Gagnrýnir 400 milljarða króna skuldir borgarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 15:42 Eyþór Arnalds bendir á að skuldir borgarinnar hafi hækkað um rúma 100 milljarða á kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Fyrri umræða fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir komandi ár og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2022-2026 fer nú fram í borgarstjórn. Stjórnarandstaðan gagnrýnir skuldastöðu Reykjavíkurborgar sem komin er yfir 400 milljarða króna. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur íbúum Reykjavíkur fjölgað um tæplega tvö þúsund mans á síðasta árinu og fjárfestingar á innviðum aldrei verið meiri. Þá hafi fyrirtæki borgarinnar sömuleiðis náð að snúa vörn í sókn og sýnt góða rekstrarafkomu. „Loftslagsmálin, stærsta verkefni samtímans, endurspeglast í öllum aðgerðum og áætlunum borgarinnar. Allt er þetta hluti af áæltun um efnahagslega endurreisn, Græna planið, sem byggir á hugmyndafræði sjálfbærni,“ segir í tilkynningunni. Skuldir borgarinnar aukist um hundrað milljarða á kjörtímabilinu Þrátt fyrir þennan viðsnúning bendir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á að skuldir borgarinnar hafi aukist verulega á kjörtímabilinu. „Í upphafi kjörtímabils voru heildarskuldir borgarinnar 299 milljarðar króna, sem greiða átti niður samkvæmt sáttmála meirihlutans. Í dag eru skuldir borgarinnar komnar yfir 400 milljarða og fara vaxandi,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í yfirlýsingu sem send var út í dag. Stefnt á að greiða niður skuldir frá árinu 2026 Fram kemur í tilkynningunni frá borginni að árin 2020-2022 sé gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu A-hluta. Það megi rekja til efnahagskreppunnar sem fylgdi faraldrinum og magnaukninga einkum í velferðarþjónustu vegna aukinna skuldbindinga sem lagðar séu á sveitarfélög. Gert sé ráð fyrir batnandi rekstrarniðurstöðu frá og með næsta ári en á áætlunartímabilinu muni skuldir og skuldbindingar hækka vegna sóknaráætlunar í fjárfestingum og nauðsynlegrar lántöku. Stefnt sé þó að því í fjármálastefnunni að greiða niður skuldir frá og með árinu 2026. „Áætlunin gerir ráð fyrir því að skuldir borgarinnar fari vaxandi og verði 453 milljarðar árið 2025. Inn í þeirri tölu er hvorki gert ráð fyrir að greiða skuld Orkuveitunnar við Glitni banka upp á 3 milljarða króna, né endurnýjun hreinsistöðva skólps sem ætla má að verði í kring um 20 milljarða fjárfesting fyrir sveitarfélagið Reykjavík,“ segir í yfirlýsingunni frá Eyþóri. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn muni leggja til sölu á 49 prósenta hlut borgarinnar í Gagnaveitunni og sölu á Malbikunarstöðinni Höfða til að borga niður skuldir Reykjavíkurborgar. „Í ofanálagt er fyrirséð að borgin þurfi að finna lausn á sorpvandamálum sínum vegna alls þess sem hefur farið úrseiðis hjá GAJA, gas- og jarðgerðarstöðinni en reikna má með því að kostnaður borgarinnar við brennslustöð geti orðið u.þ.b. 10 milljarðar króna,“ segir Eyþór. Skuldastaða gæti farið yfir 500 milljarða fyrir lok tímabilsins Til viðbótar nefnir hann kostnað við borgralínu, viðhaldskostnað við félagslegt húsnæði í eigu borgarinnar og fleira. „Kostnaður við alla þessa þætti getur numið 40 milljörðum króna á tímabilinu. Það þýðir að skuldir í lok tímabilsins gætu farið yfir 500 milljarða sem er þá u.þ.b. 250 milljörðum meira en að var stefnt á í upphafi.“ Fram kemur í tilkynningu frá borginni að næstu fimm til sjö ár verði lögð áhersla á Græna planið svokallaða. Reykjavík muni vaxa úr vandanum sem faraldurinn hafi skilið eftir sig en í því felist talsverð fjárfesting. „Niðurstöður eru í samræmi við Græna planið sem lagt var fram í fyrra og er sýn borgarinnar til skamms og lengri tíma. Grænum fjárfestingum hefur verið flýtt, við bætum sérstaklega við viðhaldsfé í skóla- og frístundahúsnæði. Verður 25-30 milljörðum varið til þeirra næstu 5-7 ár. Það dugir til að vinna upp það viðhald sem sparað var á árunum eftir hrun,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í tilkynningunni. Meðal þess sem lagt er til í fimm ára áætlun borgarinnar er að náð veðri fram 1% hagræðingu á ári á launakostnaði í gegn um aðhaldsaðgerðir og stafræna umbreytingu á næstu fjórum árum. Þá verði einungis verðbættar samningsbundnar skuldbindingar og hagræðingu náð í rekstiri með miðlægum innkaupum og aðhaldsaðgerðum á tímabilinu 2022-2025. Hægt er að lesa meira um áætlunina hér. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur íbúum Reykjavíkur fjölgað um tæplega tvö þúsund mans á síðasta árinu og fjárfestingar á innviðum aldrei verið meiri. Þá hafi fyrirtæki borgarinnar sömuleiðis náð að snúa vörn í sókn og sýnt góða rekstrarafkomu. „Loftslagsmálin, stærsta verkefni samtímans, endurspeglast í öllum aðgerðum og áætlunum borgarinnar. Allt er þetta hluti af áæltun um efnahagslega endurreisn, Græna planið, sem byggir á hugmyndafræði sjálfbærni,“ segir í tilkynningunni. Skuldir borgarinnar aukist um hundrað milljarða á kjörtímabilinu Þrátt fyrir þennan viðsnúning bendir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á að skuldir borgarinnar hafi aukist verulega á kjörtímabilinu. „Í upphafi kjörtímabils voru heildarskuldir borgarinnar 299 milljarðar króna, sem greiða átti niður samkvæmt sáttmála meirihlutans. Í dag eru skuldir borgarinnar komnar yfir 400 milljarða og fara vaxandi,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í yfirlýsingu sem send var út í dag. Stefnt á að greiða niður skuldir frá árinu 2026 Fram kemur í tilkynningunni frá borginni að árin 2020-2022 sé gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu A-hluta. Það megi rekja til efnahagskreppunnar sem fylgdi faraldrinum og magnaukninga einkum í velferðarþjónustu vegna aukinna skuldbindinga sem lagðar séu á sveitarfélög. Gert sé ráð fyrir batnandi rekstrarniðurstöðu frá og með næsta ári en á áætlunartímabilinu muni skuldir og skuldbindingar hækka vegna sóknaráætlunar í fjárfestingum og nauðsynlegrar lántöku. Stefnt sé þó að því í fjármálastefnunni að greiða niður skuldir frá og með árinu 2026. „Áætlunin gerir ráð fyrir því að skuldir borgarinnar fari vaxandi og verði 453 milljarðar árið 2025. Inn í þeirri tölu er hvorki gert ráð fyrir að greiða skuld Orkuveitunnar við Glitni banka upp á 3 milljarða króna, né endurnýjun hreinsistöðva skólps sem ætla má að verði í kring um 20 milljarða fjárfesting fyrir sveitarfélagið Reykjavík,“ segir í yfirlýsingunni frá Eyþóri. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn muni leggja til sölu á 49 prósenta hlut borgarinnar í Gagnaveitunni og sölu á Malbikunarstöðinni Höfða til að borga niður skuldir Reykjavíkurborgar. „Í ofanálagt er fyrirséð að borgin þurfi að finna lausn á sorpvandamálum sínum vegna alls þess sem hefur farið úrseiðis hjá GAJA, gas- og jarðgerðarstöðinni en reikna má með því að kostnaður borgarinnar við brennslustöð geti orðið u.þ.b. 10 milljarðar króna,“ segir Eyþór. Skuldastaða gæti farið yfir 500 milljarða fyrir lok tímabilsins Til viðbótar nefnir hann kostnað við borgralínu, viðhaldskostnað við félagslegt húsnæði í eigu borgarinnar og fleira. „Kostnaður við alla þessa þætti getur numið 40 milljörðum króna á tímabilinu. Það þýðir að skuldir í lok tímabilsins gætu farið yfir 500 milljarða sem er þá u.þ.b. 250 milljörðum meira en að var stefnt á í upphafi.“ Fram kemur í tilkynningu frá borginni að næstu fimm til sjö ár verði lögð áhersla á Græna planið svokallaða. Reykjavík muni vaxa úr vandanum sem faraldurinn hafi skilið eftir sig en í því felist talsverð fjárfesting. „Niðurstöður eru í samræmi við Græna planið sem lagt var fram í fyrra og er sýn borgarinnar til skamms og lengri tíma. Grænum fjárfestingum hefur verið flýtt, við bætum sérstaklega við viðhaldsfé í skóla- og frístundahúsnæði. Verður 25-30 milljörðum varið til þeirra næstu 5-7 ár. Það dugir til að vinna upp það viðhald sem sparað var á árunum eftir hrun,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í tilkynningunni. Meðal þess sem lagt er til í fimm ára áætlun borgarinnar er að náð veðri fram 1% hagræðingu á ári á launakostnaði í gegn um aðhaldsaðgerðir og stafræna umbreytingu á næstu fjórum árum. Þá verði einungis verðbættar samningsbundnar skuldbindingar og hagræðingu náð í rekstiri með miðlægum innkaupum og aðhaldsaðgerðum á tímabilinu 2022-2025. Hægt er að lesa meira um áætlunina hér.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira