Leiðtogar Norðurlanda heita auknu samstarfi í öryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2021 19:20 Leiðtogar Norðurlandanna segja nauðsynlegt að læra af covid faraldrinum og auka samstarf ríkjanna í öryggismálum og viðbrögðum við alls kyns kreppum. norðurlandaráð Leiðtogar norrænu ríkjanna lögðu áherslu á aukið samstarf um neyðarviðbúnað og annan viðbúnað á fundi Norðurlandaráðs í dag. Ríkin búi sig undir alls konar neyðarástand og kreppur, hvort sem þær eru af völdum manna eða náttúru. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna og oddvita sjálfstjórna Álandseyja, Færeyja og Grænlands kemur fram að aukið samstarf gæti til dæmis falið í sér úrræði til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og öruggum matvælum – og nægilegum lækningabúnaði til að takast á við heimsfaraldur. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra eru sammála um að læra af reynslunni af kórónuveirufaraldrinum með því að efla samstarf Norðurlandanna í kreppum ýmis konar.EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur segir heimsfaraldurinn hafa verið sögulega áskorun sem draga ætti lærdóm af þannig að Norðurlönd yrðu betur búin undir kreppur í framtíðinni. Í umræðum í þingsal sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kórónuveirufaraldurinn hafa sýnt bæði styrkleika og veikleika norræns samstarfs. Í upphafi faraldurins hafi hvert ríki eðlilega fyrst og fremst hugað að öryggi sinna borgara. Hún vísaði til nýlegar viðhorfskönnunar á Norðurlöndunum. Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda þar sem allir hafi lotið sömu reglum hafa gefist vel.(Mads Claus Rasmussen/ Ritzau Scanpix via AP „Þá var gripið til þess að loka landamærum. Við sjáum það núna á þessari mikilvægu könnun sem verið hefur gerð að þetta olli ákveðnu vantrausti hjá fólkinu okkar. Það er vant því að geta farið á milli landa og að Norðurlöndin séu í raun eitt svæði,“ sagði Katrín Eftir því sem leið á faraldurinn hafi samstarf þjóðanna hins vegar færst í aukana vegna náinna tengsla stjórnmálamanna og embættismanna. Í fyrirspurnatíma til Katrínar kom fram gagnrýni á hin Norðurlöndin fyrir hversu lengi landamæri þeirra hafi verið lokuð á meðan Ísland hefði verið tiltölulega opið. Ísland hafi ekki stuðst við litakóðunarkerfi eins og hin Norðurlöndin og ekki lokað á ferðir fólks á milli einstakra landa og svæða eins og Danir lokuðu til dæmis á Svía. „Þannig að á endanum tókum við bara upp eitt kerfi fyrir alla. Mörgum þótti það íþyngjandi. Það fól í sér að fara í próf, fara í sóttkví og taka annað próf. Í dag erum við enn með það kerfi fyrir óbólusetta. Bólusettir þurfa bara að koma með neikvætt próf en þetta hefur gefist gríðarlega vel,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurlandaráð Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna og oddvita sjálfstjórna Álandseyja, Færeyja og Grænlands kemur fram að aukið samstarf gæti til dæmis falið í sér úrræði til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og öruggum matvælum – og nægilegum lækningabúnaði til að takast á við heimsfaraldur. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra eru sammála um að læra af reynslunni af kórónuveirufaraldrinum með því að efla samstarf Norðurlandanna í kreppum ýmis konar.EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur segir heimsfaraldurinn hafa verið sögulega áskorun sem draga ætti lærdóm af þannig að Norðurlönd yrðu betur búin undir kreppur í framtíðinni. Í umræðum í þingsal sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kórónuveirufaraldurinn hafa sýnt bæði styrkleika og veikleika norræns samstarfs. Í upphafi faraldurins hafi hvert ríki eðlilega fyrst og fremst hugað að öryggi sinna borgara. Hún vísaði til nýlegar viðhorfskönnunar á Norðurlöndunum. Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda þar sem allir hafi lotið sömu reglum hafa gefist vel.(Mads Claus Rasmussen/ Ritzau Scanpix via AP „Þá var gripið til þess að loka landamærum. Við sjáum það núna á þessari mikilvægu könnun sem verið hefur gerð að þetta olli ákveðnu vantrausti hjá fólkinu okkar. Það er vant því að geta farið á milli landa og að Norðurlöndin séu í raun eitt svæði,“ sagði Katrín Eftir því sem leið á faraldurinn hafi samstarf þjóðanna hins vegar færst í aukana vegna náinna tengsla stjórnmálamanna og embættismanna. Í fyrirspurnatíma til Katrínar kom fram gagnrýni á hin Norðurlöndin fyrir hversu lengi landamæri þeirra hafi verið lokuð á meðan Ísland hefði verið tiltölulega opið. Ísland hafi ekki stuðst við litakóðunarkerfi eins og hin Norðurlöndin og ekki lokað á ferðir fólks á milli einstakra landa og svæða eins og Danir lokuðu til dæmis á Svía. „Þannig að á endanum tókum við bara upp eitt kerfi fyrir alla. Mörgum þótti það íþyngjandi. Það fól í sér að fara í próf, fara í sóttkví og taka annað próf. Í dag erum við enn með það kerfi fyrir óbólusetta. Bólusettir þurfa bara að koma með neikvætt próf en þetta hefur gefist gríðarlega vel,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurlandaráð Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27