Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þorgils Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 23:37 Talsverð fjölgun hefur verið í þremur skólum í Laugarnes- og Langholtshverfi síðustu árin og ekki útlit fyrir að linni næstu ár. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrir borgarráði þrjár sviðsmyndir til úrbóta í húsakosti til að bregðast við fjölguninni. Reykjavíkurborg Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. Sviðsmyndir þessar koma fram í skýrslu starfshóps sem skipaður var til að rýna stöðu skóla- og frístundastarfs í hverfinu, en vegna fjölgunar barna í hverfinu er farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Spár til 20 ára, sem unnið er eftir, gera ráð fyrir fjölgun nemenda í þessum þremur skólahverfum úr 1.648 árið 2020 í 1.774 árið 2040 og því er ljóst að bregðast þarf við vandanum strax. Úr kynningu starfshópsins Sviðsmyndinar þjár sem um ræðir eru eftirfarandi, en tillögurnar verða áfram til vinnslu innan starfshópsins: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram bókun um að fjölgun nemenda í hverfinu síðustu ár sýndi að borgarstjóri væri ekki að standa við boðaða stefnu: Hér fara auðvitað ekki saman hljóð og mynd hjá borgarstjóra enda hefur ekki verið staðið við þá forgangsröðun sem hann boðar sjálfur; innviðir fyrst, svo uppbygging. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókaði að henni þætti leið 1 vænlegust enda varðveiti hún skólagerðir hverfisins og viðhaldi hverfamenningu og aðstöðu barnanna. Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Sviðsmyndir þessar koma fram í skýrslu starfshóps sem skipaður var til að rýna stöðu skóla- og frístundastarfs í hverfinu, en vegna fjölgunar barna í hverfinu er farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Spár til 20 ára, sem unnið er eftir, gera ráð fyrir fjölgun nemenda í þessum þremur skólahverfum úr 1.648 árið 2020 í 1.774 árið 2040 og því er ljóst að bregðast þarf við vandanum strax. Úr kynningu starfshópsins Sviðsmyndinar þjár sem um ræðir eru eftirfarandi, en tillögurnar verða áfram til vinnslu innan starfshópsins: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram bókun um að fjölgun nemenda í hverfinu síðustu ár sýndi að borgarstjóri væri ekki að standa við boðaða stefnu: Hér fara auðvitað ekki saman hljóð og mynd hjá borgarstjóra enda hefur ekki verið staðið við þá forgangsröðun sem hann boðar sjálfur; innviðir fyrst, svo uppbygging. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókaði að henni þætti leið 1 vænlegust enda varðveiti hún skólagerðir hverfisins og viðhaldi hverfamenningu og aðstöðu barnanna.
Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira