Á von á því að Sólveig Anna segi af sér sem varaforseti ASÍ Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 2. nóvember 2021 10:53 Drífa Snædal og Sólveig Anna Jónsdóttir þegar Lífskjarasamningurinn var kynntur árið 2019. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti ASÍ, reiknar með að Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segi af sér sem annar varaforseti ASÍ í dag. Drífa segir að afsögn Sólveigar Önnu sem formaður Eflingar hafi komið sér á óvart. Þá reiknar hún með að varaformaður félagsins taki við sem formaður. Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook á sunnudagskvöldið. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Afsögnin kom Drífu á óvart Sólveig gegnir embætti annars varaforseta ASÍ og afsögn hennar úr því embætti er ekki komin inn á borð ASÍ. „Við erum ekki búin að fá afsögn hennar sem varaforseti ASÍ en ég á frekar von á henni í dag,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Drífa segist jafnframt ekki hafa átt von á afsögn Sólveigar Önnu. „Ég get sagt það að þetta kom mér á óvart.“ Hafði þér borist til eyrna að þarna væri einhver vandi á ferðum? „Nei, ekki af þessum skala nei en vissulega gengur ýmislegt á í verkalýðshreyfingunni, alltaf. Það er ekki skoðanalaust fólk sem vinnur hérna eða velst til starfa. Það er með miklar hugsjónir þannig að það hefur tilhneigingu til að hvessa í hreyfingunni,“ segir Drífa. Sólveig Anna og Viðar þurfi að svara fyrir sig sjálf Aðspurð að því hvort að hún hafi rætt við Sólveigu Önnu og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, sem hefur sagst ætla að fylgja Sólveigu út, segist Drífa hafa rætt við fjölda manns án þess þó að vilja fara nánar út í hvað hafi falist í viðrænum. Sagði hún Sólveigu og Viðar þurfa að svara sjálf fyrir sig. Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafa ekki gefið kost á viðtali vegna málsins.Vísir/Vilhelm Tekið skal fram að fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Sólveigu Önnu og Viðari vegna málsins, án árangurs hingað til. Reiknar með að varaformaðurinn taki við hjá Eflingu Aðspurð um stöðu mála hjá Eflingu segist Drífa reikna með að varaformaður félagsins, Agnieszka Ewa Ziólkowska, taki við sem formaður. „Það er starfandi stjórn í Eflingu, þegar formaður segir af sér þá tekur varaformaður við. Þannig eru reglurnar þannig að það er ekki eins og það sé óstarfhæf stjórn. Alþýðusamband Íslands stígur ekkert inn í nema það sé fullreynt með aðrar leiðir,“ segir Drífa. Segist hún hafa rætt við Agniezku. „Ég geri ráð fyrir því að varaformaðurinn ætli að taka við. Ég hef ekki heyrt að hún ætli að segja af sér,“ segir Drífa. Hlutverk ASÍ á þessari stundi gagnvart Eflingu sé að aðstoða félagið við að sinna skyldum sínum gagnvart félagsmönnum félagsins. „Það sem skiptir öllu máli núna er að það sé hægt að þjónusta félagsmenn Eflingar áfram. Að það fólk treysti sér til að leita til síns félags. Það er það sem öllu máli skiptir núna.“ Kjaramál Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. 2. nóvember 2021 06:01 Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt. 1. nóvember 2021 21:47 Sakar Sólveigu Önnu og félaga um útlendingaandúð Maxim Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar ber Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson þungum sökum í fréttatilkynningu sem hann sendi Vísi. Hann segir nornaveiðar Sólveigar Önnu innan Eflingar hafa endað með brottrekstri nánast allra erlendra starfsmanna félagsins. 1. nóvember 2021 21:20 Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. 1. nóvember 2021 19:44 Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook á sunnudagskvöldið. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Afsögnin kom Drífu á óvart Sólveig gegnir embætti annars varaforseta ASÍ og afsögn hennar úr því embætti er ekki komin inn á borð ASÍ. „Við erum ekki búin að fá afsögn hennar sem varaforseti ASÍ en ég á frekar von á henni í dag,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Drífa segist jafnframt ekki hafa átt von á afsögn Sólveigar Önnu. „Ég get sagt það að þetta kom mér á óvart.“ Hafði þér borist til eyrna að þarna væri einhver vandi á ferðum? „Nei, ekki af þessum skala nei en vissulega gengur ýmislegt á í verkalýðshreyfingunni, alltaf. Það er ekki skoðanalaust fólk sem vinnur hérna eða velst til starfa. Það er með miklar hugsjónir þannig að það hefur tilhneigingu til að hvessa í hreyfingunni,“ segir Drífa. Sólveig Anna og Viðar þurfi að svara fyrir sig sjálf Aðspurð að því hvort að hún hafi rætt við Sólveigu Önnu og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, sem hefur sagst ætla að fylgja Sólveigu út, segist Drífa hafa rætt við fjölda manns án þess þó að vilja fara nánar út í hvað hafi falist í viðrænum. Sagði hún Sólveigu og Viðar þurfa að svara sjálf fyrir sig. Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafa ekki gefið kost á viðtali vegna málsins.Vísir/Vilhelm Tekið skal fram að fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Sólveigu Önnu og Viðari vegna málsins, án árangurs hingað til. Reiknar með að varaformaðurinn taki við hjá Eflingu Aðspurð um stöðu mála hjá Eflingu segist Drífa reikna með að varaformaður félagsins, Agnieszka Ewa Ziólkowska, taki við sem formaður. „Það er starfandi stjórn í Eflingu, þegar formaður segir af sér þá tekur varaformaður við. Þannig eru reglurnar þannig að það er ekki eins og það sé óstarfhæf stjórn. Alþýðusamband Íslands stígur ekkert inn í nema það sé fullreynt með aðrar leiðir,“ segir Drífa. Segist hún hafa rætt við Agniezku. „Ég geri ráð fyrir því að varaformaðurinn ætli að taka við. Ég hef ekki heyrt að hún ætli að segja af sér,“ segir Drífa. Hlutverk ASÍ á þessari stundi gagnvart Eflingu sé að aðstoða félagið við að sinna skyldum sínum gagnvart félagsmönnum félagsins. „Það sem skiptir öllu máli núna er að það sé hægt að þjónusta félagsmenn Eflingar áfram. Að það fólk treysti sér til að leita til síns félags. Það er það sem öllu máli skiptir núna.“
Kjaramál Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. 2. nóvember 2021 06:01 Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt. 1. nóvember 2021 21:47 Sakar Sólveigu Önnu og félaga um útlendingaandúð Maxim Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar ber Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson þungum sökum í fréttatilkynningu sem hann sendi Vísi. Hann segir nornaveiðar Sólveigar Önnu innan Eflingar hafa endað með brottrekstri nánast allra erlendra starfsmanna félagsins. 1. nóvember 2021 21:20 Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. 1. nóvember 2021 19:44 Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. 2. nóvember 2021 06:01
Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt. 1. nóvember 2021 21:47
Sakar Sólveigu Önnu og félaga um útlendingaandúð Maxim Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar ber Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson þungum sökum í fréttatilkynningu sem hann sendi Vísi. Hann segir nornaveiðar Sólveigar Önnu innan Eflingar hafa endað með brottrekstri nánast allra erlendra starfsmanna félagsins. 1. nóvember 2021 21:20
Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. 1. nóvember 2021 19:44
Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10