Leiðtogar Norðurlanda heita auknu samstarfi í öryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2021 19:20 Leiðtogar Norðurlandanna segja nauðsynlegt að læra af covid faraldrinum og auka samstarf ríkjanna í öryggismálum og viðbrögðum við alls kyns kreppum. norðurlandaráð Leiðtogar norrænu ríkjanna lögðu áherslu á aukið samstarf um neyðarviðbúnað og annan viðbúnað á fundi Norðurlandaráðs í dag. Ríkin búi sig undir alls konar neyðarástand og kreppur, hvort sem þær eru af völdum manna eða náttúru. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna og oddvita sjálfstjórna Álandseyja, Færeyja og Grænlands kemur fram að aukið samstarf gæti til dæmis falið í sér úrræði til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og öruggum matvælum – og nægilegum lækningabúnaði til að takast á við heimsfaraldur. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra eru sammála um að læra af reynslunni af kórónuveirufaraldrinum með því að efla samstarf Norðurlandanna í kreppum ýmis konar.EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur segir heimsfaraldurinn hafa verið sögulega áskorun sem draga ætti lærdóm af þannig að Norðurlönd yrðu betur búin undir kreppur í framtíðinni. Í umræðum í þingsal sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kórónuveirufaraldurinn hafa sýnt bæði styrkleika og veikleika norræns samstarfs. Í upphafi faraldurins hafi hvert ríki eðlilega fyrst og fremst hugað að öryggi sinna borgara. Hún vísaði til nýlegar viðhorfskönnunar á Norðurlöndunum. Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda þar sem allir hafi lotið sömu reglum hafa gefist vel.(Mads Claus Rasmussen/ Ritzau Scanpix via AP „Þá var gripið til þess að loka landamærum. Við sjáum það núna á þessari mikilvægu könnun sem verið hefur gerð að þetta olli ákveðnu vantrausti hjá fólkinu okkar. Það er vant því að geta farið á milli landa og að Norðurlöndin séu í raun eitt svæði,“ sagði Katrín Eftir því sem leið á faraldurinn hafi samstarf þjóðanna hins vegar færst í aukana vegna náinna tengsla stjórnmálamanna og embættismanna. Í fyrirspurnatíma til Katrínar kom fram gagnrýni á hin Norðurlöndin fyrir hversu lengi landamæri þeirra hafi verið lokuð á meðan Ísland hefði verið tiltölulega opið. Ísland hafi ekki stuðst við litakóðunarkerfi eins og hin Norðurlöndin og ekki lokað á ferðir fólks á milli einstakra landa og svæða eins og Danir lokuðu til dæmis á Svía. „Þannig að á endanum tókum við bara upp eitt kerfi fyrir alla. Mörgum þótti það íþyngjandi. Það fól í sér að fara í próf, fara í sóttkví og taka annað próf. Í dag erum við enn með það kerfi fyrir óbólusetta. Bólusettir þurfa bara að koma með neikvætt próf en þetta hefur gefist gríðarlega vel,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurlandaráð Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna og oddvita sjálfstjórna Álandseyja, Færeyja og Grænlands kemur fram að aukið samstarf gæti til dæmis falið í sér úrræði til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og öruggum matvælum – og nægilegum lækningabúnaði til að takast á við heimsfaraldur. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra eru sammála um að læra af reynslunni af kórónuveirufaraldrinum með því að efla samstarf Norðurlandanna í kreppum ýmis konar.EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur segir heimsfaraldurinn hafa verið sögulega áskorun sem draga ætti lærdóm af þannig að Norðurlönd yrðu betur búin undir kreppur í framtíðinni. Í umræðum í þingsal sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kórónuveirufaraldurinn hafa sýnt bæði styrkleika og veikleika norræns samstarfs. Í upphafi faraldurins hafi hvert ríki eðlilega fyrst og fremst hugað að öryggi sinna borgara. Hún vísaði til nýlegar viðhorfskönnunar á Norðurlöndunum. Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda þar sem allir hafi lotið sömu reglum hafa gefist vel.(Mads Claus Rasmussen/ Ritzau Scanpix via AP „Þá var gripið til þess að loka landamærum. Við sjáum það núna á þessari mikilvægu könnun sem verið hefur gerð að þetta olli ákveðnu vantrausti hjá fólkinu okkar. Það er vant því að geta farið á milli landa og að Norðurlöndin séu í raun eitt svæði,“ sagði Katrín Eftir því sem leið á faraldurinn hafi samstarf þjóðanna hins vegar færst í aukana vegna náinna tengsla stjórnmálamanna og embættismanna. Í fyrirspurnatíma til Katrínar kom fram gagnrýni á hin Norðurlöndin fyrir hversu lengi landamæri þeirra hafi verið lokuð á meðan Ísland hefði verið tiltölulega opið. Ísland hafi ekki stuðst við litakóðunarkerfi eins og hin Norðurlöndin og ekki lokað á ferðir fólks á milli einstakra landa og svæða eins og Danir lokuðu til dæmis á Svía. „Þannig að á endanum tókum við bara upp eitt kerfi fyrir alla. Mörgum þótti það íþyngjandi. Það fól í sér að fara í próf, fara í sóttkví og taka annað próf. Í dag erum við enn með það kerfi fyrir óbólusetta. Bólusettir þurfa bara að koma með neikvætt próf en þetta hefur gefist gríðarlega vel,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurlandaráð Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27