra, í gær. Hann vildi ekki gefa upp hvað stæði í minnisblaðinu en sagði að sjá þyrfti til hvað ríkisstjórni ákvæði að gera. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna. Gripið hafi verið til ráðstafana áður sem hafi virkað. „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sagðist sóttvarnalæknir vonast til þess að hægt væri að flýta átaki í að gefa örvunarskammt bólusetningar gegn veirunni. Rannsóknir lofi góðu um að örvunarskammtur geti fyrirbyggt smit. Meiri afleiðingar af veirunni en af því að fá ekki ferðamenn inn Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda óbreyttum takmörkunum á landamærunum fram í janúar. Enn er gerð krafa um að ferðamenn fari í svonefnt PCR-próf. Sagði hann ákvörðunina dýrkeypt mistök sem kostaði þjóðarbúið milljarða króna í tapaðar tekjur af ferðamönnum. Þórólfur sagði að helmingur allra sem hefðu greinst smitaðir í október hafi verið með ný afbrigði veirunnar sem hafi komið inn um landamærin, ýmist fólk sem greindist smitað þar eða komst í gegn en greindist síðar smitað. „Ef að menn vilja virkilega tala um heilsufarsleg áhrif og afleiðingar af þessari veiru þá verða þær miklu meiri en að fá nokkra ferðamenn hérna inn,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Sjá meira